Til hamingju kennarar! Jónína Hauksdóttir skrifar 5. október 2023 09:00 Í dag, fimmtudaginn 5. október, fögnum við Alþjóðadegi kennara og því er full ástæða til að óska kennurum um land allt til hamingju með daginn, í þeirri trú að þeir eigi góðan dag með nemendum og samstarfsfólki sínu í dag líkt og aðra daga. Í starfi þar sem kennarar gera sitt besta á hverjum degi við að mennta og móta bæði huga og hjörtu barna og ungmenna. Það er mikilvægt að efla vitund samfélagsins sem við búum í um mikilvægi kennarastarfsins. Við kennarar erum best til þess fallin því við höfum menntað okkur til að geta sem best sinnt starfi kennarans með sérfræðiþekkingu okkar og fagmennsku. Starf kennarans er mikilvægt og það hefur áhrif á samfélagið á margvíslegan hátt. Hlutverk kennara er ekki eingöngu að kenna ákveðna þekkingu og færni heldur einnig að stuðla að almennum þroska, félagsfærni og sjálfstrausti barna og ungmenna. Kennarar hafaáhrif á menningu, gildi og viðhorf í samfélaginu, meðal annars með því að vera fyrirmyndir og með því að vekja áhuga nemenda sinna á því samfélagi sem við búum í. Skýrt kemur fram í skólastefnu Kennarasambandsins að við kennarar höfum lykilhlutverki að gegna við þróun og mótun skóla og menntunar. Við búum yfir víðtækri sérfræðiþekkingu og reynslu á sviði kennslu, miðlunar og menntunar sem við eigum að miðla innan skólans sem utan; til nemenda, foreldra og samfélagsins alls. Við kennarar eigum að vera óhrædd við að tala um og skrifa um starfið okkar. Við þurfum að segja frá stóru og litlu sigrunum, eins og þegar nemendur okkar ná tökum á nýrri þekkingu eða færni. Við þurfum að segja frá öllum þeim fjölbreyttu kennsluaðferðum sem við búum yfir svo við getum sem best mætt öllum þeim margbreytileika sem býr í nemendum okkar, stórum sem smáum. Við kennarar eigum að leiða umræðuna í samfélaginu í stað þess að bregðast við þegar aðilar sem búa ekki yfir sömu þekkingu og við, fara að ræða um og taka ákvarðanir sem snerta, og hafa áhrif á okkar starf og starfsaðstæður. Við kennarar eigum að sinna rannsóknum á sviði menntamála sem vekja athygli á öllu því vandaða og hugmyndaríka starfi sem fram fer í skólum landsins, á öllum skólastigum og skólagerðum. Við kennarar erum stolt af okkar starfi, okkar samstarfsfólki og okkar nemendum. Því eigum við að vera óhrædd að segja frá okkar starfi, öllu því sem er spennandi og áhugavert, öllu því sem kveikir áhuga hjá nemendum okkar og opnar huga þeirra. Öllu því sem þroskar og eflir þekkingu þeirra, vitsmunaþroska og félags- og siðferðisþroska. Á þann hátt eflum við þekkingu samfélagsins á mikilvægi okkar starfs, ekki einungis í dag heldur alla daga. #kennaravikan Höfundur er varaformaður KÍ og fulltrúi í kennararáði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í dag, fimmtudaginn 5. október, fögnum við Alþjóðadegi kennara og því er full ástæða til að óska kennurum um land allt til hamingju með daginn, í þeirri trú að þeir eigi góðan dag með nemendum og samstarfsfólki sínu í dag líkt og aðra daga. Í starfi þar sem kennarar gera sitt besta á hverjum degi við að mennta og móta bæði huga og hjörtu barna og ungmenna. Það er mikilvægt að efla vitund samfélagsins sem við búum í um mikilvægi kennarastarfsins. Við kennarar erum best til þess fallin því við höfum menntað okkur til að geta sem best sinnt starfi kennarans með sérfræðiþekkingu okkar og fagmennsku. Starf kennarans er mikilvægt og það hefur áhrif á samfélagið á margvíslegan hátt. Hlutverk kennara er ekki eingöngu að kenna ákveðna þekkingu og færni heldur einnig að stuðla að almennum þroska, félagsfærni og sjálfstrausti barna og ungmenna. Kennarar hafaáhrif á menningu, gildi og viðhorf í samfélaginu, meðal annars með því að vera fyrirmyndir og með því að vekja áhuga nemenda sinna á því samfélagi sem við búum í. Skýrt kemur fram í skólastefnu Kennarasambandsins að við kennarar höfum lykilhlutverki að gegna við þróun og mótun skóla og menntunar. Við búum yfir víðtækri sérfræðiþekkingu og reynslu á sviði kennslu, miðlunar og menntunar sem við eigum að miðla innan skólans sem utan; til nemenda, foreldra og samfélagsins alls. Við kennarar eigum að vera óhrædd við að tala um og skrifa um starfið okkar. Við þurfum að segja frá stóru og litlu sigrunum, eins og þegar nemendur okkar ná tökum á nýrri þekkingu eða færni. Við þurfum að segja frá öllum þeim fjölbreyttu kennsluaðferðum sem við búum yfir svo við getum sem best mætt öllum þeim margbreytileika sem býr í nemendum okkar, stórum sem smáum. Við kennarar eigum að leiða umræðuna í samfélaginu í stað þess að bregðast við þegar aðilar sem búa ekki yfir sömu þekkingu og við, fara að ræða um og taka ákvarðanir sem snerta, og hafa áhrif á okkar starf og starfsaðstæður. Við kennarar eigum að sinna rannsóknum á sviði menntamála sem vekja athygli á öllu því vandaða og hugmyndaríka starfi sem fram fer í skólum landsins, á öllum skólastigum og skólagerðum. Við kennarar erum stolt af okkar starfi, okkar samstarfsfólki og okkar nemendum. Því eigum við að vera óhrædd að segja frá okkar starfi, öllu því sem er spennandi og áhugavert, öllu því sem kveikir áhuga hjá nemendum okkar og opnar huga þeirra. Öllu því sem þroskar og eflir þekkingu þeirra, vitsmunaþroska og félags- og siðferðisþroska. Á þann hátt eflum við þekkingu samfélagsins á mikilvægi okkar starfs, ekki einungis í dag heldur alla daga. #kennaravikan Höfundur er varaformaður KÍ og fulltrúi í kennararáði.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun