„Helvítis harmonikkuþjófarnir“ Pálmi Gunnarsson skrifar 4. október 2023 15:00 „Helvítis harmonikkuþjófarnir stálu nikkunni minn, já þetta eru bara harmonikkumorðingjar.“ Stefáni heitnum í Möðrudal lá hátt rómurinn og ekki að ósekju, hans dýrasta djásni, nikkunni hafði verið stolið, eða öllu heldur, hún hafði verið myrt. Sem betur fer var til ein ítölsk í Rín þannig að skaðinn var að einhverju leyti bættur. Af hverju dettur mér þessi saga í hug núna á meðan ég hlusta á talsmann norsk-íslenska fyrirtækisins Artic Fish vaða elginn um ágæti sjókvíaeldis í útvarpsþættinum Sprengisandi? Jú, sumt verður ekki bætt. Náttúrumorð hafa verið framin fyrir framan nefið á okkur í áratugi, óafturkræf, endanleg. Þegar ég tala um náttúrumorð á ég við þá nöturlegu staðreynd að okkur hefur tekist á ótrúlega stuttum tíma að útrýma fjölda dýrategunda sem við sjáum aldrei framar. En meðan sumt er óafturkræft er mögulegt að snúa öðru við. Eyðingu regnskóga sem hafa verið kallaðir lungu jarðarinnar og sjá okkur fyrir hreinu lofti má stöðva og draga má úr loftmengun af mannavöldum. Við getum, ef viljinn er fyrir hendi, þrifið upp eftir okkur skítinn og, ef vitið bregst okkur ekki, stöðvað þá ógnvænlegu þróun sem blasir við. Það er þó við ramman reip að draga því þeir sem standa að eyðileggingunni eru drifnir áfram af einni af dauðasyndunum sjö, þeirri sem heimtar alltaf meira, fær aldrei nóg. Og stjórnvöld sem eiga að sjá til þess að hlutirnir séu í lagi eru illu heilli undir hælnum á gróðapungunum. Við Íslendingar stútuðum síðasta geirfuglinum án þess trúlega að hafa nokkra hugmynd um það og komumst þar með á vafasaman afrekalista og nú stefnum við í að bæta villta laxinum okkar á þann sama lista. Þetta skemmdarverk er í boði lobbíista og stjórnmálamanna sem taka málstað þeirra og leyfa laxeldi í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur. Allt ferlið frá upphafi síðustu sjókvíaeldisbylgju er öllum til vamms sem að hafa komið. Í stað þess að fara öruggu leiðina í sátt við náttúruna var ætt af stað. Leyfin fengust fyrir slikk og regluverkið var í molum. Stjórnvöld og stofnanir sem hefðu umsvifalaust átt að spyrna við fótum gerðu lítið annað en blessa framtak norsk-íslensku eldisfyrirtækjanna. Öllum varnaðarorðum sem byggðu á reynslu annarra þjóða var því miður sópað undir teppið. Ég vil Vestfirðingum og Austfirðingum vel og svíður til dæmis hvernig fiskveiðistjórnunarkerfið hefur farið með hinar dreifðu byggðir landsins á liðnum áratugum. Að því sögðu dettur mér ekki í hug að firra Vestfirðinga, Austfirðinga eða Íslendinga yfir höfuð ábyrgð á stöðunni sem upp er komin. Okkur ber að vernda einstaka náttúru landsins en höfum brugðist þegar kemur að laxeldi í opnum sjókvíum. Í fyrrnefndum útvarpsþætti var talsmanni Artic Fish tíðrætt um bláa akurinn sem sjórinn í öllu sínu veldi vissulega er. Það er hinsvegar ekki talin góð akuryrkja að sá illgresi í frjóa mold en það er nákvæmlega það sem við erum að horfa upp á, á okkar bláa akri. Ómældur úrgangur frá tugþúsundum laxa og fóðurleifar, ásamt lúsalyfjanotkun er það sem við horfum nú upp á menga umhverfið, og svo eru sleppilaxar búnir að hertaka fjölda laxveiðiáa, ógnandi tilveru villta laxins. Talsmenn sjókvíaeldisfyrirtækjanna hafa gjarnan slegið um sig með „hungruðum heimi“ sem gæti ekki án eldislaxins verið, mantra sem fyrir löngu er búið að sanna að á sér ekki stoð í raunveruleikanum, en hér gildir eins og svo oft áður að endurtaka möntruna nógu oft í þeirri von að fólk fari að trúa henni. Lax alinn í sjókvíum er ekki búinn til fyrir hungraðan heim heldur þá sem hafa efni á að kaupa sér í matinn. Hinsvegar gæti loðnan og annað sjávarfang sem fer ásamt sojabaunum í að framleiða fóðrið í laxinn gagnast hungruðum heimi á viðráðanlegu verði. Og til að skemmta skrattanum enn frekar eru regnskógar ruddir hægri vinstri fyrir fóðrið í laxinn, sojabaunir. Ég hef á nokkuð langri ævi fylgst með tilraunum manna til að ala lax í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur og frá fyrstu tíð barist gegn því. Með eldi á laxi í opnum sjókvíum er verið að ráðast á það sem ætti að vera okkur Íslendingum dýrmætast af öllu, náttúru landsins. Stöðvum þennan ósóma! Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Stangveiði Sjókvíaeldi Mest lesið Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Sjá meira
„Helvítis harmonikkuþjófarnir stálu nikkunni minn, já þetta eru bara harmonikkumorðingjar.“ Stefáni heitnum í Möðrudal lá hátt rómurinn og ekki að ósekju, hans dýrasta djásni, nikkunni hafði verið stolið, eða öllu heldur, hún hafði verið myrt. Sem betur fer var til ein ítölsk í Rín þannig að skaðinn var að einhverju leyti bættur. Af hverju dettur mér þessi saga í hug núna á meðan ég hlusta á talsmann norsk-íslenska fyrirtækisins Artic Fish vaða elginn um ágæti sjókvíaeldis í útvarpsþættinum Sprengisandi? Jú, sumt verður ekki bætt. Náttúrumorð hafa verið framin fyrir framan nefið á okkur í áratugi, óafturkræf, endanleg. Þegar ég tala um náttúrumorð á ég við þá nöturlegu staðreynd að okkur hefur tekist á ótrúlega stuttum tíma að útrýma fjölda dýrategunda sem við sjáum aldrei framar. En meðan sumt er óafturkræft er mögulegt að snúa öðru við. Eyðingu regnskóga sem hafa verið kallaðir lungu jarðarinnar og sjá okkur fyrir hreinu lofti má stöðva og draga má úr loftmengun af mannavöldum. Við getum, ef viljinn er fyrir hendi, þrifið upp eftir okkur skítinn og, ef vitið bregst okkur ekki, stöðvað þá ógnvænlegu þróun sem blasir við. Það er þó við ramman reip að draga því þeir sem standa að eyðileggingunni eru drifnir áfram af einni af dauðasyndunum sjö, þeirri sem heimtar alltaf meira, fær aldrei nóg. Og stjórnvöld sem eiga að sjá til þess að hlutirnir séu í lagi eru illu heilli undir hælnum á gróðapungunum. Við Íslendingar stútuðum síðasta geirfuglinum án þess trúlega að hafa nokkra hugmynd um það og komumst þar með á vafasaman afrekalista og nú stefnum við í að bæta villta laxinum okkar á þann sama lista. Þetta skemmdarverk er í boði lobbíista og stjórnmálamanna sem taka málstað þeirra og leyfa laxeldi í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur. Allt ferlið frá upphafi síðustu sjókvíaeldisbylgju er öllum til vamms sem að hafa komið. Í stað þess að fara öruggu leiðina í sátt við náttúruna var ætt af stað. Leyfin fengust fyrir slikk og regluverkið var í molum. Stjórnvöld og stofnanir sem hefðu umsvifalaust átt að spyrna við fótum gerðu lítið annað en blessa framtak norsk-íslensku eldisfyrirtækjanna. Öllum varnaðarorðum sem byggðu á reynslu annarra þjóða var því miður sópað undir teppið. Ég vil Vestfirðingum og Austfirðingum vel og svíður til dæmis hvernig fiskveiðistjórnunarkerfið hefur farið með hinar dreifðu byggðir landsins á liðnum áratugum. Að því sögðu dettur mér ekki í hug að firra Vestfirðinga, Austfirðinga eða Íslendinga yfir höfuð ábyrgð á stöðunni sem upp er komin. Okkur ber að vernda einstaka náttúru landsins en höfum brugðist þegar kemur að laxeldi í opnum sjókvíum. Í fyrrnefndum útvarpsþætti var talsmanni Artic Fish tíðrætt um bláa akurinn sem sjórinn í öllu sínu veldi vissulega er. Það er hinsvegar ekki talin góð akuryrkja að sá illgresi í frjóa mold en það er nákvæmlega það sem við erum að horfa upp á, á okkar bláa akri. Ómældur úrgangur frá tugþúsundum laxa og fóðurleifar, ásamt lúsalyfjanotkun er það sem við horfum nú upp á menga umhverfið, og svo eru sleppilaxar búnir að hertaka fjölda laxveiðiáa, ógnandi tilveru villta laxins. Talsmenn sjókvíaeldisfyrirtækjanna hafa gjarnan slegið um sig með „hungruðum heimi“ sem gæti ekki án eldislaxins verið, mantra sem fyrir löngu er búið að sanna að á sér ekki stoð í raunveruleikanum, en hér gildir eins og svo oft áður að endurtaka möntruna nógu oft í þeirri von að fólk fari að trúa henni. Lax alinn í sjókvíum er ekki búinn til fyrir hungraðan heim heldur þá sem hafa efni á að kaupa sér í matinn. Hinsvegar gæti loðnan og annað sjávarfang sem fer ásamt sojabaunum í að framleiða fóðrið í laxinn gagnast hungruðum heimi á viðráðanlegu verði. Og til að skemmta skrattanum enn frekar eru regnskógar ruddir hægri vinstri fyrir fóðrið í laxinn, sojabaunir. Ég hef á nokkuð langri ævi fylgst með tilraunum manna til að ala lax í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur og frá fyrstu tíð barist gegn því. Með eldi á laxi í opnum sjókvíum er verið að ráðast á það sem ætti að vera okkur Íslendingum dýrmætast af öllu, náttúru landsins. Stöðvum þennan ósóma! Höfundur er tónlistarmaður.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun