Ráðleggja sýklalyf eftir óvarið kynlíf til að draga úr kynsjúkdómasmitum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. október 2023 16:13 Notkun doxycycline eftir óvarið kynlíf leiddi til 90 prósent fækkunar á klamydíu- og sárasóttarsmitum og 55 prósent fækkun á tilfellum lekanda. Getty Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur ákveðið að mæla með því að samkynhneigðir og tvíkynhneigðir karlmenn og trans konur taki sýklalyfið doxycycline eftir að hafa stundað óvarið kynlíf, til að draga úr líkum á kynsjúkdómasmiti. Kynsjúkdómasmitum hefur farið fjölgandi í Bandaríkjunum og víðar, meðal annars á Íslandi en árið 2021 greindust 1,6 milljónir manna með klamydíu, 700 þúsund með lekanda og 177 þúsund með sárasótt. Lekandagreiningum hefur fjölgað um 117 prósent frá því að þær voru fæstar árið 2009 og sárasótt var næstum horfin í Bandaríkjunum fyrir um 20 árum en greiningum hennar hefur fjölgað um 74 prósent frá 2017. Kynsjúkdómana þrjá má alla rekja til bakteríusýkinga. Ákvörðun CDC byggir á rannsóknum sem sýna að einn skammtur af doxycyline, sem tekinn er innan við 72 tímum frá óvörðum kynmökum, getur dregið verulega úr líkunum á kynsjúkdómasmiti. Niðurstöðurnar þykja óyggjandi og hafa heilbrigðisstofnanir í San Francisco boðið upp á úrræðið í nokkra mánuði. Ferlið hefur verið þannig að einstaklingar fá afhent einhvern fjölda af töflum, með þeim leiðbeiningum um að taka eina innan þriggja daga frá óvörðu kynlífi. Pleased to announce the draft guidelines for doxycycline (doxy) as post-exposure prophylaxis (PEP) for STIs. #HCPs & members of communities heavily affected by #STIs, share your input https://t.co/q6NSGWuuL4Here are 5 reasons why the U.S. needs #doxyPEP guidance (1/6): pic.twitter.com/HBMvK8MlM5— Dr. Jono Mermin (@DrMerminCDC) October 2, 2023 Sérfræðingar hafa hins vegar bent á tvennt sem þarf að skoða í þessu samhengi; annars vegar það að tíðni smita er hæst meðal svartra og frumbyggja óháð kynhneigð og hins vegar að aukin sýklalyfjanotkun kann að stuðla að auknu sýklalyfjaónæmi. Samkvæmt umfjöllun New York Times hefur doxycycline verið notað í marga áratugi og fátt bendir til þess að bakteríur hafi myndað ónæmi gegn lyfinu. Sárasóttar- og klamydíubakteríur verða sjaldan ónæmar yfir höfuð en fleiri spurningar eru uppi varðandi bakteríuna sem veldur lekanda, sem hefur myndað ónæmi gegn fjölda sýklalyfja. Sérfræðingar segja aukið ónæmi munu velta á því hversu margir taka sýklalyfið í forvarnarskyni og hversu oft en á sumum svæðum, til að mynda í Mexíkó, hefur ofnotkun sýklalyfja leitt til fleiri tilvika sýklalyfjaónæmra baktería. Til greina kemur að útvíkka ráðleggingarnar til fleiri en samkynhneigra og tvíkynhneigðra karlmanna og trans kvenna ef rannsóknir leiða í ljós árangur hjá öðrum hópum. Bandaríkin Heilbrigðismál Kynlíf Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Kynsjúkdómasmitum hefur farið fjölgandi í Bandaríkjunum og víðar, meðal annars á Íslandi en árið 2021 greindust 1,6 milljónir manna með klamydíu, 700 þúsund með lekanda og 177 þúsund með sárasótt. Lekandagreiningum hefur fjölgað um 117 prósent frá því að þær voru fæstar árið 2009 og sárasótt var næstum horfin í Bandaríkjunum fyrir um 20 árum en greiningum hennar hefur fjölgað um 74 prósent frá 2017. Kynsjúkdómana þrjá má alla rekja til bakteríusýkinga. Ákvörðun CDC byggir á rannsóknum sem sýna að einn skammtur af doxycyline, sem tekinn er innan við 72 tímum frá óvörðum kynmökum, getur dregið verulega úr líkunum á kynsjúkdómasmiti. Niðurstöðurnar þykja óyggjandi og hafa heilbrigðisstofnanir í San Francisco boðið upp á úrræðið í nokkra mánuði. Ferlið hefur verið þannig að einstaklingar fá afhent einhvern fjölda af töflum, með þeim leiðbeiningum um að taka eina innan þriggja daga frá óvörðu kynlífi. Pleased to announce the draft guidelines for doxycycline (doxy) as post-exposure prophylaxis (PEP) for STIs. #HCPs & members of communities heavily affected by #STIs, share your input https://t.co/q6NSGWuuL4Here are 5 reasons why the U.S. needs #doxyPEP guidance (1/6): pic.twitter.com/HBMvK8MlM5— Dr. Jono Mermin (@DrMerminCDC) October 2, 2023 Sérfræðingar hafa hins vegar bent á tvennt sem þarf að skoða í þessu samhengi; annars vegar það að tíðni smita er hæst meðal svartra og frumbyggja óháð kynhneigð og hins vegar að aukin sýklalyfjanotkun kann að stuðla að auknu sýklalyfjaónæmi. Samkvæmt umfjöllun New York Times hefur doxycycline verið notað í marga áratugi og fátt bendir til þess að bakteríur hafi myndað ónæmi gegn lyfinu. Sárasóttar- og klamydíubakteríur verða sjaldan ónæmar yfir höfuð en fleiri spurningar eru uppi varðandi bakteríuna sem veldur lekanda, sem hefur myndað ónæmi gegn fjölda sýklalyfja. Sérfræðingar segja aukið ónæmi munu velta á því hversu margir taka sýklalyfið í forvarnarskyni og hversu oft en á sumum svæðum, til að mynda í Mexíkó, hefur ofnotkun sýklalyfja leitt til fleiri tilvika sýklalyfjaónæmra baktería. Til greina kemur að útvíkka ráðleggingarnar til fleiri en samkynhneigra og tvíkynhneigðra karlmanna og trans kvenna ef rannsóknir leiða í ljós árangur hjá öðrum hópum.
Bandaríkin Heilbrigðismál Kynlíf Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira