Nálgist að geta sagt með vissu hvað varð um Geirfinn Árni Sæberg skrifar 2. október 2023 20:34 Sigursteinn telur næsta víst að hann viti hvað varð af Geirfinni Einarssyni. Vísir/Storytel/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Sigursteinn Másson, sem hefur legið yfir gögnum Guðmundar- og Geirfinnsmálið undanfarið, segist telja sig nálgast það að geta sagt með vissu hvað varð um Geirfinn. Sigursteinn hefur unnið að sex þátta þáttaröð á Storytel sem ber heitið Réttarmorð og fjallar um þetta þekktasta sakamál Íslandssögunnar. Fyrsti þátturinn er komið í loftið og restin verður birt vikulega. „Þetta verður ekki svona hámhlustun,“ sagði hann þegar hann ræddi þættina í Reykjavík síðdegis í dag. Nokkuð ljóst hvað varð um Guðmund Sigursteinn sagði að hann teldi nokkuð ljóst hvað hafi orðið um Guðmund Einarsson, sem sást aldrei aftur eftir að hafa orðið viðskila við félaga sína eftir dansleik í Hafnarfirði í byrjun árs 1974. Hann muni fara yfir það í þáttunum. Hins vegar séu hlutirnir óljósari hvað varðar Geirfinn Einarsson, sem hvarf í nóvember sama árs. „Ég er á því að við séum að nálgast þann punkt að geta sagt með nokkurri vissu hvað varð um Geirfinn,“ segir hann þó. Margir haft samband síðan af þættinum fréttist Hann segir að síðan það kvisaðist út í gær að gefa ætti Réttarmorð út hafi mikill fjöldi fólks sett sig í samband við hann og velt upp ýmsum kenningum og hugmyndum. „Því miður er það nú oftast þannig að þetta er ekki á miklum rökum reist. Það hefur alltaf einkennt þessi mál að fólk hefur talið sig vita miklu meira um þessi mál en það raunverulega veit og er með miklar hugmyndir um það. Það getur verið að dreyma eitthvað, það getur verið að hitta einhvern miðil eða sjáanda eða það er kaffibolli. Ég veit ekki hvað það er en það er allavega einhver ægileg þörf hjá fólki að þykjast vita allt um þetta. Og þá hefur það samband við mig.“ Það segir hann að geti verið truflandi og tafið vinnu með staðreyndir málsins. Hins vegar geti alltaf leynst eitthvað innan um sem skiptir máli og þarf að skoða. Sem byggir á staðreyndum en ekki draumum eða slíku. „Myndir þú vilja fara með það í gröfina“ Sem áður segir telur Sigursteinn þann tímapunkt nálgast að hægt verði að segja hvað varð um Geirfinn. Hver þarf að segja það, svo það verði staðfest? „Auðvitað væri best ef viðkomandi myndi stíga fram,“ segir Sigursteinn en bætir við að hann geti ekkert fullyrt um að hann hafi rætt við einhvern sem ber ábyrgð á hvarfinu. Hins vegar geti hann sagt það að allar líkur séu á því. Ekki hægt að útiloka sjálfsvíg Þá segir hann að það sé ekki alveg öruggt enda sé ekki hægt að útiloka það að Geirfinnur hafi einfaldlega svipt sig lífi. Fullt af fólki hafi horfið á Íslandi, flest hafi svipt sig lífi en einhver mannshvörf hafi verið saknæm og aldrei upplýst. „En ef að það er eins og ég held, ef þú hefðir gert eitthvað svona fyrir fimmtíu árum, þú hefðir tekið þátt í einhverju og sæir eftir því, myndir þú vilja fara með það í gröfina? Eða væri ekki betra, jafnvel þó þú værir að játa á þig alvarlegan glæp, væri ekki betra að horfast í augu við það, heldur en að fara með það niður?“ spyr Sigursteinn. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Fjölmiðlar Reykjavík síðdegis Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
Sigursteinn hefur unnið að sex þátta þáttaröð á Storytel sem ber heitið Réttarmorð og fjallar um þetta þekktasta sakamál Íslandssögunnar. Fyrsti þátturinn er komið í loftið og restin verður birt vikulega. „Þetta verður ekki svona hámhlustun,“ sagði hann þegar hann ræddi þættina í Reykjavík síðdegis í dag. Nokkuð ljóst hvað varð um Guðmund Sigursteinn sagði að hann teldi nokkuð ljóst hvað hafi orðið um Guðmund Einarsson, sem sást aldrei aftur eftir að hafa orðið viðskila við félaga sína eftir dansleik í Hafnarfirði í byrjun árs 1974. Hann muni fara yfir það í þáttunum. Hins vegar séu hlutirnir óljósari hvað varðar Geirfinn Einarsson, sem hvarf í nóvember sama árs. „Ég er á því að við séum að nálgast þann punkt að geta sagt með nokkurri vissu hvað varð um Geirfinn,“ segir hann þó. Margir haft samband síðan af þættinum fréttist Hann segir að síðan það kvisaðist út í gær að gefa ætti Réttarmorð út hafi mikill fjöldi fólks sett sig í samband við hann og velt upp ýmsum kenningum og hugmyndum. „Því miður er það nú oftast þannig að þetta er ekki á miklum rökum reist. Það hefur alltaf einkennt þessi mál að fólk hefur talið sig vita miklu meira um þessi mál en það raunverulega veit og er með miklar hugmyndir um það. Það getur verið að dreyma eitthvað, það getur verið að hitta einhvern miðil eða sjáanda eða það er kaffibolli. Ég veit ekki hvað það er en það er allavega einhver ægileg þörf hjá fólki að þykjast vita allt um þetta. Og þá hefur það samband við mig.“ Það segir hann að geti verið truflandi og tafið vinnu með staðreyndir málsins. Hins vegar geti alltaf leynst eitthvað innan um sem skiptir máli og þarf að skoða. Sem byggir á staðreyndum en ekki draumum eða slíku. „Myndir þú vilja fara með það í gröfina“ Sem áður segir telur Sigursteinn þann tímapunkt nálgast að hægt verði að segja hvað varð um Geirfinn. Hver þarf að segja það, svo það verði staðfest? „Auðvitað væri best ef viðkomandi myndi stíga fram,“ segir Sigursteinn en bætir við að hann geti ekkert fullyrt um að hann hafi rætt við einhvern sem ber ábyrgð á hvarfinu. Hins vegar geti hann sagt það að allar líkur séu á því. Ekki hægt að útiloka sjálfsvíg Þá segir hann að það sé ekki alveg öruggt enda sé ekki hægt að útiloka það að Geirfinnur hafi einfaldlega svipt sig lífi. Fullt af fólki hafi horfið á Íslandi, flest hafi svipt sig lífi en einhver mannshvörf hafi verið saknæm og aldrei upplýst. „En ef að það er eins og ég held, ef þú hefðir gert eitthvað svona fyrir fimmtíu árum, þú hefðir tekið þátt í einhverju og sæir eftir því, myndir þú vilja fara með það í gröfina? Eða væri ekki betra, jafnvel þó þú værir að játa á þig alvarlegan glæp, væri ekki betra að horfast í augu við það, heldur en að fara með það niður?“ spyr Sigursteinn.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Fjölmiðlar Reykjavík síðdegis Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira