Fjölbreyttar hugmyndir hlutu kosningu: „Breiðholt er náttúrlega eitt af flottustu svæðum heims“ Árni Sæberg og Helena Rós Sturludóttir skrifa 2. október 2023 23:14 Eiríkur Búi kveðst fagna fjölbreytileika hugmyndanna. Ein þeirra var að skilti í Breiðholti. Vísir Sextíu og tvær hugmyndir hlutu kosningu í verkefninu Hverfið mitt, sem lauk í síðustu viku. Hugmyndirnar voru af ýmsum toga, allt frá gróðursetningu á opnum svæðum til stærri verkefna á borð við Alexöndruróló. Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, segir ánægjulegt að sjá hversu fjölbreyttar hugmyndirnar voru í keppninni í ár. „Nú er tekið við hjá okkur ferli þar sem við förum að undirbúa framkvæmdir og hanna hugmyndir. Í því ferli erum við auðvitað í samráði við nærsamfélagið. Við bjóðum hugmyndahöfundum á samráðsfund þar sem þau geta útskýrt sínar hugmynd nánar. Síðan förum við líka fyrir íbúaráð hverfanna og kynnum aðeins þær hugmyndir sem hlutu kosningu og hvað við sjáum fyrir okkur.“ Eiríkur á von á að framkvæmdir hefjist strax í vor. „Eitthvað gæti orðið fyrr til að mynda er hugmynd um jólaland í Laugardalnum. Við reynum auðvitað að koma því strax fyrir þessi jól en við þurfum að sjá hvernig það tekst til, en oftast erum við að reyna klára allar framkvæmdir á næsta ári, árið 2024.“ Hverfisskilti í Breiðholti Meðal hugmynda sem hlutu kosningu voru andahús á Reykjavíkurtjörn, þar sem endur geta verpt í friði og skilti sem býður borgarbúa og fleiri velkomna í Breiðholtið. Rætt var við Jóhann Sveinsson, hugmyndasmið skiltisins í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er í rauninni hugmynd sem við félagarnir erum búnir að ganga með lengi og í öllum svona flottustu svæðum heims einhver glæsileg aðkoma líka og Breiðholt er náttúrlega eitt af flottustu svæðum heims. Það vita það allir sem hingað hafa komið,“ segir hann. Hann segir að staðsetning skiltisins hafi verið valin þar sem hún sé gefi tónin fyrir Breiðholtið. Útsýni sé þaðan yfir blokkir sem einkenni Breiðholtið og staðsetningin ljósmyndavæn. „Það væri í rauninni glæsilegt að vera með flott skilti með þessum bakgrunni.“ Þá segir hann að síminn hafi ekki stoppað síðan í ljós kom að hugmyndin hefði hlotið brautargengi í kosningu íbúa. Fólks sé að „peppa yfir sig“ og geti ekki beðið eftir því að skiltið rísi. Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Hugmyndirnar voru af ýmsum toga, allt frá gróðursetningu á opnum svæðum til stærri verkefna á borð við Alexöndruróló. Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, segir ánægjulegt að sjá hversu fjölbreyttar hugmyndirnar voru í keppninni í ár. „Nú er tekið við hjá okkur ferli þar sem við förum að undirbúa framkvæmdir og hanna hugmyndir. Í því ferli erum við auðvitað í samráði við nærsamfélagið. Við bjóðum hugmyndahöfundum á samráðsfund þar sem þau geta útskýrt sínar hugmynd nánar. Síðan förum við líka fyrir íbúaráð hverfanna og kynnum aðeins þær hugmyndir sem hlutu kosningu og hvað við sjáum fyrir okkur.“ Eiríkur á von á að framkvæmdir hefjist strax í vor. „Eitthvað gæti orðið fyrr til að mynda er hugmynd um jólaland í Laugardalnum. Við reynum auðvitað að koma því strax fyrir þessi jól en við þurfum að sjá hvernig það tekst til, en oftast erum við að reyna klára allar framkvæmdir á næsta ári, árið 2024.“ Hverfisskilti í Breiðholti Meðal hugmynda sem hlutu kosningu voru andahús á Reykjavíkurtjörn, þar sem endur geta verpt í friði og skilti sem býður borgarbúa og fleiri velkomna í Breiðholtið. Rætt var við Jóhann Sveinsson, hugmyndasmið skiltisins í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er í rauninni hugmynd sem við félagarnir erum búnir að ganga með lengi og í öllum svona flottustu svæðum heims einhver glæsileg aðkoma líka og Breiðholt er náttúrlega eitt af flottustu svæðum heims. Það vita það allir sem hingað hafa komið,“ segir hann. Hann segir að staðsetning skiltisins hafi verið valin þar sem hún sé gefi tónin fyrir Breiðholtið. Útsýni sé þaðan yfir blokkir sem einkenni Breiðholtið og staðsetningin ljósmyndavæn. „Það væri í rauninni glæsilegt að vera með flott skilti með þessum bakgrunni.“ Þá segir hann að síminn hafi ekki stoppað síðan í ljós kom að hugmyndin hefði hlotið brautargengi í kosningu íbúa. Fólks sé að „peppa yfir sig“ og geti ekki beðið eftir því að skiltið rísi.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira