Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 0-2 | Tvö mörk Eggerts tryggðu þriðja sætið Kári Mímisson skrifar 8. október 2023 16:00 Eggert Aron skoraði tvö mörk í dag Vísir/Pawel Cieslikiewicz Síðasti leikur Bestu deildar karla árið 2023 fór fram í dag þegar Breiðablik tók á móti Stjörnunni. Fyrir leik var Stjarnan í þriðja sæti deildarinnar með 43 stig á meðan Breiðablik var sæti neðar með 41 stig. Svo fór að lokum að Stjarnan vann 0-2 sigur og tryggði sér í leiðinni þriðja sætið í Bestu deildinni árið 2023. Leikurinn fór vel af stað og var Emil Atlason hársbreidd frá því að koma gestunum yfir strax á fjórðu mínútu leiksins þegar skot hans hafnaði í slánni. Hilmar Árni var í ákjósanlegu færi en ákvað í stað þess að skjóta að leggja boltann á Emil, spurning hvort þetta hafi verið meðvituð ákvörðun hjá honum til að hjálpa Emil að bæta markametið. Það var svo á 14. mínútu leiksins sem gestirnir komust yfir og þar var að verkum efnilegasti leikmaður deildarinnar, Eggert Aron Guðmundsson. Jóhann Árni Gunnarsson átti þá hornspyrnu sem Blikum tókst ekki að hreinsa nógu langt í burtu. Boltinn barst til Eggerts sem skaut að marki en boltinn hafði viðkomu í Viktori Erni Margeirssyni áður en hann hafnaði í netinu. Fyrir leik veitti Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, Eggerti verðlaun en hann var kosinn efnilegasti leikmaður deildarinnar af leikmönnum og þjálfurum. Stjarnan var áfram sterkari aðili leiksins og stýrði leiknum að mestu á meðan Blikar áttu í erfiðleikum með að skapa sér færi. Skömmu áður en flautað var til hálfleiks fékk Hilmar Árni sannkallað dauðafæri. Eggert Aron fékk fyrst tækifæri til að skora eftir að Helgi Fróði Ingason átti glæsilega sendingu á hann en Anton Ari, markvörður Breiðabliks, varði vel frá honum. Adolf Daði Birgisson náði hins vegar frákastinu og lagði boltann út á Hilmar Árna sem ætlaði að hamra boltann upp í þaknetið af stuttu færi en endaði á því að skjóta hátt yfir. Staðan því 0-1 fyrir gestina þegar flautað var til hálfleiks. Á 55. mínútu dró til tíðinda þegar títtnefndur Eggert Aron Guðmundsson skoraði stórglæsilegt mark. Eggert átti þá sprett frá eigin vallarhelmingi í gegnum alla vörn Breiðabliks sem endaði á því að hann vippaði glæsilega yfir Anton Ara. Ég hugsa að þetta mark gæti verði eitt af mörkum tímabilsins. Meira markvert gerðist ekki í leiknum og því lauk Bestu deildinni árið 2023 með 0-2 sigri Stjörnunnar á Breiðablik í leiknum sem stundum er kallaður Baráttan um Arnarneshæðina. Afhverju vann Stjarnan? Stjarnan var betra liðið í fyrri hálfleik og framan af seinni hálfleik. Blikar fóru illa að ráði sínu oft á tíðum enda fór liðið mjög illa með urmul færa. Hverjir stóðu upp úr? Eggert Aron Guðmundsson var yfirburða maður í dag og verðmiðinn á honum hækkaði bara eftir leikinn í dag. Sjálfstraustið lekur gjörsamlega af honum. Árni Snær var svo flottur í marki gestanna. Hvað gekk illa? Færanýting Breiðabliks var ekki góð í dag, hún var eiginlega bara mjög léleg. Þetta er ótrúlega undarlegt tímabil hjá Breiðablik og mér fannst vera stemmningsleysi á Kópavogsvelli í dag. Hvað gerist næst? Tímabilið er búið hjá Stjörnunni og ég hugsa að þeir séu nú bara ansi sáttir við niðurstöðuna sérstaklega eftir slæma byrjun. Breiðablik berst hins vegar áfram á fullu í Sambandsdeildinni þar sem liðið á næst útileik gegn belgíska liðinu Gent. Sá leikur fer fram 26. október og hefst klukkan 16:45. „Ég verð 100 prósent áfram og hef engan áhuga á því að gera nokkuð annað“ Jökull Elísabetarson á hliðarlínunni.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum ánægður með 0-2 sigur liðsins á Breiðablik í dag. Sigurinn tryggði Garðbæingum þriðja sætið í deildinni en liðið var á botni deildarinnar þegar Jökull tók við því snemma sumars. „Ég er mjög ánægður. Mér fannst þetta vera frábær leikur. Blikarnir áttu alveg sín móment líka og voru flottir. Þetta var mjög sterk frammistaða gegn þessu liði sem stillti upp því sterkasta sem þeir áttu til. Ég er bara mjög ánægður með flest allt í dag.“ Jökull segist hafa haft trú á því að liðið gæti náð í Evrópusæti þegar hann tók við stjórnartaumunum en segir þó svo að það hafi verið erfitt markmið. „Fyrsta hugsunin mín var að við gætum farið á þennan stað á þessu tímabili. Auðvitað var það ekkert sjálfgefið en við endum í þriðja sæti, fimm stigum á undan næsta liði. Ég vissi alveg hvað bjó í þessu liði. Ég var ekki í nokkrum vafa um að við gætum komist í Evrópusæti þegar ég tók við, sérstaklega ef að fjórða sætið myndi gefa Evrópusæti eins og það gerði. Það breytir því ekki að ég er gríðarlega ánægður og stoltur af þessu liði.“ Spurður að því hvort hann yrði áfram í Garðabænum er svar Jökuls skýrt. „Ég verð 100 prósent áfram og hef engan áhuga á því að gera nokkuð annað en að vera hér og halda þessu áfram.“ En hvað þarf Stjarnan að gera fyrir næsta tímabil til að ná enn lengra? „Við þurfum að vinna í líkamlegu hlutunum og við þurfum að vinna í andlega þættinum og taktík. Þannig að það kemur úr öllum áttum það sem við þurfum að gera betur. Það verða mjög litlar breytingar á hópnum fyrir næsta ár og það verður vel valið inn í þennan hóp. Við viljum fá alvöru karaktera inn“ sagði Jökull að lokum. Besta deild karla Breiðablik Stjarnan Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Óskar Hrafn hættur störfum sem þjálfari Breiðabliks Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur tilkynnt starfslok sín hjá Breiðablik. Hann óskaði þess sjálfur að klára riðlakeppni Sambandsdeildarinnar með félaginu en var tilkynnt á föstudag að svo yrði ekki og hann myndi láta af störfum eftir leik Breiðabliks gegn Stjörnunni. 8. október 2023 16:33
Síðasti leikur Bestu deildar karla árið 2023 fór fram í dag þegar Breiðablik tók á móti Stjörnunni. Fyrir leik var Stjarnan í þriðja sæti deildarinnar með 43 stig á meðan Breiðablik var sæti neðar með 41 stig. Svo fór að lokum að Stjarnan vann 0-2 sigur og tryggði sér í leiðinni þriðja sætið í Bestu deildinni árið 2023. Leikurinn fór vel af stað og var Emil Atlason hársbreidd frá því að koma gestunum yfir strax á fjórðu mínútu leiksins þegar skot hans hafnaði í slánni. Hilmar Árni var í ákjósanlegu færi en ákvað í stað þess að skjóta að leggja boltann á Emil, spurning hvort þetta hafi verið meðvituð ákvörðun hjá honum til að hjálpa Emil að bæta markametið. Það var svo á 14. mínútu leiksins sem gestirnir komust yfir og þar var að verkum efnilegasti leikmaður deildarinnar, Eggert Aron Guðmundsson. Jóhann Árni Gunnarsson átti þá hornspyrnu sem Blikum tókst ekki að hreinsa nógu langt í burtu. Boltinn barst til Eggerts sem skaut að marki en boltinn hafði viðkomu í Viktori Erni Margeirssyni áður en hann hafnaði í netinu. Fyrir leik veitti Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, Eggerti verðlaun en hann var kosinn efnilegasti leikmaður deildarinnar af leikmönnum og þjálfurum. Stjarnan var áfram sterkari aðili leiksins og stýrði leiknum að mestu á meðan Blikar áttu í erfiðleikum með að skapa sér færi. Skömmu áður en flautað var til hálfleiks fékk Hilmar Árni sannkallað dauðafæri. Eggert Aron fékk fyrst tækifæri til að skora eftir að Helgi Fróði Ingason átti glæsilega sendingu á hann en Anton Ari, markvörður Breiðabliks, varði vel frá honum. Adolf Daði Birgisson náði hins vegar frákastinu og lagði boltann út á Hilmar Árna sem ætlaði að hamra boltann upp í þaknetið af stuttu færi en endaði á því að skjóta hátt yfir. Staðan því 0-1 fyrir gestina þegar flautað var til hálfleiks. Á 55. mínútu dró til tíðinda þegar títtnefndur Eggert Aron Guðmundsson skoraði stórglæsilegt mark. Eggert átti þá sprett frá eigin vallarhelmingi í gegnum alla vörn Breiðabliks sem endaði á því að hann vippaði glæsilega yfir Anton Ara. Ég hugsa að þetta mark gæti verði eitt af mörkum tímabilsins. Meira markvert gerðist ekki í leiknum og því lauk Bestu deildinni árið 2023 með 0-2 sigri Stjörnunnar á Breiðablik í leiknum sem stundum er kallaður Baráttan um Arnarneshæðina. Afhverju vann Stjarnan? Stjarnan var betra liðið í fyrri hálfleik og framan af seinni hálfleik. Blikar fóru illa að ráði sínu oft á tíðum enda fór liðið mjög illa með urmul færa. Hverjir stóðu upp úr? Eggert Aron Guðmundsson var yfirburða maður í dag og verðmiðinn á honum hækkaði bara eftir leikinn í dag. Sjálfstraustið lekur gjörsamlega af honum. Árni Snær var svo flottur í marki gestanna. Hvað gekk illa? Færanýting Breiðabliks var ekki góð í dag, hún var eiginlega bara mjög léleg. Þetta er ótrúlega undarlegt tímabil hjá Breiðablik og mér fannst vera stemmningsleysi á Kópavogsvelli í dag. Hvað gerist næst? Tímabilið er búið hjá Stjörnunni og ég hugsa að þeir séu nú bara ansi sáttir við niðurstöðuna sérstaklega eftir slæma byrjun. Breiðablik berst hins vegar áfram á fullu í Sambandsdeildinni þar sem liðið á næst útileik gegn belgíska liðinu Gent. Sá leikur fer fram 26. október og hefst klukkan 16:45. „Ég verð 100 prósent áfram og hef engan áhuga á því að gera nokkuð annað“ Jökull Elísabetarson á hliðarlínunni.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum ánægður með 0-2 sigur liðsins á Breiðablik í dag. Sigurinn tryggði Garðbæingum þriðja sætið í deildinni en liðið var á botni deildarinnar þegar Jökull tók við því snemma sumars. „Ég er mjög ánægður. Mér fannst þetta vera frábær leikur. Blikarnir áttu alveg sín móment líka og voru flottir. Þetta var mjög sterk frammistaða gegn þessu liði sem stillti upp því sterkasta sem þeir áttu til. Ég er bara mjög ánægður með flest allt í dag.“ Jökull segist hafa haft trú á því að liðið gæti náð í Evrópusæti þegar hann tók við stjórnartaumunum en segir þó svo að það hafi verið erfitt markmið. „Fyrsta hugsunin mín var að við gætum farið á þennan stað á þessu tímabili. Auðvitað var það ekkert sjálfgefið en við endum í þriðja sæti, fimm stigum á undan næsta liði. Ég vissi alveg hvað bjó í þessu liði. Ég var ekki í nokkrum vafa um að við gætum komist í Evrópusæti þegar ég tók við, sérstaklega ef að fjórða sætið myndi gefa Evrópusæti eins og það gerði. Það breytir því ekki að ég er gríðarlega ánægður og stoltur af þessu liði.“ Spurður að því hvort hann yrði áfram í Garðabænum er svar Jökuls skýrt. „Ég verð 100 prósent áfram og hef engan áhuga á því að gera nokkuð annað en að vera hér og halda þessu áfram.“ En hvað þarf Stjarnan að gera fyrir næsta tímabil til að ná enn lengra? „Við þurfum að vinna í líkamlegu hlutunum og við þurfum að vinna í andlega þættinum og taktík. Þannig að það kemur úr öllum áttum það sem við þurfum að gera betur. Það verða mjög litlar breytingar á hópnum fyrir næsta ár og það verður vel valið inn í þennan hóp. Við viljum fá alvöru karaktera inn“ sagði Jökull að lokum.
Besta deild karla Breiðablik Stjarnan Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Óskar Hrafn hættur störfum sem þjálfari Breiðabliks Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur tilkynnt starfslok sín hjá Breiðablik. Hann óskaði þess sjálfur að klára riðlakeppni Sambandsdeildarinnar með félaginu en var tilkynnt á föstudag að svo yrði ekki og hann myndi láta af störfum eftir leik Breiðabliks gegn Stjörnunni. 8. október 2023 16:33
Óskar Hrafn hættur störfum sem þjálfari Breiðabliks Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur tilkynnt starfslok sín hjá Breiðablik. Hann óskaði þess sjálfur að klára riðlakeppni Sambandsdeildarinnar með félaginu en var tilkynnt á föstudag að svo yrði ekki og hann myndi láta af störfum eftir leik Breiðabliks gegn Stjörnunni. 8. október 2023 16:33
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti