Níunda fall Hermanns á ferlinum Hjörvar Ólafsson skrifar 7. október 2023 21:16 Hermann Hreiðarsson þekkir það mæta vel að róa lífróður. Vísir/Hulda Margrét Hermann Hreiðarsson og lærisveinar hans hjá ÍBV féllu úr Bestu deild karla í fótbolta í dag. Þar af leiðandi hefur Hermann fallið níu sinnum á ferli sínum sem leikmaður og þjálfari og þar að auki einu sinni sem aðstoðarmaður knattspyrnustjóra. Hermann féll fimm sinnum sem leikmaður úr ensku úrvalsdeildinni, fyrst með Crystal Palace vorið 1998, því næst með Wimbledon 2000, þá með Ipswich Town árið 2002, þegar hann lék með Charlton Athletic á því herrans árið 2007 og loks með Portsmouth 2010. Af þeim sökum deilir Hermann lítt eftirsóknarverðu meti með Nathan Blake yfir flest föll úr ensku úrvalsdeildinni. Hermann átti svo lítinn þátt í falli Coventry City árið 2012 en hann lék tvo leiki fyrir liðið á meiðslum hrjáðu tímabili þann veturinn. Bæði karla- og kvennalið Fylkis hlutu þau örlög að falla undir stjórn Hermanns haustin 2016 og 2017 en hann tók við kvennaliði Árbæinga í snúinni stöðu um mitt sumarið 2017. Vorið 2020 var Hermann síðan aðstoðarmaður Sol Campbell sem var við stjórnvölinn hjá Southend United sem fór niður úr ensku C-deildinni það tímabilið. Það varð svo ljóst í dag að Eyjamenn munu leika í næstefstu deild á næsta keppnistímabili en Hermann hefur verið í brúnni hjá ÍBV síðan um haustið 2021. Hermann hefur svo á móti farið upp úr 2. deild karla sem þjálfari Þróttar Vogum en hann hefur á þjálfaraferli sínum einnig verið í þjálfarateymi Karala Blasters í indversku ofurdeildinni. Besta deild karla ÍBV Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Hermann féll fimm sinnum sem leikmaður úr ensku úrvalsdeildinni, fyrst með Crystal Palace vorið 1998, því næst með Wimbledon 2000, þá með Ipswich Town árið 2002, þegar hann lék með Charlton Athletic á því herrans árið 2007 og loks með Portsmouth 2010. Af þeim sökum deilir Hermann lítt eftirsóknarverðu meti með Nathan Blake yfir flest föll úr ensku úrvalsdeildinni. Hermann átti svo lítinn þátt í falli Coventry City árið 2012 en hann lék tvo leiki fyrir liðið á meiðslum hrjáðu tímabili þann veturinn. Bæði karla- og kvennalið Fylkis hlutu þau örlög að falla undir stjórn Hermanns haustin 2016 og 2017 en hann tók við kvennaliði Árbæinga í snúinni stöðu um mitt sumarið 2017. Vorið 2020 var Hermann síðan aðstoðarmaður Sol Campbell sem var við stjórnvölinn hjá Southend United sem fór niður úr ensku C-deildinni það tímabilið. Það varð svo ljóst í dag að Eyjamenn munu leika í næstefstu deild á næsta keppnistímabili en Hermann hefur verið í brúnni hjá ÍBV síðan um haustið 2021. Hermann hefur svo á móti farið upp úr 2. deild karla sem þjálfari Þróttar Vogum en hann hefur á þjálfaraferli sínum einnig verið í þjálfarateymi Karala Blasters í indversku ofurdeildinni.
Besta deild karla ÍBV Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira