Svandís harðorð um varðstöðu Moggans með leyndarhyggju í sjávarútvegi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. október 2023 17:01 Svandís Svavarsdóttir er harðorð í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. vísir/arnar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skýtur föstum skotum að ritstjórn Morgunblaðsins í pistli sem birtist í blaðinu í morgun. Segir hún eigendur blaðsins, að stærstum hluta stórfyrirtæki í sjávarútvegi, nú þétta raðirnar vegna frumvarps hennar sem er ætlað að auka gagnsæi í greininni. Í pistlinum bendir Svandís á niðurstöður viðhorfskönnunar sem unnin var samhliða stefnumótunarverkefninu Auðlindin okkar. Þar kom í ljós að sex sinnum fleiri telja sjávarútveg spilltan en telja hann heiðarlegan. „Það er alvarlegt,“ skrifar Svandís. „Til að bregðast við þessu og stuðla að sátt verður ráðist í gerð frumvarps að heildarlögum um sjávarútveg og einn kaflinn látinn fjalla sérstaklega um gagnsæi í greininni. Með lögum verði sköpuð skilyrði til að bæta skráningu og tryggja að stjórnunar- og eignatengsl í greininni liggi fyrir jafnharðan og þau verða til.“ Þá beinast spjót hennar að Morgunblaðinu: „Ritstjórn Morgunblaðsins telur gagnsæi greinilega svo mikla ógn við fjársterka aðila að bregðast þurfi af afli við áformum stjórnvalda um að varpa skýru ljósi á sjávarútveginn. Eigendur blaðsins, að stærstum hluta stórfyrirtæki í sjávarútvegi, þétta raðirnar og pólitísk öfl úr þeim ranni láta til sín taka.“ Vantraustið óásættanlegt Vísir fjallaði um það í dag að samstarfsfélagi Svandísar í ríkisstjórninni, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hefði skotið föstum skotum á Svandísi í ávarpi á Sjávarútvegsdeginum í Hörpu. Nefndi hún ýmis þrætuepli innan greinarinnar og sagði Svandísi samnefnarann yfir þau öll. Þess ber að geta að faðir Áslaugar, Sigurbjörn Magnússon, er stjórnarformaður Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Í pistlinum segir Svandís ljóst að aukið gagnsæi innan sjávarútvegsins hljóti að vera til góðs. Vantraust almennings í garð sjávarútvegsins sé óásættanlegt, bæði fyrir stjórnvöld og greinina sjálfa. „Varðstöðu greinarinnar, stjórnmálafólks og Morgunblaðsins um leynd verður að linna til þess að sjávarútvegurinn fái að njóta sannmælis og forsendur skapist fyrir aukinni sátt,“ skrifar Svandís og segir að þeir sem haldi því fram að almenningur viti ekki nóg um sjávarútveg skili umræðunni ekkert áfram. Í frumvarpinu, sem er í smíðum í matvælaráðuneytinu, muni athyglinni vera beint að því sem þurfi að lagfæra en engar kollsteypur séu í farvatninu. „Gagnsæi er þar grundvallarforsenda samfélagslegrar sáttar um sjávarútvegsmál. Sérhagsmunir einstakra útgerðaraðila eða talsmanna þeirra ættu aldrei að yfirskyggja hagsmuni almennings, hvorki á síðum Morgunblaðsins né í almennri umræðu. Stöndum saman um góða vinnu að gagnsæi og látum ekki gamalt afturhald slá okkur út af laginu.“ Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Í pistlinum bendir Svandís á niðurstöður viðhorfskönnunar sem unnin var samhliða stefnumótunarverkefninu Auðlindin okkar. Þar kom í ljós að sex sinnum fleiri telja sjávarútveg spilltan en telja hann heiðarlegan. „Það er alvarlegt,“ skrifar Svandís. „Til að bregðast við þessu og stuðla að sátt verður ráðist í gerð frumvarps að heildarlögum um sjávarútveg og einn kaflinn látinn fjalla sérstaklega um gagnsæi í greininni. Með lögum verði sköpuð skilyrði til að bæta skráningu og tryggja að stjórnunar- og eignatengsl í greininni liggi fyrir jafnharðan og þau verða til.“ Þá beinast spjót hennar að Morgunblaðinu: „Ritstjórn Morgunblaðsins telur gagnsæi greinilega svo mikla ógn við fjársterka aðila að bregðast þurfi af afli við áformum stjórnvalda um að varpa skýru ljósi á sjávarútveginn. Eigendur blaðsins, að stærstum hluta stórfyrirtæki í sjávarútvegi, þétta raðirnar og pólitísk öfl úr þeim ranni láta til sín taka.“ Vantraustið óásættanlegt Vísir fjallaði um það í dag að samstarfsfélagi Svandísar í ríkisstjórninni, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hefði skotið föstum skotum á Svandísi í ávarpi á Sjávarútvegsdeginum í Hörpu. Nefndi hún ýmis þrætuepli innan greinarinnar og sagði Svandísi samnefnarann yfir þau öll. Þess ber að geta að faðir Áslaugar, Sigurbjörn Magnússon, er stjórnarformaður Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Í pistlinum segir Svandís ljóst að aukið gagnsæi innan sjávarútvegsins hljóti að vera til góðs. Vantraust almennings í garð sjávarútvegsins sé óásættanlegt, bæði fyrir stjórnvöld og greinina sjálfa. „Varðstöðu greinarinnar, stjórnmálafólks og Morgunblaðsins um leynd verður að linna til þess að sjávarútvegurinn fái að njóta sannmælis og forsendur skapist fyrir aukinni sátt,“ skrifar Svandís og segir að þeir sem haldi því fram að almenningur viti ekki nóg um sjávarútveg skili umræðunni ekkert áfram. Í frumvarpinu, sem er í smíðum í matvælaráðuneytinu, muni athyglinni vera beint að því sem þurfi að lagfæra en engar kollsteypur séu í farvatninu. „Gagnsæi er þar grundvallarforsenda samfélagslegrar sáttar um sjávarútvegsmál. Sérhagsmunir einstakra útgerðaraðila eða talsmanna þeirra ættu aldrei að yfirskyggja hagsmuni almennings, hvorki á síðum Morgunblaðsins né í almennri umræðu. Stöndum saman um góða vinnu að gagnsæi og látum ekki gamalt afturhald slá okkur út af laginu.“
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira