Óvænt tap Arsenal í Frakklandi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. október 2023 20:58 Elye Wahi reyndist hetjan gegn Arsenal. Franco Arland/Quality Sport Images/Getty Images Arsenal mátti þola óvænt 2-1 tap er liðið heimsótti Lens til Frakklands í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Gestirnir frá Lundúnum komust yfir strax á 14. mínútu með marki frá Gabriel Jesus eftir undirbúning frá Bukayo Saka, en Adrien Thomasson jafnaði metin fyrir heimamenn rúmum tíu mínútum síðar. Ekki batnaði það svo heldur fyrir Arsenal á 34. mínútu er Bukayo Saka þurfti að fara meiddur af velli, en staðan í hálfleik var jöfn, 1-1. Elye Wahi kom heimamönnum í Lens svo óvænt yfir á 69. mínútu eftir stoðsendingu frá Przemyslaw Frankowski og þar við sat. Óvæntur 2-1 sigur Lens því staðreynd og franska liðið er þar með komið með fjögur stig á toppi B-riðils, einu stigi meira en Arsenal sem situr í öðru sæti. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Arsenal mátti þola óvænt 2-1 tap er liðið heimsótti Lens til Frakklands í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Gestirnir frá Lundúnum komust yfir strax á 14. mínútu með marki frá Gabriel Jesus eftir undirbúning frá Bukayo Saka, en Adrien Thomasson jafnaði metin fyrir heimamenn rúmum tíu mínútum síðar. Ekki batnaði það svo heldur fyrir Arsenal á 34. mínútu er Bukayo Saka þurfti að fara meiddur af velli, en staðan í hálfleik var jöfn, 1-1. Elye Wahi kom heimamönnum í Lens svo óvænt yfir á 69. mínútu eftir stoðsendingu frá Przemyslaw Frankowski og þar við sat. Óvæntur 2-1 sigur Lens því staðreynd og franska liðið er þar með komið með fjögur stig á toppi B-riðils, einu stigi meira en Arsenal sem situr í öðru sæti.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti