Sérðu eftir því að hafa kært? Stefanía Hrund Guðmundsdóttir skrifar 5. október 2023 07:31 Samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra eru 42% brotaþola í tilkynntum kynferðisbrotum undir 18 ára aldri. Ég er hluti af þessari tölfræði. Október er genginn í garð, fullur af tilfinningum og minningum eins og seinustu tíu ár hjá mér. Fyrir tíu árum síðan var ég 15 ára menntaskólastelpa að njóta lífsins á nýjum stað þegar það var brotið á mér af samnemanda mínum og við tók þriggja ára kæruferli. Í dag er ég 26 ára, með BA gráðu í fjölmiðlafræði og sest á skólabekk aftur í þetta sinn að læra lögfræði, eitthvað sem mig grunaði ekki fyrir 10 árum að ég myndi geta. Fyrir tíu árum síðan var frelsið mitt tekið af mér um stund, manneskjan sem ég var á þeim tíma hvarf og á einu augnabliki varð ég einhver allt önnur. Fyrir 10 árum síðan hélt ég einfaldlega að líf mitt væri búið, ég hélt ég myndi aldrei fá röddina mína aftur og ég hélt að mér myndi aldrei líða eðlilega aftur. Eitt sinn var ég spurð af yngri stúlku sem ég hitti „sérðu eftir því að hafa kært?“ og svarið við því er nei. Á meðan ferlið var í gangi hugsaði ég stundum að ég hefði kannski átt betri unglingsár ef ég hefði sleppt því að kæra, öll mín menntaskólaár fóru í þetta ferli og það var erfiðara heldur en ég get lýst í orðum. Í dag er ég þakklát litlu mér fyrir að hafa sagt frá, það er alltaf rétta skrefið. Ég er þakklát fyrir þá auknu umræðu sem hefur átt sér stað þegar kemur að brotum og að þolendur beri ekki ábyrgðina, þetta er ekki okkur að kenna. Kynferðisbrot er hræðilegur glæpur, þetta er eitthvað sem að eltir einstaklinginn alla ævi þó svo að flestir læri að lifa með sársaukanum. Eftir aukna umræðu hefur samfélagið lært heilan helling í þessum málaflokki en betur má ef duga skal. Draumurinn fyrir þolendur er að búa í samfélagi sem tekur kynferðisbrotum alvarlega, þar sem að þolandi fær að vera aðili að málinu en ekki bara vitni eins og staðan er í dag. Okkur langar að lifa í samfélagi þar við getum sagt frá okkar reynslu án þess að eiga þá hættu á að fá dóm á okkur fyrir ærumeiðingar eins og við höfum ítrekað séð undanfarin ár. Okkur langar að búa í samfélagi þar sem rödd þolanda skiptir máli. Elsku þolandi! Ef þú ert að lesa þetta og ert í vafa hvort þú eigir að segja frá eða ekki, þá hvet ég þig til þess að segja frá. Þú þarft ekki að kæra ef þú treystir þér ekki til þess, en segðu frá, finndu einstakling sem þú treystir og deildu þessu með viðkomandi – röddin þín skiptir máli og þú ert ekki eitt að berjast í gegnum þetta. Skömmin er ekki þín að bera! Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra eru 42% brotaþola í tilkynntum kynferðisbrotum undir 18 ára aldri. Ég er hluti af þessari tölfræði. Október er genginn í garð, fullur af tilfinningum og minningum eins og seinustu tíu ár hjá mér. Fyrir tíu árum síðan var ég 15 ára menntaskólastelpa að njóta lífsins á nýjum stað þegar það var brotið á mér af samnemanda mínum og við tók þriggja ára kæruferli. Í dag er ég 26 ára, með BA gráðu í fjölmiðlafræði og sest á skólabekk aftur í þetta sinn að læra lögfræði, eitthvað sem mig grunaði ekki fyrir 10 árum að ég myndi geta. Fyrir tíu árum síðan var frelsið mitt tekið af mér um stund, manneskjan sem ég var á þeim tíma hvarf og á einu augnabliki varð ég einhver allt önnur. Fyrir 10 árum síðan hélt ég einfaldlega að líf mitt væri búið, ég hélt ég myndi aldrei fá röddina mína aftur og ég hélt að mér myndi aldrei líða eðlilega aftur. Eitt sinn var ég spurð af yngri stúlku sem ég hitti „sérðu eftir því að hafa kært?“ og svarið við því er nei. Á meðan ferlið var í gangi hugsaði ég stundum að ég hefði kannski átt betri unglingsár ef ég hefði sleppt því að kæra, öll mín menntaskólaár fóru í þetta ferli og það var erfiðara heldur en ég get lýst í orðum. Í dag er ég þakklát litlu mér fyrir að hafa sagt frá, það er alltaf rétta skrefið. Ég er þakklát fyrir þá auknu umræðu sem hefur átt sér stað þegar kemur að brotum og að þolendur beri ekki ábyrgðina, þetta er ekki okkur að kenna. Kynferðisbrot er hræðilegur glæpur, þetta er eitthvað sem að eltir einstaklinginn alla ævi þó svo að flestir læri að lifa með sársaukanum. Eftir aukna umræðu hefur samfélagið lært heilan helling í þessum málaflokki en betur má ef duga skal. Draumurinn fyrir þolendur er að búa í samfélagi sem tekur kynferðisbrotum alvarlega, þar sem að þolandi fær að vera aðili að málinu en ekki bara vitni eins og staðan er í dag. Okkur langar að lifa í samfélagi þar við getum sagt frá okkar reynslu án þess að eiga þá hættu á að fá dóm á okkur fyrir ærumeiðingar eins og við höfum ítrekað séð undanfarin ár. Okkur langar að búa í samfélagi þar sem rödd þolanda skiptir máli. Elsku þolandi! Ef þú ert að lesa þetta og ert í vafa hvort þú eigir að segja frá eða ekki, þá hvet ég þig til þess að segja frá. Þú þarft ekki að kæra ef þú treystir þér ekki til þess, en segðu frá, finndu einstakling sem þú treystir og deildu þessu með viðkomandi – röddin þín skiptir máli og þú ert ekki eitt að berjast í gegnum þetta. Skömmin er ekki þín að bera! Höfundur er háskólanemi.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun