Leyfum börnum að vera börn Sigga Birna Valsdóttir skrifar 4. október 2023 19:31 Ég held að þau séu fá sem ekki taka heilshugar undir staðhæfinguna „Leyfum börnum að vera börn.“ Hún hefur sést víða í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarið og oft í þeim tilgangi að halda því fram að það séu í raun einhver sem ekki séu þessu fylgjandi. Þar á meðal fólk eins og ég. Ég er ráðgjafi hjá Samtökunum ‘78. Síðustu þrettán árin hef ég hitt hundruð foreldra. Þessir foreldrar hafa leitað til mín vegna þess að börnin þeirra pössuðu ekki inn í kynjaboxin eða hreinlega héldu því fram að þau tilheyrðu ekki því kyni sem þeim var úthlutað við fæðingu. Flest þessara barna eru hinsegin í dag, mörg eru trans en nokkur eru ekki á lífi. Fólk talar um að vernda börnin, vernda börnin fyrir hinsegin fræðslu, vernda börnin fyrir „transvæðingu“ og vernda börnin fyrir kynfræðslu. Ég er nokkuð viss um að mikill meirihluti þeirra sem taka undir þessar staðhæfingar og dreifa efni sem heldur þeim á lofti gerir sér enga grein fyrir því hvað þau eru að gera né hvaða afleiðingar það hefur. Orð hafa alvöru afleiðingar. Í mörg ár talaði ég við börn og unglinga um útilokun, einelti, fordóma og mikilvægi þess að setja sig í spor annarra og að bera virðingu fyrir öðrum þó við séum ólík, með ólíkar skoðanir og veljum ólíkar leiðir. Eftir að hafa farið yfir það hversu illa börnum getur liðið sem lenda í útilokun, áreiti og einelti í skólanum þá sagði ég yfirleitt: „Ég veit að ekkert ykkar hér vill taka þátt í því að einhverjum líði svona illa.“ Undantekningarlaust þá samþykktu þau það, en svo fórum við yfir hvernig þau gætu verið að ýta undir vanlíðan annarra án þess að átta sig á því. Ég er ansi hrædd um að flest það fullorðna fólk sem dreifir áróðri gegn trans fólki, hinsegin fræðslu og Samtökunum ´78 átti sig ekki á því hvað það er að gera. Það áttar sig ekki á því að það er að dreifa upplýsingum sem ýta undir andúð á stórum hópi fólks, andúð á alvöru fólki, á börnum á öllum aldri, foreldrum þeirra og fjölskyldum. Umræðan í samfélaginu á sér nefnilega ekki stað í tómarúmi. Hún nær til barnanna og inn í skólana. Trans börn á grunnskólaaldri hafa undanfarið lent í því að vera kölluð barnaperrar og sökuð um lygar af bekkjarfélögum sínum. Áreiti og einelti gagnvart hinsegin nemendum á grunn- og framhaldsskólaaldri hefur aukist gífurlega og mörg upplifa sig mjög óörugg í skólanum. Það er erfitt fyrir barn að svara þegar orðin „mamma og pabbi segja að þú sért að ljúga“ fylgja áreitinu. Það er erfitt að vera barn þegar sjálfsmynd þín er sífellt dregin í efa og ekki gefið að öll börn ráði við það verkefni. Trans börn hafa alltaf verið til og munu alltaf vera til. Sum ná að setja orð á upplifun sína mjög ung, jafnvel á leikskólaaldri, önnur mun seinna og sum ekki fyrr en á fullorðinsaldri. Áður fyrr var algengara að fólk væri eldra, enda yfirleitt þaggað harkalega niður í því ef það opnaði sig á barnsaldri. Sum sem hafa leitað til mín á fullorðinsaldri eiga hræðilegar sögur um bælingu, afneitun og skömm. Sögur um mikið einelti, þöggun og jafnvel alvarlegt ofbeldi með það eitt að markmiði að berja úr þeim afbrigðileikann. Afleiðingin er oft mikill og flókinn vandi sem getur tekur allt lífið að vinna úr. Í dag vitum við betur. Við vitum að ef börn sýna ódæmigerða kyntjáningu á unga aldri þá er best að leyfa þeim að vera þau sjálf, leyfa þeim að vera börnin sem þau vilja vera. Að þau fái að leika sér og tjá sig eins og þau vilja. Það getur enginn sagt með vissu hvort barn er trans nema barnið sjálft eða hvort upplifun þess og tjáning sé aðeins tímabil. Það er ekki hættulegt að leyfa barni að tjá sig eins og það vill, leyfa því að stjórna hári, fötum, leikjum og leikföngum. Eins er ekki hættulegt að kalla barn því nafni sem það kýs eða nota þau fornöfn sem það velur sér sjálft. Allt er þetta afturkræft, öllu þessu er hægt að breyta til baka ef upplifun barnsins er aðeins tímabil. Það er hins vegar hættulegt að þagga niður í barni. Ég hef of oft séð mjög alvarlegar afleiðingar þess að barn hafi ekki fengið að tjá kyn sitt eins og það vildi. Eins getur það verið skaðlegt fyrir hinsegin barn að alast upp án upplýsinga um hinsegin málefni. Um það geta heilu kynslóðirnar vottað. Mig langar að hvetja fólk til að muna að stundum stuðlum við að vanlíðan annarra án þess að ætla okkur það. Öll umræða um að „vernda börnin“ hefur snúist í andhverfu sína, þar sem fólk telur sig geta ráðist á sum börn og sumar fjölskyldur undir því yfirskini að um einhverja hugmyndafræði sé að ræða, en ekki líf fólks. Ég er hrædd við afleiðingarnar, ég er hrædd um börnin sem ekki hafa komið fram, börnin sem ekki hafa stuðning, börnin sem fá ekki leyfi til að vera börnin sem þau eru. Leyfum öllum börnum að vera börn. Höfundur er fjölskyldumeðferðarfræðingur og teymisstýra ráðgjafaþjónustu Samtakanna ’78. Um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna má lesa betur hér. Um misskilninginn um stöðu trans heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum má lesa hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Hinsegin Börn og uppeldi Mest lesið Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Ég held að þau séu fá sem ekki taka heilshugar undir staðhæfinguna „Leyfum börnum að vera börn.“ Hún hefur sést víða í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarið og oft í þeim tilgangi að halda því fram að það séu í raun einhver sem ekki séu þessu fylgjandi. Þar á meðal fólk eins og ég. Ég er ráðgjafi hjá Samtökunum ‘78. Síðustu þrettán árin hef ég hitt hundruð foreldra. Þessir foreldrar hafa leitað til mín vegna þess að börnin þeirra pössuðu ekki inn í kynjaboxin eða hreinlega héldu því fram að þau tilheyrðu ekki því kyni sem þeim var úthlutað við fæðingu. Flest þessara barna eru hinsegin í dag, mörg eru trans en nokkur eru ekki á lífi. Fólk talar um að vernda börnin, vernda börnin fyrir hinsegin fræðslu, vernda börnin fyrir „transvæðingu“ og vernda börnin fyrir kynfræðslu. Ég er nokkuð viss um að mikill meirihluti þeirra sem taka undir þessar staðhæfingar og dreifa efni sem heldur þeim á lofti gerir sér enga grein fyrir því hvað þau eru að gera né hvaða afleiðingar það hefur. Orð hafa alvöru afleiðingar. Í mörg ár talaði ég við börn og unglinga um útilokun, einelti, fordóma og mikilvægi þess að setja sig í spor annarra og að bera virðingu fyrir öðrum þó við séum ólík, með ólíkar skoðanir og veljum ólíkar leiðir. Eftir að hafa farið yfir það hversu illa börnum getur liðið sem lenda í útilokun, áreiti og einelti í skólanum þá sagði ég yfirleitt: „Ég veit að ekkert ykkar hér vill taka þátt í því að einhverjum líði svona illa.“ Undantekningarlaust þá samþykktu þau það, en svo fórum við yfir hvernig þau gætu verið að ýta undir vanlíðan annarra án þess að átta sig á því. Ég er ansi hrædd um að flest það fullorðna fólk sem dreifir áróðri gegn trans fólki, hinsegin fræðslu og Samtökunum ´78 átti sig ekki á því hvað það er að gera. Það áttar sig ekki á því að það er að dreifa upplýsingum sem ýta undir andúð á stórum hópi fólks, andúð á alvöru fólki, á börnum á öllum aldri, foreldrum þeirra og fjölskyldum. Umræðan í samfélaginu á sér nefnilega ekki stað í tómarúmi. Hún nær til barnanna og inn í skólana. Trans börn á grunnskólaaldri hafa undanfarið lent í því að vera kölluð barnaperrar og sökuð um lygar af bekkjarfélögum sínum. Áreiti og einelti gagnvart hinsegin nemendum á grunn- og framhaldsskólaaldri hefur aukist gífurlega og mörg upplifa sig mjög óörugg í skólanum. Það er erfitt fyrir barn að svara þegar orðin „mamma og pabbi segja að þú sért að ljúga“ fylgja áreitinu. Það er erfitt að vera barn þegar sjálfsmynd þín er sífellt dregin í efa og ekki gefið að öll börn ráði við það verkefni. Trans börn hafa alltaf verið til og munu alltaf vera til. Sum ná að setja orð á upplifun sína mjög ung, jafnvel á leikskólaaldri, önnur mun seinna og sum ekki fyrr en á fullorðinsaldri. Áður fyrr var algengara að fólk væri eldra, enda yfirleitt þaggað harkalega niður í því ef það opnaði sig á barnsaldri. Sum sem hafa leitað til mín á fullorðinsaldri eiga hræðilegar sögur um bælingu, afneitun og skömm. Sögur um mikið einelti, þöggun og jafnvel alvarlegt ofbeldi með það eitt að markmiði að berja úr þeim afbrigðileikann. Afleiðingin er oft mikill og flókinn vandi sem getur tekur allt lífið að vinna úr. Í dag vitum við betur. Við vitum að ef börn sýna ódæmigerða kyntjáningu á unga aldri þá er best að leyfa þeim að vera þau sjálf, leyfa þeim að vera börnin sem þau vilja vera. Að þau fái að leika sér og tjá sig eins og þau vilja. Það getur enginn sagt með vissu hvort barn er trans nema barnið sjálft eða hvort upplifun þess og tjáning sé aðeins tímabil. Það er ekki hættulegt að leyfa barni að tjá sig eins og það vill, leyfa því að stjórna hári, fötum, leikjum og leikföngum. Eins er ekki hættulegt að kalla barn því nafni sem það kýs eða nota þau fornöfn sem það velur sér sjálft. Allt er þetta afturkræft, öllu þessu er hægt að breyta til baka ef upplifun barnsins er aðeins tímabil. Það er hins vegar hættulegt að þagga niður í barni. Ég hef of oft séð mjög alvarlegar afleiðingar þess að barn hafi ekki fengið að tjá kyn sitt eins og það vildi. Eins getur það verið skaðlegt fyrir hinsegin barn að alast upp án upplýsinga um hinsegin málefni. Um það geta heilu kynslóðirnar vottað. Mig langar að hvetja fólk til að muna að stundum stuðlum við að vanlíðan annarra án þess að ætla okkur það. Öll umræða um að „vernda börnin“ hefur snúist í andhverfu sína, þar sem fólk telur sig geta ráðist á sum börn og sumar fjölskyldur undir því yfirskini að um einhverja hugmyndafræði sé að ræða, en ekki líf fólks. Ég er hrædd við afleiðingarnar, ég er hrædd um börnin sem ekki hafa komið fram, börnin sem ekki hafa stuðning, börnin sem fá ekki leyfi til að vera börnin sem þau eru. Leyfum öllum börnum að vera börn. Höfundur er fjölskyldumeðferðarfræðingur og teymisstýra ráðgjafaþjónustu Samtakanna ’78. Um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna má lesa betur hér. Um misskilninginn um stöðu trans heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum má lesa hér.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun