Sjáðu mörkin frá Galakvöldinu á Old Trafford, stuðið í Napoli, endurkomu Braga og öll hin úr Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2023 14:31 Mauro Icardi fagnar sigurmarki sínu gegn Manchester United. getty/Michael Regan Galatasaray jók enn á eymd Manchester United með sínum fyrsta sigri á enskri grundu, Jude Bellingham og félagar í Real Madrid gerðu góða ferð til Napoli og annan leikinn í röð fékk Union Berlin á sig mark í uppbótartíma. Alls voru 28 mörk skoruð í Meistaradeild Evrópu í gær. Þau má sjá hér fyrir neðan. Í A-riðli vann Galatasaray United, 2-3, á Old Trafford. Þetta var sjötta tap United á tímabilinu og það þriðja á heimavelli. Mauro Icardi skoraði sigurmark Tyrkjanna þegar níu mínútur voru til leiksloka. Heimamenn komust tvisvar yfir með mörkum Rasmusar Højlund en Wilfried Zaha og Kerem Aktürkoglu jöfnuðu fyrir gestina frá Istanbúl. Klippa: Man. Utd. 2-3 Galatasaray FC Kaupmannahöfn komst yfir gegn Bayern München á Parken þegar Lukas Lerager skoraði á 56. mínútu. Jamal Musiala jafnaði ellefu mínútum seinna og á 83. mínútu skoraði Frakkinn ungi, Mathys Tel, sigurmark Bayern. Þýskalandsmeistararnir hafa unnið fimmtán leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í röð. Klippa: FCK 1-2 Bayern Lens vann Arsenal, 2-1, í B-riðli. Skytturnar komust yfir með marki Gabriels Jesus en Adrien Thomasson jafnaði fyrir Frakkana. Hinn tvítugi Elye Wahi skoraði svo sigurmark þeirra á 69. mínútu. Klippa: Lens 2-1 Arsenal Í hinum leik B-riðils gerðu PSV Eindhoven og Sevilla 2-2 jafntefli. Öll mörkin komu seint í leiknum. Nemanja Gudelj kom Evrópudeildarmeisturunum yfir á 68. mínútu. Luuk de Jong jafnaði fyrir Hollendingana á 86. mínútu en aðeins 75 sekúndum síðar kom Youssef En-Nesyri gestunum frá Andalúsíu aftur yfir. Jordan Teze skoraði svo jöfnunarmark PSV þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Klippa: PSV 2-2 Sevilla Dramatíkin var alls ráðandi í leik Union Berlin og Braga í C-riðli. Berlínarbúar komust í 2-0 með tveimur mörkum Sheraldos Becker í fyrri hálfleik. Sikou Niakaté minnkaði muninn fyrir Portúgalina rétt fyrir hálfleik og Bruma jafnaði svo með frábæru skoti í upphafi seinni hálfleik. Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði André Castro sigurmark Braga með skoti fyrir utan vítateig. Klippa: Union Berlin 2-3 Braga Í Napoli vann Real Madrid heimamenn með tveimur mörkum gegn þremur. Norski miðvörðurinn Leo Østigård kom Napoli yfir en Vinícius Júnior jafnaði og Jude Bellingham skoraði á 34. mínútu eftir mikinn einleik. Piotr Zielinski jafnaði úr vítaspyrnu á 54. mínútu og þannig var staðan fram á 78. mínútu. Þá átti Federico Valverde þrumuskot í slána, bakið á Alex Meret, markverði Napoli, og inn. Klippa: Napoli 2-3 Real Madrid Real Sociedad vann Red Bull Salzburg, 0-2, á útivelli í D-riðli. Mikel Oyarzabal og Brais Méndez skoruðu mörk Baskanna. Klippa: Salzburg 0-2 Real Sociedad Í hinum leik D-riðils vann Inter Benfica, 1-0. Marcus Thuram skoraði eina mark leiksins á 62. mínútu en silfurlið síðasta tímabils í Meistaradeildinni í óð í færum í leiknum. Klippa: Inter 1-0 Benfica Mörkin úr öllum leikjum gærdagsins í Meistaradeildinni má sjá hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Sjá meira
Alls voru 28 mörk skoruð í Meistaradeild Evrópu í gær. Þau má sjá hér fyrir neðan. Í A-riðli vann Galatasaray United, 2-3, á Old Trafford. Þetta var sjötta tap United á tímabilinu og það þriðja á heimavelli. Mauro Icardi skoraði sigurmark Tyrkjanna þegar níu mínútur voru til leiksloka. Heimamenn komust tvisvar yfir með mörkum Rasmusar Højlund en Wilfried Zaha og Kerem Aktürkoglu jöfnuðu fyrir gestina frá Istanbúl. Klippa: Man. Utd. 2-3 Galatasaray FC Kaupmannahöfn komst yfir gegn Bayern München á Parken þegar Lukas Lerager skoraði á 56. mínútu. Jamal Musiala jafnaði ellefu mínútum seinna og á 83. mínútu skoraði Frakkinn ungi, Mathys Tel, sigurmark Bayern. Þýskalandsmeistararnir hafa unnið fimmtán leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í röð. Klippa: FCK 1-2 Bayern Lens vann Arsenal, 2-1, í B-riðli. Skytturnar komust yfir með marki Gabriels Jesus en Adrien Thomasson jafnaði fyrir Frakkana. Hinn tvítugi Elye Wahi skoraði svo sigurmark þeirra á 69. mínútu. Klippa: Lens 2-1 Arsenal Í hinum leik B-riðils gerðu PSV Eindhoven og Sevilla 2-2 jafntefli. Öll mörkin komu seint í leiknum. Nemanja Gudelj kom Evrópudeildarmeisturunum yfir á 68. mínútu. Luuk de Jong jafnaði fyrir Hollendingana á 86. mínútu en aðeins 75 sekúndum síðar kom Youssef En-Nesyri gestunum frá Andalúsíu aftur yfir. Jordan Teze skoraði svo jöfnunarmark PSV þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Klippa: PSV 2-2 Sevilla Dramatíkin var alls ráðandi í leik Union Berlin og Braga í C-riðli. Berlínarbúar komust í 2-0 með tveimur mörkum Sheraldos Becker í fyrri hálfleik. Sikou Niakaté minnkaði muninn fyrir Portúgalina rétt fyrir hálfleik og Bruma jafnaði svo með frábæru skoti í upphafi seinni hálfleik. Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði André Castro sigurmark Braga með skoti fyrir utan vítateig. Klippa: Union Berlin 2-3 Braga Í Napoli vann Real Madrid heimamenn með tveimur mörkum gegn þremur. Norski miðvörðurinn Leo Østigård kom Napoli yfir en Vinícius Júnior jafnaði og Jude Bellingham skoraði á 34. mínútu eftir mikinn einleik. Piotr Zielinski jafnaði úr vítaspyrnu á 54. mínútu og þannig var staðan fram á 78. mínútu. Þá átti Federico Valverde þrumuskot í slána, bakið á Alex Meret, markverði Napoli, og inn. Klippa: Napoli 2-3 Real Madrid Real Sociedad vann Red Bull Salzburg, 0-2, á útivelli í D-riðli. Mikel Oyarzabal og Brais Méndez skoruðu mörk Baskanna. Klippa: Salzburg 0-2 Real Sociedad Í hinum leik D-riðils vann Inter Benfica, 1-0. Marcus Thuram skoraði eina mark leiksins á 62. mínútu en silfurlið síðasta tímabils í Meistaradeildinni í óð í færum í leiknum. Klippa: Inter 1-0 Benfica Mörkin úr öllum leikjum gærdagsins í Meistaradeildinni má sjá hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Sjá meira