Guðmundur Baldvin var í byrjunarliðinu og skoraði mark sitt á 38. mínútu leiksins. Hann kom þá Mjallby 2-1 yfir og var það staðan í hálfleik. Til að bæta á gleði heimamanna þá fékk Emin Grozdanic sitt annað gula spjald í liði Varnamo og gestirnir því manni færri út leikinn.
2-1 Mjällby! Gudmundur Baldvin Nökkvason med första allsvenska målet
— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 1, 2023
Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/1iioQZe4jv
Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka jöfnuðu gestirnir metin og stálu svo sigrinum með marki þegar þrjár mínútur voru til leiksloka, lokatölur 2-3. Guðmundur Baldvin var tekinn af velli þegar tíu mínútur lifðu leiks.
Mjallby er í 9. sæti með 34 stig að loknum 25 leikjum.