Frú Ragnheiður á ferðinni í 14 ár Sólveig Gísladóttir skrifar 6. október 2023 12:01 14 ár eru liðin síðan sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar keyrðu af stað á fyrstu vakt verkefnisins, en nafnið Frú Ragnheiður er til heiðurs Ragnheiðar Guðmundsdóttur, sem var ein af stofnendum kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Fyrstu árin fór starfsemin fram í hjólhýsi sem keyrði um götur höfuðborgarsvæðisins tvö kvöld í viku. Síðan þá hefur verkefnið stækkað ört en í dag er það starfrækt á þremur stöðum á landinu; höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og á Suðurnesjum. Hjólhýsið heyrir sögunni til en þjónustan er í dag rekin í sérútbúnum bílum þar sem sjálfboðaliðar standa vaktina sex kvöld vikunnar og þjónusta árlega um 700 manns. Skaðaminnkandi hugmyndafræði leggur áherslu á að mæta einstaklingum á þeim stað sem þau eru með bæði skilning og virðingu að leiðarljósi og veita notendamiðaða þjónustu. Þannig hafa þau sem nýta sér þjónustu Frú Ragnheiðar tekið þátt í þróun og mótun verkefnisins í gegnum árin. Frú Ragnheiður þjónustar bæði stóran og fjölbreyttan hóp þar sem flest eiga það sameiginlegt að kljást við þungan og flókinn vímuefnavanda og/eða heimilisleysi. Samfélagið hefur í gegnum árin átt erfitt með að horfast í augu við þá staðreynd að á litla Íslandi séu einstaklingar sem glíma við vanda sem þennan og hefur oft og tíðum lokað augum sínum gagnvart þeim og um leið ýtt hópnum út á jaðar samfélagsins. Hræðsla og fordómar virðast oft hafa fengið að stýra ferðinni en náungakærleikur og mannúð hafa orðið eftir eða gleymst — en flest þeirra sem leita til Frú Ragnheiðar tala reglulega um að upplifa sig sjaldan eða aldrei samþykkt af samfélaginu. Eitt meginmarkmið Frú Ragnheiðar hefur frá upphafi verið að fólk upplifi einmitt þennan náungakærleika og mannúð en það er magnað að heyra fólk tala um það traust og öryggi sem myndast hefur aftan í sendiferðabíl. Traust og öryggi sem byggt er á hlustun, skilningi og fordómalausu viðmóti sjálfboðaliða. Skaðaminnkun hefur hægt og rólega rutt sér til rúms, samfélagið um leið orðið skilningsríkara gagnvart stöðu þeirra einstaklinga sem glíma við vímuefnavanda og heimilisleysi og æ fleiri gera sér grein fyrir gagnsemi skaðaminnkandi nálgunar. Undanfarið hefur borið meira á að einstaklingar sem tilheyra þessum jaðarsetta hópi hafa stigið fram, látið í sér heyra og barist fyrir sínu plássi og tilverurétti. Að þeirra þörfum sé mætt og þau fái nauðsynlega þjónustu eins og önnur, þrátt fyrir vímuefnanotkun sína. Einstaklingar hafa stigið fram í fjölmiðlum og sýnt skýrt fram á það mikla úrræðaleysi sem þau standa frammi fyrir og þá einkum sára vöntun á starfandi neyslurými í landinu. Staðan í dag er nefnilega sú að þau sem glíma við heimilisleysi hafa í fá hús að venda yfir daginn og þar með engan öruggan stað til að vera á né stað til að nota vímuefnin sín. Þau neyðast til að berskjalda sig í almenningsrýmum og nota þar vímuefni í ótryggum og óhreinum aðstæðum. Líkt og í Frú Ragnheiði, þar sem notendamiðuð þjónusta og notendasamráð hefur verið haft að leiðarljósi í 14 ár, skulum við hlusta á rödd þeirra sem þurfa brýnast á þjónustunni að halda og opna staðbundið, varanlegt neyslurými sem allra fyrst. Við hlökkum til að þróa skaðaminnkandi þjónustu enn frekar á komandi árum og þökkum um leið það traust sem notendur þjónustu Frú Ragnheiðar hafa sýnt okkur daglega síðastliðin 14 ár. Sjálfboðaliðum verkefnisins þökkum við sérstaklega fyrir að standa alltaf vaktina og samfélaginu fyrir ómetanlegan stuðning. Bjartsýn lítum við fram á veginn og á komandi ár. Áfram skaðaminnkun! Höfundur er verkefnastýra í Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins á Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
14 ár eru liðin síðan sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar keyrðu af stað á fyrstu vakt verkefnisins, en nafnið Frú Ragnheiður er til heiðurs Ragnheiðar Guðmundsdóttur, sem var ein af stofnendum kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Fyrstu árin fór starfsemin fram í hjólhýsi sem keyrði um götur höfuðborgarsvæðisins tvö kvöld í viku. Síðan þá hefur verkefnið stækkað ört en í dag er það starfrækt á þremur stöðum á landinu; höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og á Suðurnesjum. Hjólhýsið heyrir sögunni til en þjónustan er í dag rekin í sérútbúnum bílum þar sem sjálfboðaliðar standa vaktina sex kvöld vikunnar og þjónusta árlega um 700 manns. Skaðaminnkandi hugmyndafræði leggur áherslu á að mæta einstaklingum á þeim stað sem þau eru með bæði skilning og virðingu að leiðarljósi og veita notendamiðaða þjónustu. Þannig hafa þau sem nýta sér þjónustu Frú Ragnheiðar tekið þátt í þróun og mótun verkefnisins í gegnum árin. Frú Ragnheiður þjónustar bæði stóran og fjölbreyttan hóp þar sem flest eiga það sameiginlegt að kljást við þungan og flókinn vímuefnavanda og/eða heimilisleysi. Samfélagið hefur í gegnum árin átt erfitt með að horfast í augu við þá staðreynd að á litla Íslandi séu einstaklingar sem glíma við vanda sem þennan og hefur oft og tíðum lokað augum sínum gagnvart þeim og um leið ýtt hópnum út á jaðar samfélagsins. Hræðsla og fordómar virðast oft hafa fengið að stýra ferðinni en náungakærleikur og mannúð hafa orðið eftir eða gleymst — en flest þeirra sem leita til Frú Ragnheiðar tala reglulega um að upplifa sig sjaldan eða aldrei samþykkt af samfélaginu. Eitt meginmarkmið Frú Ragnheiðar hefur frá upphafi verið að fólk upplifi einmitt þennan náungakærleika og mannúð en það er magnað að heyra fólk tala um það traust og öryggi sem myndast hefur aftan í sendiferðabíl. Traust og öryggi sem byggt er á hlustun, skilningi og fordómalausu viðmóti sjálfboðaliða. Skaðaminnkun hefur hægt og rólega rutt sér til rúms, samfélagið um leið orðið skilningsríkara gagnvart stöðu þeirra einstaklinga sem glíma við vímuefnavanda og heimilisleysi og æ fleiri gera sér grein fyrir gagnsemi skaðaminnkandi nálgunar. Undanfarið hefur borið meira á að einstaklingar sem tilheyra þessum jaðarsetta hópi hafa stigið fram, látið í sér heyra og barist fyrir sínu plássi og tilverurétti. Að þeirra þörfum sé mætt og þau fái nauðsynlega þjónustu eins og önnur, þrátt fyrir vímuefnanotkun sína. Einstaklingar hafa stigið fram í fjölmiðlum og sýnt skýrt fram á það mikla úrræðaleysi sem þau standa frammi fyrir og þá einkum sára vöntun á starfandi neyslurými í landinu. Staðan í dag er nefnilega sú að þau sem glíma við heimilisleysi hafa í fá hús að venda yfir daginn og þar með engan öruggan stað til að vera á né stað til að nota vímuefnin sín. Þau neyðast til að berskjalda sig í almenningsrýmum og nota þar vímuefni í ótryggum og óhreinum aðstæðum. Líkt og í Frú Ragnheiði, þar sem notendamiðuð þjónusta og notendasamráð hefur verið haft að leiðarljósi í 14 ár, skulum við hlusta á rödd þeirra sem þurfa brýnast á þjónustunni að halda og opna staðbundið, varanlegt neyslurými sem allra fyrst. Við hlökkum til að þróa skaðaminnkandi þjónustu enn frekar á komandi árum og þökkum um leið það traust sem notendur þjónustu Frú Ragnheiðar hafa sýnt okkur daglega síðastliðin 14 ár. Sjálfboðaliðum verkefnisins þökkum við sérstaklega fyrir að standa alltaf vaktina og samfélaginu fyrir ómetanlegan stuðning. Bjartsýn lítum við fram á veginn og á komandi ár. Áfram skaðaminnkun! Höfundur er verkefnastýra í Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins á Íslands.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar