Treystir nefndinni þrátt fyrir þveröfuga niðurstöðu Bandaríkjamanna Bjarki Sigurðsson skrifar 1. október 2023 21:01 Guðrún Hafsteinsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í júní. vísir/vilhelm Dómsmálaráðherra segist treysta niðurstöðu kærunefndar útlendingamála um ástandið í Venesúela, þrátt fyrir þveröfuga niðurstöðu Bandaríkjamanna í sama málefni fyrir skömmu. Ráðherra segir það vera hluta af kerfinu að fólkið snúi til síns heima. Í kvöldfréttum í gær hittum við fjölda hælisleitenda frá Venesúela, sem sögðust hræddir og reiðir eftir að kærunefnd útlendingamála úrskurðaði að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Þeim þótti furðulegt að á sama tíma og íslensk stjórnvöld meti stöðuna í Venesúela örugga hafi Bandaríkjamenn komist að þveröfugri niðurstöðu í svipaðri úttekt. Þeir meta ástandið það alvarlegt að framlengja skuli tímabundna vernd Venesúelamanna í landinu um átján mánuði. Treystir nefndinni Fréttastofa ræddi við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um þennan mun í dag. Hún segist treysta niðurstöðu kærunefndarinnar. „Ég get eingöngu treyst á niðurstöðu Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. Þessar tvær stofnanir hafa lagt mat á ástandið. Ég ætla líka að minna á það að löndin í kringum okkur hafa ekki verið að veita íbúum frá Venesúela þessa viðbótarvernd sem við höfum verið að gera. En ég get ekki gert annað en treyst Útlendingastofnun og kærunefndinni,“ segir Guðrún. Klippa: Treystir nefndinni Leggja í hættulegt ferðalag Flestir flóttamenn vilji snúa aftur heim þegar þar er öruggt að búa. „Við verðum alltaf að hafa það í huga að við Íslendingar höfum undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar hvað varðar flóttamenn. Það inniber að ákveðnum tíma liðnum geti fólk snúið til baka til sín heimaríkis, það er partur af hugmyndafræðinni og partur af kerfinu,“ segir Guðrún. Síðasta áratug hafa um það bil 7,3 milljónir manna flúið Venesúela. Sá fjöldi samsvarar nítjánfaldri íslensku þjóðinni. Margir sem flýja landið leggja í hættulegt ferðalag gegnum alla Mið-Ameríku og freista þess að komast til Bandaríkjanna. Venesúela Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Í kvöldfréttum í gær hittum við fjölda hælisleitenda frá Venesúela, sem sögðust hræddir og reiðir eftir að kærunefnd útlendingamála úrskurðaði að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Þeim þótti furðulegt að á sama tíma og íslensk stjórnvöld meti stöðuna í Venesúela örugga hafi Bandaríkjamenn komist að þveröfugri niðurstöðu í svipaðri úttekt. Þeir meta ástandið það alvarlegt að framlengja skuli tímabundna vernd Venesúelamanna í landinu um átján mánuði. Treystir nefndinni Fréttastofa ræddi við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um þennan mun í dag. Hún segist treysta niðurstöðu kærunefndarinnar. „Ég get eingöngu treyst á niðurstöðu Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. Þessar tvær stofnanir hafa lagt mat á ástandið. Ég ætla líka að minna á það að löndin í kringum okkur hafa ekki verið að veita íbúum frá Venesúela þessa viðbótarvernd sem við höfum verið að gera. En ég get ekki gert annað en treyst Útlendingastofnun og kærunefndinni,“ segir Guðrún. Klippa: Treystir nefndinni Leggja í hættulegt ferðalag Flestir flóttamenn vilji snúa aftur heim þegar þar er öruggt að búa. „Við verðum alltaf að hafa það í huga að við Íslendingar höfum undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar hvað varðar flóttamenn. Það inniber að ákveðnum tíma liðnum geti fólk snúið til baka til sín heimaríkis, það er partur af hugmyndafræðinni og partur af kerfinu,“ segir Guðrún. Síðasta áratug hafa um það bil 7,3 milljónir manna flúið Venesúela. Sá fjöldi samsvarar nítjánfaldri íslensku þjóðinni. Margir sem flýja landið leggja í hættulegt ferðalag gegnum alla Mið-Ameríku og freista þess að komast til Bandaríkjanna.
Venesúela Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira