Sýna fram á mikilvægi námslánakerfisins með minjasýningu Árni Sæberg og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 5. október 2023 22:42 Kolbrún Halldórsdóttir og Alexandra Ýr van Erven standa að sýningunni. Stöð 2 Bandalag háskólamanna og Landssamtök íslenskra stúdenta hafa tekið höndum saman og opnað sýninguna Mennt var máttur. Sýningunni er ætlað að sýna fram á mikilvægi námslánakerfisins. Á sýningunni er hægt að skoða minjar um týnd tímabil íslenskrar menntasögu. Þannig geta gestir skoðað námslánarisaeðluna, síðasta drenginn sem gat lesið sér til gagns og skuldaloftsteininn sem tortímdi fjölda námsgreina og skildi eftir sig slóð stórskuldugra námsmanna. Sýningin var opnuð í Safnahúsinu á Hverfisgötu í dag og fréttastofa kíkti í heimsókn. „Það sem við erum í rauninni að gera hérna er að við erum að draga upp mynd af því hvert íslenskt samfélag gæti stefnt ef íslensk stjórnvöld fara ekki að taka því alvarlega að fjármagna námslánakerfið almennilega. Því það að stúdentar komist í gegnum nám er auðvitað grunnforsenda þess að við verðum með háskólastéttir hérna í framtíðinni,“ segir Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Hápólitískt mál Alexandra Ýr segir málið hápólitískt. Það snúist í grunninn um það að námslánakerfið sé jöfnunartól sem eigi að tryggja það að hver sem það kýs geti sótt sér menntun. „Svo er þetta auðvitað bara hagstjórn, þetta er fjárfestingartól. Þetta snýst um það að íslensk stjórnvöld ættu að fjárfesta í mannauðnum sínum.“ Þrjú prósent stúdenta þurfa að neita sér um mat heilan dag Á sýningunni má meðal annars sjá tóman disk og tómt glas, sem aðstandendur sýningarinnar segja táknræn fyrir stöðu stúdenta. „Við sjáum það í könnunum að þrjú prósent stúdenta hafa orðið að neita sér um mat í heilan dag og það segir sína sögu um framfærslu, þörfina á framfærslu, betri og aukinni framfærslu,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM. Hún segir að sýningin sé samstarfsverkefni BHM og LÍS þar sem málið sé vinnumarkaðsmál. „Við sjáum það á þessum spjöldum sem hér eru til sýnis, að við erum auðugt land með óvenjulágt menntunarstig. Það kemur í ljós í könnunum að 24 prósent Íslendinga sem eru á aldrinum 25 ára til 64 ára hafa einungis grunnskólamenntun. Og það er miklu, miklu hærra hlutfall heldur en í löndunum í kringum okkur.“ Skóla - og menntamál Háskólar Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Á sýningunni er hægt að skoða minjar um týnd tímabil íslenskrar menntasögu. Þannig geta gestir skoðað námslánarisaeðluna, síðasta drenginn sem gat lesið sér til gagns og skuldaloftsteininn sem tortímdi fjölda námsgreina og skildi eftir sig slóð stórskuldugra námsmanna. Sýningin var opnuð í Safnahúsinu á Hverfisgötu í dag og fréttastofa kíkti í heimsókn. „Það sem við erum í rauninni að gera hérna er að við erum að draga upp mynd af því hvert íslenskt samfélag gæti stefnt ef íslensk stjórnvöld fara ekki að taka því alvarlega að fjármagna námslánakerfið almennilega. Því það að stúdentar komist í gegnum nám er auðvitað grunnforsenda þess að við verðum með háskólastéttir hérna í framtíðinni,“ segir Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Hápólitískt mál Alexandra Ýr segir málið hápólitískt. Það snúist í grunninn um það að námslánakerfið sé jöfnunartól sem eigi að tryggja það að hver sem það kýs geti sótt sér menntun. „Svo er þetta auðvitað bara hagstjórn, þetta er fjárfestingartól. Þetta snýst um það að íslensk stjórnvöld ættu að fjárfesta í mannauðnum sínum.“ Þrjú prósent stúdenta þurfa að neita sér um mat heilan dag Á sýningunni má meðal annars sjá tóman disk og tómt glas, sem aðstandendur sýningarinnar segja táknræn fyrir stöðu stúdenta. „Við sjáum það í könnunum að þrjú prósent stúdenta hafa orðið að neita sér um mat í heilan dag og það segir sína sögu um framfærslu, þörfina á framfærslu, betri og aukinni framfærslu,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM. Hún segir að sýningin sé samstarfsverkefni BHM og LÍS þar sem málið sé vinnumarkaðsmál. „Við sjáum það á þessum spjöldum sem hér eru til sýnis, að við erum auðugt land með óvenjulágt menntunarstig. Það kemur í ljós í könnunum að 24 prósent Íslendinga sem eru á aldrinum 25 ára til 64 ára hafa einungis grunnskólamenntun. Og það er miklu, miklu hærra hlutfall heldur en í löndunum í kringum okkur.“
Skóla - og menntamál Háskólar Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira