„Við ætlum að berjast með hverjum blóðdropa“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 28. september 2023 19:25 Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV Vísir/Hulda Margrét „Það eru blendnar tilfinningar eftir þennan leik, mér fannst við hrikalega góðir hér í kvöld. Hugfarið og karakterin var upp á tíu og það sást langar leiðir að okkur langaði í þrjú stig,“ sagði Hermann Hreiðarson þjálfari ÍBV eftir 2-1 tap á móti KA á Greifavellinum í dag. „Við gerðum allt í okkar valdi til að ná í þessi þrjú stig á móti sterku liði KA manna. Við vorum sjálfum okkur verstir hér í kvöld. Við afhendum þeim mörkin á silfurfati en fáum okkar dauðafæri sem við nýtum ekki. Ég met þetta sem svo að við vorum heilt yfir sterkara liðið.“ KA skoraði sitt fyrsta mark úr eina færi leiksins á þeim tímapunkti en það kom á 18. mínútu leiksins. „Það var ekkert að gerast í leiknum á því augnabliki, hvorki hjá okkur né þeim en svona gerast bara hlutir. Við vorum ekkert að dvelja við það, við keyrðum okkur í gang strax og skoruðum fljótlega. Þegar þeir skora þetta þriðja mark að þá fannst mér við detta of langt niður. Það var þungt að taka þessu marki númer tvö því aftur var þetta klaufagangur hjá okkur.“ Síðustu tuttugu mínútur leiksins voru ÍBV með yfirhöndina en náðu ekki að nýta sér þau færi og sénsa sem þeir fengu. „Síðustu 20 mínútur fór hins vegar allt í gang hjá okkur og það var mikill hugur í okkur en það var bara ekki nóg. Mér fannst við klaufar hér í lokin, við vorum stundum ekki að klára hlaupin okkar en ég beið samt eftir að við myndum skora. Mér fannst vera það mikil orka í liðinu. Ég held að allir skynji það að við ætlum að berjast með hverjum einasta blóðdropa sem við höfum til að ná í nógu mörg stig til að halda okkur uppi.“ Hermann var þrátt fyrir tapið ánægður með leik sinna manna í dag. „Það er fullt hrós á hópinn, það skiluðu allir sínu og rúmlega það hvort sem þeir byrjuðu eða komu inn af bekknum. Það er gott að sjá hvað er mikil samstaða hjá okkur, við vitum alveg að það styttist í lok mót. Það eru tveir leikir eftir og þar eru sex stig sem við ætlum að ná í.“ Í lok leiks kom léleg sending niður á Steinþór Már Auðunsson í marki KA, Sverrir Páll Hjalsted hljóp á eftir boltanum en þeir tveir skullu saman sem varð til þess að Sverrir fór meiddur af velli. Dómari leiksins dæmi aukaspyrnu á Sverrir en það var mjög umdeilt hvort um vítaspyrnu væri að ræða sem ÍBV fékk þá ekki. „Ég sá þetta ekki nógu vel þannig ég get ekki dæmt um það en við höfum svo sem ekki verið að fá víti yfir höfuð þegar við höfum átt það skilið þannig það er engin breyting þar á.“ Eiður Aron Sigurbjörnsson, Alex Freyr Hilmarsson og Sverrir Páll Hjalsted fóru allir af velli meiddir. „Ég veit ekki hvernig staðan er á Sverri en það er möguleiki að Alex og Eiður spili næsta leik. Það er mjög stutt í næsta leik. Sverrir fer í myndatöku, þetta var rosalegt högg. Þetta er mjög fúlt og endurspeglar sumarið svolítið því það hafa verið mikið um meiðsli hjá okkur. Það kom hins vegar maður í mann stað í dag og við vitum að það eru sex stig í pottinum og við ætlum að ná í þau.“ ÍBV KA Besta deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
„Við gerðum allt í okkar valdi til að ná í þessi þrjú stig á móti sterku liði KA manna. Við vorum sjálfum okkur verstir hér í kvöld. Við afhendum þeim mörkin á silfurfati en fáum okkar dauðafæri sem við nýtum ekki. Ég met þetta sem svo að við vorum heilt yfir sterkara liðið.“ KA skoraði sitt fyrsta mark úr eina færi leiksins á þeim tímapunkti en það kom á 18. mínútu leiksins. „Það var ekkert að gerast í leiknum á því augnabliki, hvorki hjá okkur né þeim en svona gerast bara hlutir. Við vorum ekkert að dvelja við það, við keyrðum okkur í gang strax og skoruðum fljótlega. Þegar þeir skora þetta þriðja mark að þá fannst mér við detta of langt niður. Það var þungt að taka þessu marki númer tvö því aftur var þetta klaufagangur hjá okkur.“ Síðustu tuttugu mínútur leiksins voru ÍBV með yfirhöndina en náðu ekki að nýta sér þau færi og sénsa sem þeir fengu. „Síðustu 20 mínútur fór hins vegar allt í gang hjá okkur og það var mikill hugur í okkur en það var bara ekki nóg. Mér fannst við klaufar hér í lokin, við vorum stundum ekki að klára hlaupin okkar en ég beið samt eftir að við myndum skora. Mér fannst vera það mikil orka í liðinu. Ég held að allir skynji það að við ætlum að berjast með hverjum einasta blóðdropa sem við höfum til að ná í nógu mörg stig til að halda okkur uppi.“ Hermann var þrátt fyrir tapið ánægður með leik sinna manna í dag. „Það er fullt hrós á hópinn, það skiluðu allir sínu og rúmlega það hvort sem þeir byrjuðu eða komu inn af bekknum. Það er gott að sjá hvað er mikil samstaða hjá okkur, við vitum alveg að það styttist í lok mót. Það eru tveir leikir eftir og þar eru sex stig sem við ætlum að ná í.“ Í lok leiks kom léleg sending niður á Steinþór Már Auðunsson í marki KA, Sverrir Páll Hjalsted hljóp á eftir boltanum en þeir tveir skullu saman sem varð til þess að Sverrir fór meiddur af velli. Dómari leiksins dæmi aukaspyrnu á Sverrir en það var mjög umdeilt hvort um vítaspyrnu væri að ræða sem ÍBV fékk þá ekki. „Ég sá þetta ekki nógu vel þannig ég get ekki dæmt um það en við höfum svo sem ekki verið að fá víti yfir höfuð þegar við höfum átt það skilið þannig það er engin breyting þar á.“ Eiður Aron Sigurbjörnsson, Alex Freyr Hilmarsson og Sverrir Páll Hjalsted fóru allir af velli meiddir. „Ég veit ekki hvernig staðan er á Sverri en það er möguleiki að Alex og Eiður spili næsta leik. Það er mjög stutt í næsta leik. Sverrir fer í myndatöku, þetta var rosalegt högg. Þetta er mjög fúlt og endurspeglar sumarið svolítið því það hafa verið mikið um meiðsli hjá okkur. Það kom hins vegar maður í mann stað í dag og við vitum að það eru sex stig í pottinum og við ætlum að ná í þau.“
ÍBV KA Besta deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti