Notaður í auglýsingu með gervigreind án leyfis Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. október 2023 11:29 Tom Hanks hefur áður viðrað áhyggjur sínar af þróuninni sem fylgir gervigreindartækninni. EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO Tom Hanks hefur varað aðdáendur sína við því að í umferð sé auglýsing á vegum tryggingafyrirtækis þar sem gervigreind er nýtt til að nota leikarann í auglýsingunni. Þetta er án hans aðkomu og samþykkis. Leikarinn birtir færslu á samfélagsmiðlinum Instagram vegna málsins. „Varist! Það er myndband í dreifingu þar sem seldar eru tryggingar vegna tannlæknaþjónustu og gervigreindarútgáfa af mér nýtt í myndbandið. Ég hef ekkert með þetta að gera,“ skrifar leikarinn. Óskarsverðlaunahafinn hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum vegna möguleika gervigreindar í kvikmyndum og sjónvarpi. Tæknin hefur áður verið nýtt meðal annars í Star Wars myndunum þar sem leikarar hafa ýmist verið endurlífgaðir, eða þeir yngdir upp. View this post on Instagram A post shared by Tom Hanks (@tomhanks) Dæmi um þetta má finna í nýjustu Indiana Jones myndinni þar sem Harrison Ford er yngdur upp sem fornleifafræðingurinn í hluta af myndinni. Þá hefur tæknin verið nýtt til að blása lífi í persónur eftir að leikararnir sem léku þær upprunalega eru látnir, líkt og í Star Wars myndunum. „Við vissum að þetta myndi gerast. Við sáum að það yrði hægt að taka saman tölur inn í tölvu og breyta þeim í andlit og í persónu,“ sagði Tom Hanks í hlaðvarpsþætti Adam Buxton um málið í apríl síðastliðnum. Þar sagði hann að leikarar hefðu miklar áhyggjur af stöðu mála en gervigreind hefur verið eitt af þrætueplunum í verkfallsaðgerðum leikara í Hollywood sem staðið hefur yfir undanfarna mánuði. Leikarar hafa áhyggjur af því að fyrirtækin geti grætt á ásýnd sinni og persónu án allrar aðkomu sjálfra leikaranna. „Það eiga sér stað samræður í öllum félögum, öllum umboðsskrifstofum og lögfræðistofum um að koma upp lagaramma utan um andlit okkar og rödd, svo að þetta verði okkar eign,“ sagði leikarinn. „Einmitt núna gæti ég, ef ég vildi, lagt til að gerðar yrði kvikmyndasería með sjö myndum þar sem ég yrði í aðalhlutverki þar sem ég er 32 ára gamall, núna og til eilífðar. Hver sem er getur endurskapað sjálfan sig með gervigreind,“ sagði leikarinn í hlaðvarpsþættinum. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Gervigreind Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Fleiri fréttir Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Sjá meira
Leikarinn birtir færslu á samfélagsmiðlinum Instagram vegna málsins. „Varist! Það er myndband í dreifingu þar sem seldar eru tryggingar vegna tannlæknaþjónustu og gervigreindarútgáfa af mér nýtt í myndbandið. Ég hef ekkert með þetta að gera,“ skrifar leikarinn. Óskarsverðlaunahafinn hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum vegna möguleika gervigreindar í kvikmyndum og sjónvarpi. Tæknin hefur áður verið nýtt meðal annars í Star Wars myndunum þar sem leikarar hafa ýmist verið endurlífgaðir, eða þeir yngdir upp. View this post on Instagram A post shared by Tom Hanks (@tomhanks) Dæmi um þetta má finna í nýjustu Indiana Jones myndinni þar sem Harrison Ford er yngdur upp sem fornleifafræðingurinn í hluta af myndinni. Þá hefur tæknin verið nýtt til að blása lífi í persónur eftir að leikararnir sem léku þær upprunalega eru látnir, líkt og í Star Wars myndunum. „Við vissum að þetta myndi gerast. Við sáum að það yrði hægt að taka saman tölur inn í tölvu og breyta þeim í andlit og í persónu,“ sagði Tom Hanks í hlaðvarpsþætti Adam Buxton um málið í apríl síðastliðnum. Þar sagði hann að leikarar hefðu miklar áhyggjur af stöðu mála en gervigreind hefur verið eitt af þrætueplunum í verkfallsaðgerðum leikara í Hollywood sem staðið hefur yfir undanfarna mánuði. Leikarar hafa áhyggjur af því að fyrirtækin geti grætt á ásýnd sinni og persónu án allrar aðkomu sjálfra leikaranna. „Það eiga sér stað samræður í öllum félögum, öllum umboðsskrifstofum og lögfræðistofum um að koma upp lagaramma utan um andlit okkar og rödd, svo að þetta verði okkar eign,“ sagði leikarinn. „Einmitt núna gæti ég, ef ég vildi, lagt til að gerðar yrði kvikmyndasería með sjö myndum þar sem ég yrði í aðalhlutverki þar sem ég er 32 ára gamall, núna og til eilífðar. Hver sem er getur endurskapað sjálfan sig með gervigreind,“ sagði leikarinn í hlaðvarpsþættinum.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Gervigreind Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Fleiri fréttir Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Sjá meira