Hörðustu Njarðvíkingar horfa til sameiningar við Keflavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2023 08:31 Dominykas Milka verður í Njarðvíkurbúning í vetur en hann hefur spilað síðustu fjögur ár með Keflavík. Hér er hann í leik á móti Njarðvík. Vísir/Vilhelm Keflavík og Njarðvík eiga tvö af sigursælustu körfuboltafélögum landsins og viðureignir liðanna eru tveir af hápunktum hvers tímabils. Þess vegna vekja vangaveltur frá fyrrum formanni körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur athygli. Eigum við að sameina íþróttafélögin í Reykjanesbæ í körfuknattleik? Þannig spyr Gunnar Örlygsson, fyrrum leikmaður og formaður hjá Njarðvík, á fésbókarsíðu sinni í gærkvöldi og þar sækist hann eftir því að heyra skoðun fleira fólks í samfélaginu. Gunnar veit auðvitað að hann er að snerta á miklu hitamáli enda að velta fyrir sér að sameina mikla erkifjendur. Gunnar vill fá fram umræðu og setur hana af stað með rökum með og á móti. Hann kemur með mjög mörg rök með þessu en listin yfir rökin á móti er ekki langur. Þar er náttúrulega efst á blaði að sagan er mikil hjá báðum klúbbum og að þetta sé mikið tilfinningamál. Sama fólkið sem beri hitann og þungann „Þetta er eitthvað sem mikilvægt er að ræða, sérstaklega ef tekið er mið af álagi á sjálfboðaliða, mikið til sama fólkið ár eftir ár sem ber hitann og þungan af þessu mikla starfi,“ skrifar Gunnar. Hann segir að rökin með þessu sé að eitt félag í meistaraflokki gæti orðið öflugra og hugsanlega náð betri árangri en það eru fimmtán ár síðan Keflavík varð Íslandsmeistari og sautján ár síðan Njarðvík varð Íslandsmeistari. Hann segir líka að það væri auðveldari rekstur með eitt lið og að félögin væru ekki lengur að berjast um styrki hjá sömu aðilum í bæjarfélaginu. Teitur líka heitur fyrir sameiningu Gunnar nýtur stuðnings systkina sinna sem þekkja hvern krók og kima í körfuboltanum í Njarðvík. Teitur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður, þjálfari og leikmaður, sér tækifæri í sameiningu. Bæði hvað varðar yngra flokka starfið og meistaraflokka. Innlegg hans í umræðuna er hér að neðan. Hvað finnst Teiti? Þetta er mjög viðkvæmt málefni sem margir hafa verið að ræða síðasta árið. Mjög gott að það sé opinbert. Ég var afskaplega heppinn að alast upp og eiga mín bestu ár þegar NJA/KEF voru bæði uppá sitt besta. Ógleymanlegir sigrar og síðan sorgir þegar Kef vann okkur í Nja. Ég er hræddur um að í þessu umhverfi í dag gerist það aldrei aftur. Ég spilaði allan minn feril með UMFN og er stoltur af því en veit ekki hvort það hefði það verið raunin í dag. Hefði ég tekið aðra ákvörðun sem væri best fyrir mig og mína í dag, nú þegar vinsældir og fjármagn er búið að margfaldast? Já, gamla rómantíkin er búin, því miður segja sumir. Ég er búinn að lifa í þessu umhverfi í áratugi, hef séð þetta breytast/þróast frá öllum hliðum. Það sem hræðir mig mest er að í dag eigum við ekki möguleika á að halda í okkar besta fólk, hvort sem það eru leikmenn að koma heim út atvinnumennsku eða jafnvel á leið þangað. Við erum ekki með bolmagn í það. Mér finnst ekkert skemmtilegra eins og flestum öðrum að strákar sem koma í gegnum okkar system spili stór hlutverk í meistaraflokk. Staðan er núna þannig að þeir bestu fá ágætlega borgað fyrir að spila körfubolta og fótbolta, það er ekkert að fara breytast, samkeppnin vex bara. Hafið það hugfast að nú er þetta svo brothætt umhverfi að ef nokkrir sjálboðaliðar/styrktaraðilar féllu út þá væru bæði félögin komin í neðri deildir um leið. Takk fyrir ykkur sem haldið þessu gangandi í dag. Þessa umræðu verður að taka og vanda sig vel. Upphrópanir eru óþarfar. Ef þetta er gert vel gæti þetta orðið frábær upplyfting fyrir íþróttir í Reykjanesbæ. Fyrir meistaraflokk og allt sérstaklega yngriflokkastarf. Félag í fremstu röð. Þannig sé ég þetta, sem mögulegt tækifæri. Kristín Örlygsdóttir, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Njarðvíkur til síðustu fjögurra ára, er komin á sameiningarvagninn. „Rekstrarlegrir þættir vega þyngst og mikil ábyrgð hvílir á þeim sjálfboðaliðum sem standa vaktina er kemur að fjárhagslegu hliðinni. Til að börn og ungmenni vilji æfa íþróttina þá þarf að vera öflugt Mfl lið á því er enginn vafi. Ég tel að öll umgjörð um starfið sama hvar stigið er niður yrði miklu fagmannlegra og markvissara, öllum aldurshópum til heilla,“ segir Kristín. Verður ÍRB aftur að veruleika? Keflavík og Njarðvík hafa keppt undir sömu merkjum því liðin tóku þátt í Evrópukeppninni í kringum aldarmótin og léku þá undir merkjum ÍRB eða Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar. Það verður fróðlegt að vita hvort umræðan um sameiningu félaganna fari eitthvað lengra. Liðin unnu bæði leiki sína í fyrstu umferð Subway deildar karla í gær og stuðningsmenn Keflavíkur og Njarðvíkur ættu því að vera kátir með þá byrjun. Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Sjá meira
Eigum við að sameina íþróttafélögin í Reykjanesbæ í körfuknattleik? Þannig spyr Gunnar Örlygsson, fyrrum leikmaður og formaður hjá Njarðvík, á fésbókarsíðu sinni í gærkvöldi og þar sækist hann eftir því að heyra skoðun fleira fólks í samfélaginu. Gunnar veit auðvitað að hann er að snerta á miklu hitamáli enda að velta fyrir sér að sameina mikla erkifjendur. Gunnar vill fá fram umræðu og setur hana af stað með rökum með og á móti. Hann kemur með mjög mörg rök með þessu en listin yfir rökin á móti er ekki langur. Þar er náttúrulega efst á blaði að sagan er mikil hjá báðum klúbbum og að þetta sé mikið tilfinningamál. Sama fólkið sem beri hitann og þungann „Þetta er eitthvað sem mikilvægt er að ræða, sérstaklega ef tekið er mið af álagi á sjálfboðaliða, mikið til sama fólkið ár eftir ár sem ber hitann og þungan af þessu mikla starfi,“ skrifar Gunnar. Hann segir að rökin með þessu sé að eitt félag í meistaraflokki gæti orðið öflugra og hugsanlega náð betri árangri en það eru fimmtán ár síðan Keflavík varð Íslandsmeistari og sautján ár síðan Njarðvík varð Íslandsmeistari. Hann segir líka að það væri auðveldari rekstur með eitt lið og að félögin væru ekki lengur að berjast um styrki hjá sömu aðilum í bæjarfélaginu. Teitur líka heitur fyrir sameiningu Gunnar nýtur stuðnings systkina sinna sem þekkja hvern krók og kima í körfuboltanum í Njarðvík. Teitur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður, þjálfari og leikmaður, sér tækifæri í sameiningu. Bæði hvað varðar yngra flokka starfið og meistaraflokka. Innlegg hans í umræðuna er hér að neðan. Hvað finnst Teiti? Þetta er mjög viðkvæmt málefni sem margir hafa verið að ræða síðasta árið. Mjög gott að það sé opinbert. Ég var afskaplega heppinn að alast upp og eiga mín bestu ár þegar NJA/KEF voru bæði uppá sitt besta. Ógleymanlegir sigrar og síðan sorgir þegar Kef vann okkur í Nja. Ég er hræddur um að í þessu umhverfi í dag gerist það aldrei aftur. Ég spilaði allan minn feril með UMFN og er stoltur af því en veit ekki hvort það hefði það verið raunin í dag. Hefði ég tekið aðra ákvörðun sem væri best fyrir mig og mína í dag, nú þegar vinsældir og fjármagn er búið að margfaldast? Já, gamla rómantíkin er búin, því miður segja sumir. Ég er búinn að lifa í þessu umhverfi í áratugi, hef séð þetta breytast/þróast frá öllum hliðum. Það sem hræðir mig mest er að í dag eigum við ekki möguleika á að halda í okkar besta fólk, hvort sem það eru leikmenn að koma heim út atvinnumennsku eða jafnvel á leið þangað. Við erum ekki með bolmagn í það. Mér finnst ekkert skemmtilegra eins og flestum öðrum að strákar sem koma í gegnum okkar system spili stór hlutverk í meistaraflokk. Staðan er núna þannig að þeir bestu fá ágætlega borgað fyrir að spila körfubolta og fótbolta, það er ekkert að fara breytast, samkeppnin vex bara. Hafið það hugfast að nú er þetta svo brothætt umhverfi að ef nokkrir sjálboðaliðar/styrktaraðilar féllu út þá væru bæði félögin komin í neðri deildir um leið. Takk fyrir ykkur sem haldið þessu gangandi í dag. Þessa umræðu verður að taka og vanda sig vel. Upphrópanir eru óþarfar. Ef þetta er gert vel gæti þetta orðið frábær upplyfting fyrir íþróttir í Reykjanesbæ. Fyrir meistaraflokk og allt sérstaklega yngriflokkastarf. Félag í fremstu röð. Þannig sé ég þetta, sem mögulegt tækifæri. Kristín Örlygsdóttir, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Njarðvíkur til síðustu fjögurra ára, er komin á sameiningarvagninn. „Rekstrarlegrir þættir vega þyngst og mikil ábyrgð hvílir á þeim sjálfboðaliðum sem standa vaktina er kemur að fjárhagslegu hliðinni. Til að börn og ungmenni vilji æfa íþróttina þá þarf að vera öflugt Mfl lið á því er enginn vafi. Ég tel að öll umgjörð um starfið sama hvar stigið er niður yrði miklu fagmannlegra og markvissara, öllum aldurshópum til heilla,“ segir Kristín. Verður ÍRB aftur að veruleika? Keflavík og Njarðvík hafa keppt undir sömu merkjum því liðin tóku þátt í Evrópukeppninni í kringum aldarmótin og léku þá undir merkjum ÍRB eða Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar. Það verður fróðlegt að vita hvort umræðan um sameiningu félaganna fari eitthvað lengra. Liðin unnu bæði leiki sína í fyrstu umferð Subway deildar karla í gær og stuðningsmenn Keflavíkur og Njarðvíkur ættu því að vera kátir með þá byrjun.
Hvað finnst Teiti? Þetta er mjög viðkvæmt málefni sem margir hafa verið að ræða síðasta árið. Mjög gott að það sé opinbert. Ég var afskaplega heppinn að alast upp og eiga mín bestu ár þegar NJA/KEF voru bæði uppá sitt besta. Ógleymanlegir sigrar og síðan sorgir þegar Kef vann okkur í Nja. Ég er hræddur um að í þessu umhverfi í dag gerist það aldrei aftur. Ég spilaði allan minn feril með UMFN og er stoltur af því en veit ekki hvort það hefði það verið raunin í dag. Hefði ég tekið aðra ákvörðun sem væri best fyrir mig og mína í dag, nú þegar vinsældir og fjármagn er búið að margfaldast? Já, gamla rómantíkin er búin, því miður segja sumir. Ég er búinn að lifa í þessu umhverfi í áratugi, hef séð þetta breytast/þróast frá öllum hliðum. Það sem hræðir mig mest er að í dag eigum við ekki möguleika á að halda í okkar besta fólk, hvort sem það eru leikmenn að koma heim út atvinnumennsku eða jafnvel á leið þangað. Við erum ekki með bolmagn í það. Mér finnst ekkert skemmtilegra eins og flestum öðrum að strákar sem koma í gegnum okkar system spili stór hlutverk í meistaraflokk. Staðan er núna þannig að þeir bestu fá ágætlega borgað fyrir að spila körfubolta og fótbolta, það er ekkert að fara breytast, samkeppnin vex bara. Hafið það hugfast að nú er þetta svo brothætt umhverfi að ef nokkrir sjálboðaliðar/styrktaraðilar féllu út þá væru bæði félögin komin í neðri deildir um leið. Takk fyrir ykkur sem haldið þessu gangandi í dag. Þessa umræðu verður að taka og vanda sig vel. Upphrópanir eru óþarfar. Ef þetta er gert vel gæti þetta orðið frábær upplyfting fyrir íþróttir í Reykjanesbæ. Fyrir meistaraflokk og allt sérstaklega yngriflokkastarf. Félag í fremstu röð. Þannig sé ég þetta, sem mögulegt tækifæri.
Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Sjá meira