Gripu til varna eftir gagnrýni á umfjöllun sína um Taylor Swift og Kelce Aron Guðmundsson skrifar 5. október 2023 08:31 Samband Travis Kelce og Taylor Swift hefur vakið töluverða athygli Vísir/Getty NFL deildin í Bandaríkjunum hefur gripið til varna sökum gagnrýni þess efnis að deildin sé að gera of mikið úr sambandi Travis Kelce, leikmanns Kansas City Chiefs, við poppstjörnuna Taylor Swift. Segja má að Swift sé stærsta poppstjarna í heiminum um þessar mundir og hefur samband hennar við Kelce vakið mjög mikla athygli. Swift hefur undanfarið verið að mæta á leiki með Kansas City Chiefs og er NFL deildin að nýta sér það til hins ítrasta. Deildin greip til varna í gær eftir að bera fór á gagnrýni þess efnis að hún væri að einblína of mikið á samband Kelce við Swift í tengslum við umfjöllun leikja. Gagnrýnin kom frá íþróttaáhugafólki sem og Kelce sjálfum. Áhorfið á leiki Kansas City Chiefs hefur aukist töluvert síðan sögusagnir um samband Kelce og Swift fóru á kreik Swift var sjálf á leik Chiefs gegn síðustu helgi gegn New York Jets og horfðu yfir 27 milljónir einstaklinga á útsendinguna frá leiknum. Er það mesta áhorf á leik á sunnudegi síðan að Super Bowl fór fram. Fyrir leikinn voru sýndar auglýsingar um heimildarmyndina Taylor Swift: The Eras Tour þar sem poppstjörnunni er fylgt á tónleikaferðalagi sínu. Á meðan að leik stóð birtist hún yfir sautján sinnum í mynd í stúkunni og þá hefur NFL deildin notað hana óspart í því efni sem birt er á samfélagsmiðlareikningum deildarinnar. Í yfirlýsingu frá NFL deildinni, þar sem að hún ver nálgun sína segir: „Fréttirnar af Taylor Swift og Travis Kelce er stór menningarleg stund í poppsögunni. Við ákváðum að nýta okkur það þar sem þarna mætast skemmtanabransinn og íþróttirnar. Við höfum séð ótrúlegan fjölda góðra viðbragða við þessu.“ Þungamiðjan sé enn efni beintengt leikjum deildarinnar. Í hlaðvarpsþætti með bróður sínum á dögunum sagði Kelce að NFL deildin væri að gera aðeins of mikið úr sambandi hans við Swift. „Klárlega að gera mikið úr þessu, sér í lagi minni stöðu en ég held líka að deildinni þyki þetta bara skemmtilegt og vilji gera góða hluti úr þessu.“ NFL Bandaríkin Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Sjá meira
Segja má að Swift sé stærsta poppstjarna í heiminum um þessar mundir og hefur samband hennar við Kelce vakið mjög mikla athygli. Swift hefur undanfarið verið að mæta á leiki með Kansas City Chiefs og er NFL deildin að nýta sér það til hins ítrasta. Deildin greip til varna í gær eftir að bera fór á gagnrýni þess efnis að hún væri að einblína of mikið á samband Kelce við Swift í tengslum við umfjöllun leikja. Gagnrýnin kom frá íþróttaáhugafólki sem og Kelce sjálfum. Áhorfið á leiki Kansas City Chiefs hefur aukist töluvert síðan sögusagnir um samband Kelce og Swift fóru á kreik Swift var sjálf á leik Chiefs gegn síðustu helgi gegn New York Jets og horfðu yfir 27 milljónir einstaklinga á útsendinguna frá leiknum. Er það mesta áhorf á leik á sunnudegi síðan að Super Bowl fór fram. Fyrir leikinn voru sýndar auglýsingar um heimildarmyndina Taylor Swift: The Eras Tour þar sem poppstjörnunni er fylgt á tónleikaferðalagi sínu. Á meðan að leik stóð birtist hún yfir sautján sinnum í mynd í stúkunni og þá hefur NFL deildin notað hana óspart í því efni sem birt er á samfélagsmiðlareikningum deildarinnar. Í yfirlýsingu frá NFL deildinni, þar sem að hún ver nálgun sína segir: „Fréttirnar af Taylor Swift og Travis Kelce er stór menningarleg stund í poppsögunni. Við ákváðum að nýta okkur það þar sem þarna mætast skemmtanabransinn og íþróttirnar. Við höfum séð ótrúlegan fjölda góðra viðbragða við þessu.“ Þungamiðjan sé enn efni beintengt leikjum deildarinnar. Í hlaðvarpsþætti með bróður sínum á dögunum sagði Kelce að NFL deildin væri að gera aðeins of mikið úr sambandi hans við Swift. „Klárlega að gera mikið úr þessu, sér í lagi minni stöðu en ég held líka að deildinni þyki þetta bara skemmtilegt og vilji gera góða hluti úr þessu.“
NFL Bandaríkin Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Sjá meira