Venesúelamenn á Íslandi reiðir og óttaslegnir Bjarki Sigurðsson skrifar 30. september 2023 19:20 Fréttastofa ræddi við fjölda Venesúelamanna í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Hælisleitendur frá Venesúela segja það ekki rétt að ástandið í heimalandinu hafi skánað það mikið að öruggt sé fyrir þá að snúa aftur heim. Þeir eru hræddir og reiðir - og líður eins og Útlendingastofnun sjái þá sem tölur á blaði en ekki manneskjur. Samkvæmt úrskurðum kærunefndar útlendingamála er Útlendingastofnun heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd á Íslandi. Um það bil fimmtán hundruð Venesúelamenn eru hér á landi og bíða eftir endanlegri niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefndinni. Fimmtán hundruð Venesúelamenn bíða eftir því að umsókn þeirra verði tekin fyrir hjá annað hvort Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála. Vísir/Steingrímur Dúi Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það yrði umfangsmikið verkefni að koma þeim sem fá synjun úr landi. „Það verða líklegast mjög miklir fólksflutningar héðan til Venesúela. Það verður að tryggja það að það muni ganga vel og að fólk fái farsæla heimför,“ sagði Guðrún. Á Ásbrú á Reykjanesi býr stór hluti þeirra Venesúelamanna sem dvelja hér landi. Mariangel Garcia er ein þeirra en fréttastofa ræddi einnig við hana fyrr í sumar. Á hún einhverfa dóttur en fékk synjun um hæli. Bíður hún nú eftir úrskurði frá kærunefndinni og gæti nú verið að synjunin verði staðfest. Hún segir orð kærunefndarinnar um að ástandið í Venesúela sé orðið betra geti ekki staðist skoðun. „Um það er rætt víða um heim að ástandið sé ekki gott núna. Hvernig getur Ísland haldið öðru fram? Ástandið er alls ekki gott. Hvernig getur Ísland sagt að ástandið í Venesúela sé gott?“ segir Mariangel. Carlos Fernandez hefur verið hér á landi í tíu mánuði og segir fólkið ekki ætla sér að vera í Venesúela verði það sent þangað. „Ef við verðum send aftur til Venesúela munum við reyna að komast til annars lands. Þetta er sá raunveruleiki sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Carlos. Carlos Fernandez hefur verið hér á landi í tíu mánuði. Vísir/Steingrímur Dúi Tomaso Desario segir Útlendingastofnun ekki sjá Venesúelamenn sem manneskjur. „Það er mjög sárt fyrir okkur að upplifa hvernig ríkisstjórn Íslands lítur á okkur sem tölur á blaði. Við erum ekki tölur, við erum manneskjur. Þetta er okkur mikið hjartans mál því við komum hingað í leit að betra lífi, í leit að friðsömu landi og í leit að öryggi. Annað vakti ekki fyrir okkur. Takk fyrir,“ segir Tomaso. Venesúela Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Sjá meira
Samkvæmt úrskurðum kærunefndar útlendingamála er Útlendingastofnun heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd á Íslandi. Um það bil fimmtán hundruð Venesúelamenn eru hér á landi og bíða eftir endanlegri niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefndinni. Fimmtán hundruð Venesúelamenn bíða eftir því að umsókn þeirra verði tekin fyrir hjá annað hvort Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála. Vísir/Steingrímur Dúi Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það yrði umfangsmikið verkefni að koma þeim sem fá synjun úr landi. „Það verða líklegast mjög miklir fólksflutningar héðan til Venesúela. Það verður að tryggja það að það muni ganga vel og að fólk fái farsæla heimför,“ sagði Guðrún. Á Ásbrú á Reykjanesi býr stór hluti þeirra Venesúelamanna sem dvelja hér landi. Mariangel Garcia er ein þeirra en fréttastofa ræddi einnig við hana fyrr í sumar. Á hún einhverfa dóttur en fékk synjun um hæli. Bíður hún nú eftir úrskurði frá kærunefndinni og gæti nú verið að synjunin verði staðfest. Hún segir orð kærunefndarinnar um að ástandið í Venesúela sé orðið betra geti ekki staðist skoðun. „Um það er rætt víða um heim að ástandið sé ekki gott núna. Hvernig getur Ísland haldið öðru fram? Ástandið er alls ekki gott. Hvernig getur Ísland sagt að ástandið í Venesúela sé gott?“ segir Mariangel. Carlos Fernandez hefur verið hér á landi í tíu mánuði og segir fólkið ekki ætla sér að vera í Venesúela verði það sent þangað. „Ef við verðum send aftur til Venesúela munum við reyna að komast til annars lands. Þetta er sá raunveruleiki sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Carlos. Carlos Fernandez hefur verið hér á landi í tíu mánuði. Vísir/Steingrímur Dúi Tomaso Desario segir Útlendingastofnun ekki sjá Venesúelamenn sem manneskjur. „Það er mjög sárt fyrir okkur að upplifa hvernig ríkisstjórn Íslands lítur á okkur sem tölur á blaði. Við erum ekki tölur, við erum manneskjur. Þetta er okkur mikið hjartans mál því við komum hingað í leit að betra lífi, í leit að friðsömu landi og í leit að öryggi. Annað vakti ekki fyrir okkur. Takk fyrir,“ segir Tomaso.
Venesúela Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Sjá meira