Framtíðin sé á Íslandi en verður sendur út eftir nokkra daga Jón Þór Stefánsson skrifar 4. október 2023 14:08 Isaac Kwateng hefur verið hér á landi síðan árið 2018. Nú stefnir í að hann verði fluttur úr landi eftir nokkra daga. Vísir/Ívar Fannar Á dögunum kom lögreglumaður á skrifstofu Þróttar og tilkynnti að búið væri að kaupa flugmiða fyrir vallarstjóra félagsins. Honum á að vísa úr landi þann sextánda október næstkomandi. „Ég grét. Ég viðurkenni það,“ segir hinn 28 ára gamli Isaac Kwateng í samtali við Vísi um það þegar hann fékk fregnir af fyrirhugaðri brotthvarfi sínu. Hann hefur verið hér á landi um árabil, frá árinu 2018, og starfað sem vallarstjóri Þróttar frá upphafi árs 2022 og samhliða því verið leikmaður SR, varaliðs Þróttar. „Þetta eru erfiðar fréttir fyrir mig að melta. Hér á landi á ég vini og fjölskyldu, en í Gana bíður mín ekkert,“ segir Isaac. Líkt og ummæli hans gefa til kynna þá kemur hann frá Gana, en hann segist ekki vita hvað verði um hann verði hann sendur aftur þangað. Hann eigi ekki fjölskyldu í Gana og óttast að hann muni hreinlega enda á götunni. Framtíð hans sé á Íslandi. „Ég skil ekki hvers vegna þau vilji að ég fari?“ segir Isaac sem bendir á að hann greiði skatta hér á landi, sé að læra íslensku og upplifi sig sem mikilvægan þjóðfélagsþegn. Þá er óafgreidd umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt. „Ég hef gert allt sem ég hefði getað gert.“ Isaac vonast til að geta verið lengur á Íslandi, en viðurkennir að hann viti ekki nákvæmlega hvað sé til bragðs að taka. Spyr hvort hann megi ekki vera hér um jólin Jón Hafsteinn Jóhannsson, þjálfari SR og góður vinur Isaacs, segir fregnirnar af því að lögregla hafi tilkynnt Þrótti að Isaac verði fluttur af landi brott hafa komið sér í opna skjöldu. „Manni fallast hendur þegar það er búið að henda fram einhverri dagsetningu. Þegar manni er sagt að hann sé bara að fara héðan sextánda október,“ segir Jón í samtali við Vísi. Hann segir fréttirnar koma á óvart vegna þess að ekkert hafi breyst í máli Isaacs undanfarið, hann sé enn með dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi. Jón spyr hvers vegna ekki megi klára afgreiðslu á umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt, sem ætti að vera tekin fyrir á Alþingi í desember, áður en hann sé sendur úr landi. „Er ekki hægt að bíða og sjá hvað gerist í desember og leyfa honum þá að vera hér um jólin? Og ef hann fær höfnun að senda hann þá út í janúar? Manni þætti það allavega aðeins mannúðlegra en að drífa hann í burtu núna,“ útskýrir Jón sem segist stressaður um að möguleikar Isaacs á íslenskum ríkisborgararétti séu minni sé hann ekki á landinu. „Þegar það er komin niðurstaða í því þá lítur þetta allt öðruvísi út,“ bætir hann við. Aldrei verið í felum Isaac hefur aldrei verið í neinum felum við stjórnvöld að sögn Jóns. Hann nefnir sem dæmi að Isaac hafi verið beðinn um að skila inn vegabréfi sínu til Útlendingastofnunar. Og hann hafi bara gert það í góðri trú. „Hann er með vinnu, borgar sína skatta, leigir íbúð, og er bara eins og ég og þú,“ segir Jón. „Maður skilur ekki hvað hann getur gert meira?“ Gana Hælisleitendur Þróttur Reykjavík Innflytjendamál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
„Ég grét. Ég viðurkenni það,“ segir hinn 28 ára gamli Isaac Kwateng í samtali við Vísi um það þegar hann fékk fregnir af fyrirhugaðri brotthvarfi sínu. Hann hefur verið hér á landi um árabil, frá árinu 2018, og starfað sem vallarstjóri Þróttar frá upphafi árs 2022 og samhliða því verið leikmaður SR, varaliðs Þróttar. „Þetta eru erfiðar fréttir fyrir mig að melta. Hér á landi á ég vini og fjölskyldu, en í Gana bíður mín ekkert,“ segir Isaac. Líkt og ummæli hans gefa til kynna þá kemur hann frá Gana, en hann segist ekki vita hvað verði um hann verði hann sendur aftur þangað. Hann eigi ekki fjölskyldu í Gana og óttast að hann muni hreinlega enda á götunni. Framtíð hans sé á Íslandi. „Ég skil ekki hvers vegna þau vilji að ég fari?“ segir Isaac sem bendir á að hann greiði skatta hér á landi, sé að læra íslensku og upplifi sig sem mikilvægan þjóðfélagsþegn. Þá er óafgreidd umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt. „Ég hef gert allt sem ég hefði getað gert.“ Isaac vonast til að geta verið lengur á Íslandi, en viðurkennir að hann viti ekki nákvæmlega hvað sé til bragðs að taka. Spyr hvort hann megi ekki vera hér um jólin Jón Hafsteinn Jóhannsson, þjálfari SR og góður vinur Isaacs, segir fregnirnar af því að lögregla hafi tilkynnt Þrótti að Isaac verði fluttur af landi brott hafa komið sér í opna skjöldu. „Manni fallast hendur þegar það er búið að henda fram einhverri dagsetningu. Þegar manni er sagt að hann sé bara að fara héðan sextánda október,“ segir Jón í samtali við Vísi. Hann segir fréttirnar koma á óvart vegna þess að ekkert hafi breyst í máli Isaacs undanfarið, hann sé enn með dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi. Jón spyr hvers vegna ekki megi klára afgreiðslu á umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt, sem ætti að vera tekin fyrir á Alþingi í desember, áður en hann sé sendur úr landi. „Er ekki hægt að bíða og sjá hvað gerist í desember og leyfa honum þá að vera hér um jólin? Og ef hann fær höfnun að senda hann þá út í janúar? Manni þætti það allavega aðeins mannúðlegra en að drífa hann í burtu núna,“ útskýrir Jón sem segist stressaður um að möguleikar Isaacs á íslenskum ríkisborgararétti séu minni sé hann ekki á landinu. „Þegar það er komin niðurstaða í því þá lítur þetta allt öðruvísi út,“ bætir hann við. Aldrei verið í felum Isaac hefur aldrei verið í neinum felum við stjórnvöld að sögn Jóns. Hann nefnir sem dæmi að Isaac hafi verið beðinn um að skila inn vegabréfi sínu til Útlendingastofnunar. Og hann hafi bara gert það í góðri trú. „Hann er með vinnu, borgar sína skatta, leigir íbúð, og er bara eins og ég og þú,“ segir Jón. „Maður skilur ekki hvað hann getur gert meira?“
Gana Hælisleitendur Þróttur Reykjavík Innflytjendamál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira