Sport

Dagskráin í dag: Hitað upp fyrir Subway-deild karla og Ryder-bikarinn hefst

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Fyrirliðarnir Luke Donald og Zach Johnson eru klárir í slaginn fyrir Ryder-bikarinn.
Fyrirliðarnir Luke Donald og Zach Johnson eru klárir í slaginn fyrir Ryder-bikarinn. Darren Carroll/PGA of America

Það er stór dagur framundan í íþróttalífinu á sportrásum Stöðvar 2 í dag þar sem meðal annars verður hitað upp fyrir Subway-deild karla í körfubolta og Ryder-bikarinn í golfi hefur göngu sína.

Bein útsending frá fyrsta degi Ryder-bikarsins er nú þegar hafin, en hún hófst á slaginu klukkan 05:30 í morgun á Vodafone Sport þar sem bextu kylfingar Evrópu etja kappi við þá bestu frá Bandaríkjunum.

Golfið heldur svo áfram á Stöð 2 Sport 4 klukkan 18:00 þegar leikinn verður annar hringur Walmart NW Arkansas Championship á LPGA-mótaröðinni.

Klukkan 18:25 er komið að beinni útsendingu frá viðureign Hoffenheim og Borussia Dortmund í þýska fótboltanum á Vodafone Sport áður en BAXI tekur á móti Real Madrid í spænsku ACB-deildinni í körfubolta klukkan 18:50 á Stöð 2 Sport 2.

Klukkan 19:05 hefst svo bein útsending frá úrslitum Fótbolta.net bikarsins þar sem Víðir og KFG eigast við á Stöð 2 Sport 5 og að lokum hefst upphitun Körfuboltakvölds fyrir komandi tímabil í Subway-deild karla á Stöð 2 Sport klukkan 20:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×