Beta hættir hjá Kristianstad eftir nærri fimmtán ár í starfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. október 2023 17:23 Elísabet Gunnarsdóttir mun ekki stýra Kristianstad á næstu leiktíð. Twitter@_OBOSDamallsv Knattspyrnuþjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir, nær alltaf kölluð Beta, mun láta af störfum sem þjálfari sænska efstu deildarliðsins Kristianstad þegar yfirstandandi leiktíð lýkur. Hún hefur starfað fyrir félagið undanfarin 15 ár eða svo. Félagið gaf út fréttatilkynningu fyrr í dag þess efnis að ákvörðun hefði verið tekin og að núverandi tímabil sé það síðasta sem Elísabet stýrir liðinu. Eftir að gera góða hluti með Val hér á landi hélt Elísabet til Svíþjóðar í janúar árið 2009. Hefur hún allar götur síðan stýrt Kristianstad og gert magnaða hluti með liðið. Félagið hefur undanfarin ár verið mikið Íslendingalið en leikmenn á borð við Sif Atladóttur, Sveindísi Jane Jónsdóttur, Hlín Eiríksdóttur og Amöndu Andradóttur hafa spilað með félaginu. „Fyrst og fremst vil ég þakka Kristianstad DFF. Félagið og borgin hafa verið frábær reynsla í lífi mínu,“ sagði Elísabet á vef félagsins. Efter en tids funderande och diskussioner står det nu klart att Elisabet "Beta" Gunnarsdottirs tid i KDFF närmar sig sitt slut och att vårt representationslag kommer ledas av annan huvudtränare nästa år. Läs hela texten på https://t.co/Pnxy6O0ciR eller på vår instagram. pic.twitter.com/gvlPIJTRvI— Kristianstads DFF (@KDFF1998) October 2, 2023 Elísabet segist hafa verið heppin undanfarin 15 ár. „Ég fékk tækifæri til að mæta í vinnuna á hverjum degi undanfarin fimmtán ár með fólki sem ég get kallað vini mína svo lengi sem ég lifi. Við höfum öll notið þess, bæði í mótlæti sem og velgengni.“ „Þó komið sé að endalokum hjá mér sem þjálfara liðsins þá lýkur ekki sambandi mínu við félagið, það mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu.“ „Við erum hins vegar ekki búin enn, við spilum síðustu fimm umferðirnar saman. Munið að trúin getur fært fjöll og það eru enn 15 stig í pottinum. Við þurfum stuðning bæjarins til að hjálpa okkur að berjast um verðlaun, það er vel mögulegt.“ Beta fundaði með Knattspyrnusambandi Íslands þegar sambandið leitaði að A-landsliðsþjálfara kvenna árið 2021. Á endanum gekk það ekki upp þar sem hún var samningsbundin Kristianstad. Tók Þorsteinn Halldórsson við þjálfun liðsins og er samningsbundinn til ársins 2026. Sem stendur er Kristianstad í 6. sæti sænsku efstu deildar með 39 stig, sex stigum minna en Linköping. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Félagið gaf út fréttatilkynningu fyrr í dag þess efnis að ákvörðun hefði verið tekin og að núverandi tímabil sé það síðasta sem Elísabet stýrir liðinu. Eftir að gera góða hluti með Val hér á landi hélt Elísabet til Svíþjóðar í janúar árið 2009. Hefur hún allar götur síðan stýrt Kristianstad og gert magnaða hluti með liðið. Félagið hefur undanfarin ár verið mikið Íslendingalið en leikmenn á borð við Sif Atladóttur, Sveindísi Jane Jónsdóttur, Hlín Eiríksdóttur og Amöndu Andradóttur hafa spilað með félaginu. „Fyrst og fremst vil ég þakka Kristianstad DFF. Félagið og borgin hafa verið frábær reynsla í lífi mínu,“ sagði Elísabet á vef félagsins. Efter en tids funderande och diskussioner står det nu klart att Elisabet "Beta" Gunnarsdottirs tid i KDFF närmar sig sitt slut och att vårt representationslag kommer ledas av annan huvudtränare nästa år. Läs hela texten på https://t.co/Pnxy6O0ciR eller på vår instagram. pic.twitter.com/gvlPIJTRvI— Kristianstads DFF (@KDFF1998) October 2, 2023 Elísabet segist hafa verið heppin undanfarin 15 ár. „Ég fékk tækifæri til að mæta í vinnuna á hverjum degi undanfarin fimmtán ár með fólki sem ég get kallað vini mína svo lengi sem ég lifi. Við höfum öll notið þess, bæði í mótlæti sem og velgengni.“ „Þó komið sé að endalokum hjá mér sem þjálfara liðsins þá lýkur ekki sambandi mínu við félagið, það mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu.“ „Við erum hins vegar ekki búin enn, við spilum síðustu fimm umferðirnar saman. Munið að trúin getur fært fjöll og það eru enn 15 stig í pottinum. Við þurfum stuðning bæjarins til að hjálpa okkur að berjast um verðlaun, það er vel mögulegt.“ Beta fundaði með Knattspyrnusambandi Íslands þegar sambandið leitaði að A-landsliðsþjálfara kvenna árið 2021. Á endanum gekk það ekki upp þar sem hún var samningsbundin Kristianstad. Tók Þorsteinn Halldórsson við þjálfun liðsins og er samningsbundinn til ársins 2026. Sem stendur er Kristianstad í 6. sæti sænsku efstu deildar með 39 stig, sex stigum minna en Linköping.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira