Þá fjöllum við áfram um lyfjatengd andlát. Yfirlæknir á Vogi segir enn of marga látast hér á landi af lyfjatengdum orsökum eða vegna fíknisjúkdóma. Á þessu ári eru 35 undir fimmtugu látin sem hafa verið í þjónustu á Vogi.
Íslendingur sem búsettur hefur verið í New York-borg í áratug segir ástandið í borginni súrrealískt; götur breyttust í straumþungar ár í hamfararigningu sem skall á í gær og samgöngur lömuðust vegna skyndiflóða. Við sýnum frá óþekkjanlegri New York-borg í kvöldfréttum.
Við sýnum einnig myndir frá umfangsmikilli flugslysaæfingu, ræðum við Guðna Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra sem er uggandi yfir stöðu landbúnaðar á Íslandi og verðum á Flateyri þar sem langþráður björgunarbátur var vígður við hátíðlega athöfn í dag.