Nálgist að geta sagt með vissu hvað varð um Geirfinn Árni Sæberg skrifar 2. október 2023 20:34 Sigursteinn telur næsta víst að hann viti hvað varð af Geirfinni Einarssyni. Vísir/Storytel/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Sigursteinn Másson, sem hefur legið yfir gögnum Guðmundar- og Geirfinnsmálið undanfarið, segist telja sig nálgast það að geta sagt með vissu hvað varð um Geirfinn. Sigursteinn hefur unnið að sex þátta þáttaröð á Storytel sem ber heitið Réttarmorð og fjallar um þetta þekktasta sakamál Íslandssögunnar. Fyrsti þátturinn er komið í loftið og restin verður birt vikulega. „Þetta verður ekki svona hámhlustun,“ sagði hann þegar hann ræddi þættina í Reykjavík síðdegis í dag. Nokkuð ljóst hvað varð um Guðmund Sigursteinn sagði að hann teldi nokkuð ljóst hvað hafi orðið um Guðmund Einarsson, sem sást aldrei aftur eftir að hafa orðið viðskila við félaga sína eftir dansleik í Hafnarfirði í byrjun árs 1974. Hann muni fara yfir það í þáttunum. Hins vegar séu hlutirnir óljósari hvað varðar Geirfinn Einarsson, sem hvarf í nóvember sama árs. „Ég er á því að við séum að nálgast þann punkt að geta sagt með nokkurri vissu hvað varð um Geirfinn,“ segir hann þó. Margir haft samband síðan af þættinum fréttist Hann segir að síðan það kvisaðist út í gær að gefa ætti Réttarmorð út hafi mikill fjöldi fólks sett sig í samband við hann og velt upp ýmsum kenningum og hugmyndum. „Því miður er það nú oftast þannig að þetta er ekki á miklum rökum reist. Það hefur alltaf einkennt þessi mál að fólk hefur talið sig vita miklu meira um þessi mál en það raunverulega veit og er með miklar hugmyndir um það. Það getur verið að dreyma eitthvað, það getur verið að hitta einhvern miðil eða sjáanda eða það er kaffibolli. Ég veit ekki hvað það er en það er allavega einhver ægileg þörf hjá fólki að þykjast vita allt um þetta. Og þá hefur það samband við mig.“ Það segir hann að geti verið truflandi og tafið vinnu með staðreyndir málsins. Hins vegar geti alltaf leynst eitthvað innan um sem skiptir máli og þarf að skoða. Sem byggir á staðreyndum en ekki draumum eða slíku. „Myndir þú vilja fara með það í gröfina“ Sem áður segir telur Sigursteinn þann tímapunkt nálgast að hægt verði að segja hvað varð um Geirfinn. Hver þarf að segja það, svo það verði staðfest? „Auðvitað væri best ef viðkomandi myndi stíga fram,“ segir Sigursteinn en bætir við að hann geti ekkert fullyrt um að hann hafi rætt við einhvern sem ber ábyrgð á hvarfinu. Hins vegar geti hann sagt það að allar líkur séu á því. Ekki hægt að útiloka sjálfsvíg Þá segir hann að það sé ekki alveg öruggt enda sé ekki hægt að útiloka það að Geirfinnur hafi einfaldlega svipt sig lífi. Fullt af fólki hafi horfið á Íslandi, flest hafi svipt sig lífi en einhver mannshvörf hafi verið saknæm og aldrei upplýst. „En ef að það er eins og ég held, ef þú hefðir gert eitthvað svona fyrir fimmtíu árum, þú hefðir tekið þátt í einhverju og sæir eftir því, myndir þú vilja fara með það í gröfina? Eða væri ekki betra, jafnvel þó þú værir að játa á þig alvarlegan glæp, væri ekki betra að horfast í augu við það, heldur en að fara með það niður?“ spyr Sigursteinn. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Fjölmiðlar Reykjavík síðdegis Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Sigursteinn hefur unnið að sex þátta þáttaröð á Storytel sem ber heitið Réttarmorð og fjallar um þetta þekktasta sakamál Íslandssögunnar. Fyrsti þátturinn er komið í loftið og restin verður birt vikulega. „Þetta verður ekki svona hámhlustun,“ sagði hann þegar hann ræddi þættina í Reykjavík síðdegis í dag. Nokkuð ljóst hvað varð um Guðmund Sigursteinn sagði að hann teldi nokkuð ljóst hvað hafi orðið um Guðmund Einarsson, sem sást aldrei aftur eftir að hafa orðið viðskila við félaga sína eftir dansleik í Hafnarfirði í byrjun árs 1974. Hann muni fara yfir það í þáttunum. Hins vegar séu hlutirnir óljósari hvað varðar Geirfinn Einarsson, sem hvarf í nóvember sama árs. „Ég er á því að við séum að nálgast þann punkt að geta sagt með nokkurri vissu hvað varð um Geirfinn,“ segir hann þó. Margir haft samband síðan af þættinum fréttist Hann segir að síðan það kvisaðist út í gær að gefa ætti Réttarmorð út hafi mikill fjöldi fólks sett sig í samband við hann og velt upp ýmsum kenningum og hugmyndum. „Því miður er það nú oftast þannig að þetta er ekki á miklum rökum reist. Það hefur alltaf einkennt þessi mál að fólk hefur talið sig vita miklu meira um þessi mál en það raunverulega veit og er með miklar hugmyndir um það. Það getur verið að dreyma eitthvað, það getur verið að hitta einhvern miðil eða sjáanda eða það er kaffibolli. Ég veit ekki hvað það er en það er allavega einhver ægileg þörf hjá fólki að þykjast vita allt um þetta. Og þá hefur það samband við mig.“ Það segir hann að geti verið truflandi og tafið vinnu með staðreyndir málsins. Hins vegar geti alltaf leynst eitthvað innan um sem skiptir máli og þarf að skoða. Sem byggir á staðreyndum en ekki draumum eða slíku. „Myndir þú vilja fara með það í gröfina“ Sem áður segir telur Sigursteinn þann tímapunkt nálgast að hægt verði að segja hvað varð um Geirfinn. Hver þarf að segja það, svo það verði staðfest? „Auðvitað væri best ef viðkomandi myndi stíga fram,“ segir Sigursteinn en bætir við að hann geti ekkert fullyrt um að hann hafi rætt við einhvern sem ber ábyrgð á hvarfinu. Hins vegar geti hann sagt það að allar líkur séu á því. Ekki hægt að útiloka sjálfsvíg Þá segir hann að það sé ekki alveg öruggt enda sé ekki hægt að útiloka það að Geirfinnur hafi einfaldlega svipt sig lífi. Fullt af fólki hafi horfið á Íslandi, flest hafi svipt sig lífi en einhver mannshvörf hafi verið saknæm og aldrei upplýst. „En ef að það er eins og ég held, ef þú hefðir gert eitthvað svona fyrir fimmtíu árum, þú hefðir tekið þátt í einhverju og sæir eftir því, myndir þú vilja fara með það í gröfina? Eða væri ekki betra, jafnvel þó þú værir að játa á þig alvarlegan glæp, væri ekki betra að horfast í augu við það, heldur en að fara með það niður?“ spyr Sigursteinn.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Fjölmiðlar Reykjavík síðdegis Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira