Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur R. - FH 2-1 | Íslandsmeistararnir með endurkomusigur Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. september 2023 21:15 Víkingur hefur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn Vísir/Hulda Margrét Nýkrýndir Íslandsmeistarar Víkings Reykjavíkur unnu sterkan endurkomusigur gegn FH í þriðju umferð úrslitakeppni Bestu deildarinnar. FH komst marki yfir en missti svo mann af velli í seinni hálfleik og glataði forystunni. Þeir missa þar af mjög mikilvægum þremur stigum í baráttunni um Evrópusæti. Nikolaj Hansen skoraði sigurmarkið í dagVísir / Hulda Margrét Liðin stóðu jöfn framan af leik, FH mætti Víkingunum vel með hápressu sinni og settu þá í alls kyns vandræði. Voru margsinnis tæpir að vinna boltann af öftustu mönnum og skora en alltaf tókst heimamönnum að bjarga sér fyrir horn. Hinum megin gekk Víkingi illa að finna glufur á FH liðinu og voru farnir að leita frekar hátt í hlaupin inn fyrir vörnina. FH komst svo marki yfir eftir góða sókn á 31. mínútu, það var fyrirliðinn Björn Daníel Sverrisson sem kom boltanum í netið eftir fyrirgjöf Ástbjörns Þórðarsonar. Björn Daníel fagnar markinu með Haraldi ÁsgrímssyniVísir / Hulda Margrét Þeir féllu aftar á völlinn í kjölfarið og vörðu forystu sína vel með þéttum og öguðum varnarleik. Víkingur hélt mun meira í boltann undir lok fyrri hálfleiks og fann fínar stöður en skapaði sér engin dauðafæri. FH komst marki yfir í fyrri hálfleikVísir / Hulda Margrét Fljótlega í seinni hálfleik fékk Ástbjörn Þórðarson svo tvö gul spjöld með stuttu millibili og var rekinn af velli. Víkingar höfðu komið vel út úr búningsherbergjunum og voru farnir að ógna marki FH af miklu afli. Ástbjörn Þórðarson var rekinn af velli í upphafi seinni hálfleiksVísir / Hulda Margrét Manni færri en marki yfir féllu FH-ingar eins aftarlega og þeir gátu til að halda í forystuna. Þeir voru farnir að verjast með raunar allt liðið inni í eigin vítateig. Víkingar gerðu breytingar á liði sínu, settu ferska fætur út á kant og komu með hæð inn í vítateiginn. Það skilaði góðum árangri, tvö skallamörk undir lok leiks tryggðu þeim sigurinn. Fyrra markið skoraði varamaðurinn Aron Elís eftir fyrirgjöf Daniel Djuric og Nikolaj Hansen skoraði svo sigurmarkið eftir stoðsendingu Davíðs Atlasonar. Niko skallar boltann og Víkingar fagna. Af hverju vann Víkingur? Víkingar byrjuðu þennan leik á afturfótunum, voru í vandræðum að spila upp úr pressunni og lentu marki undir. FH lagðist aftar á völlinn eftir það og Víkingar þjörmuðu að þeim, þegar FH lenti svo manni undir var aldrei spurning um hvort, heldur hvenær jöfnunarmarkið kæmi. Hverjir stóðu upp úr? Varamaðurinn Aron Elís breytti þessum leik algjörlega fyrir heimamenn í Víking. Kom með hæð og styrk inn í teiginn og bauð upp á nýjar víddir í sóknarleiknum. Hjá FH átti Haraldur Einar Ásgrímsson góðan leik í bakverðinum, þeyttist upp og niður línuna, gaf góðar fyrirgjafir og varðist vel á hinum endanum. Hvað gekk illa? FH hefði átt að halda hápressunni áfram í fyrri hálfleik, voru með tökin á leiknum og hefðu getað skorað meira en ákvaðu að falla til baka og verja forystuna. Hvað gerist næst? Tveir umferðir eftir núna. Bæði lið spila á útivelli næst, FH heimsækir Val á sunnudag og Víkingur mætir Stjörnunni í Garðabæ á mánudag. Arnar: Tvö klassísk Víkingsmörk Arnar Gunnlaugsson var ánægður með endurkomu sinna manna í kvöldVísir / Hulda Margrét „Sterkur endurkomusigur, vorum smá að ströggla, FH-ingar voru bara virkilega ferskir og við áttum í erfiðleikum með að skapa færi. Þeir voru mjög sterkir varnarlega og voru fljótir að brjótast fram á við, voru að valda okkur usla en svo var heppnin aðeins með okkur þegar hann var rekinn útaf. Þá náðum við að þrýsta þá betur niður og skorum tvö klassísk Víkingsmörk þar sem við fyllum teiginn vel og náum að skalla boltann í markið“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, strax að leik loknum. Leikurinn breyttist þegar Arnar gerði tvöfalda breytingu á miðjunni, skipti Aron Elís og Pablo Punyed inn fyrir Viktor Örlyg og Gísla Gottskálk. Aron fór framarlega á völlinn, kom með nýja vídd í sóknarleikinn og skoraði svo jöfnunarmarkið skömmu síðar. „Svosem ekkert mikið [sem þurfti að breyta], Gísli og Viktor spiluðu bara virkilega vel en Pablo og Aron koma með öðruvísi ferskleika inn. Aron kemur á móti svona lágvörn eins og FH var komið í, nálægt sínum vítateig, þá þurfum við þessa auka hæð í skallaboltana. Gísli Gott var geggjaður í leiknum en í sumum stöðum þurfti meiri reynslu sem Pablo kom með og það dugði til að klára leikinn.“ FH voru að setja Víking í alls kyns vandræði í upphafi leiks með hárri pressu sinni. Víkingi gekk illa að leysa sig úr pressunni og spila boltanum í öftustu línu. Arnar segir enn rými til bætingar í þessum málum, liðið verði að þola slík áhlaup betur og sleppa því að fá á sig mörk. „Það er bara virkilega erfitt í 90 mínútur, það eru öll lið farin að pressa á Íslandi og í heimsfótboltanum. Svo er bara spurning fyrir okkur að þola það, á einhverjum tímapunkti munu opnanir koma en það þarf að sjá til þess að gera ekki mistök sjálfir meðan við reynum að finna þær opnanir. Við gerðum það í markinu núna og í þessum tveimur mörkum sem Blikarnir skoruðu [í síðasta leik]. Það er erfitt og eitthvað sem við þurfum að læra, liðin eru farin að stíga hátt á okkur, við þurfum að leysa það og ekki fá á okkur mark meðan sú orrahríð stendur yfir.“ Víkingur er að sjálfsögðu orðið bæði Íslands- og bikarmeistari, tímabilið er því búið hjá þeim en formsatriða vegna verður að klára þá leiki sem eftir eru. Þetta skapar flókna stöðu fyrir leikmenn sem hafa lagt allt í sölurnar til að tryggja titlana og upplifa væntanlega mikla þreytu í kjölfarið. „Það er keppnisskap til staðar en þetta er mjög flókið tímabil, það sem eftir er. Við erum búnir að leggja svo mikið í að vinna titlana tvo og eftir það er hausinn hérna, en samt ekki alveg hérna. Ég vildi óska þess að geta gefið strákunum frí en því miður er það ekki hægt, bæði eru þetta sterkir andstæðingar og svo er standardinn hjá okkur Víkingum bara orðinn það hár að það er ekkert annað leyfilegt en að sækja sigurinn“ sagði Arnar að lokum. Heimir: Dómgæslan var ekki góð Heimi tókst ekki að sækja sigurinn í dagVísir / Hulda Margrét „Þurftum aldrei að tapa þessum leik, vorum hrikalega flottir og skildum allt eftir inni á vellinum. Komumst sanngjarnt yfir, fengum góð færi í fyrri hálfleik en svo misstum við mann klaufalega af velli og erum á erfiðasta útivelli landsins. Þeir eru góðir að halda boltanum, fylla teiginn í fyrirgjöfunum, við gleymdum okkur aðeins í dekkningum og fengum á okkur tvö mörk en mér fannst frammistaðan alveg til fyrirmyndar“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, strax að leik loknum. Hann var ánægður með frammistöðu síns liðs á, að hans mati, erfiðasta útivelli landsins. FH spiluðu þéttan varnarleik og gáfu fá færi á sér en því miður þurfa Víkingar lítið til að skora. „Þeir voru ekkert að skapa mikið, en ástæðan fyrir því að Víkingur er Íslandsmeisari er að þeir þurfa ekkert mörg færi í leikjunum sínum til að skora. Þeir spila sterkan varnarleik, fá lítið af mörkum á sig, eru góðir fyrir framan markið og það er yfirleitt ávísun á góða hluti.“ Ástbjörn Þórðarsson fékk tvö gul spjöld með stuttu millibili í seinni hálfleik og var rekinn af velli. Heimir var ósáttur með það, og fleiri ákvarðanir dómarans í þessum leik. „Ég gat ekki metið fyrra gula spjaldið, held að það hafi verið soft en ég ætla ekki að tjá mig um það. En dómgæslan var ekki góð.“ Breiðablik tapaði fyrir Val og Stjarnan vann gegn KR. FH dregst því þremur stigum á eftir Stjörnunni og stýrir ekki lengur eigin örlögum. „Nú er þetta komið úr okkar höndum sem er alltaf neikvætt, en við þurfum bara að halda áfram og vera klárir í næsta leik á sunnudaginn, mætum Val og sjáum hvað gerist eftir það“ sagði Heimir að lokum. Trommuleikarinn í góðum gír Vísir / Hulda Margrét Stuð og stemning á heimavelli hamingjunnarVísir / Hulda Margrét Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH
Nýkrýndir Íslandsmeistarar Víkings Reykjavíkur unnu sterkan endurkomusigur gegn FH í þriðju umferð úrslitakeppni Bestu deildarinnar. FH komst marki yfir en missti svo mann af velli í seinni hálfleik og glataði forystunni. Þeir missa þar af mjög mikilvægum þremur stigum í baráttunni um Evrópusæti. Nikolaj Hansen skoraði sigurmarkið í dagVísir / Hulda Margrét Liðin stóðu jöfn framan af leik, FH mætti Víkingunum vel með hápressu sinni og settu þá í alls kyns vandræði. Voru margsinnis tæpir að vinna boltann af öftustu mönnum og skora en alltaf tókst heimamönnum að bjarga sér fyrir horn. Hinum megin gekk Víkingi illa að finna glufur á FH liðinu og voru farnir að leita frekar hátt í hlaupin inn fyrir vörnina. FH komst svo marki yfir eftir góða sókn á 31. mínútu, það var fyrirliðinn Björn Daníel Sverrisson sem kom boltanum í netið eftir fyrirgjöf Ástbjörns Þórðarsonar. Björn Daníel fagnar markinu með Haraldi ÁsgrímssyniVísir / Hulda Margrét Þeir féllu aftar á völlinn í kjölfarið og vörðu forystu sína vel með þéttum og öguðum varnarleik. Víkingur hélt mun meira í boltann undir lok fyrri hálfleiks og fann fínar stöður en skapaði sér engin dauðafæri. FH komst marki yfir í fyrri hálfleikVísir / Hulda Margrét Fljótlega í seinni hálfleik fékk Ástbjörn Þórðarson svo tvö gul spjöld með stuttu millibili og var rekinn af velli. Víkingar höfðu komið vel út úr búningsherbergjunum og voru farnir að ógna marki FH af miklu afli. Ástbjörn Þórðarson var rekinn af velli í upphafi seinni hálfleiksVísir / Hulda Margrét Manni færri en marki yfir féllu FH-ingar eins aftarlega og þeir gátu til að halda í forystuna. Þeir voru farnir að verjast með raunar allt liðið inni í eigin vítateig. Víkingar gerðu breytingar á liði sínu, settu ferska fætur út á kant og komu með hæð inn í vítateiginn. Það skilaði góðum árangri, tvö skallamörk undir lok leiks tryggðu þeim sigurinn. Fyrra markið skoraði varamaðurinn Aron Elís eftir fyrirgjöf Daniel Djuric og Nikolaj Hansen skoraði svo sigurmarkið eftir stoðsendingu Davíðs Atlasonar. Niko skallar boltann og Víkingar fagna. Af hverju vann Víkingur? Víkingar byrjuðu þennan leik á afturfótunum, voru í vandræðum að spila upp úr pressunni og lentu marki undir. FH lagðist aftar á völlinn eftir það og Víkingar þjörmuðu að þeim, þegar FH lenti svo manni undir var aldrei spurning um hvort, heldur hvenær jöfnunarmarkið kæmi. Hverjir stóðu upp úr? Varamaðurinn Aron Elís breytti þessum leik algjörlega fyrir heimamenn í Víking. Kom með hæð og styrk inn í teiginn og bauð upp á nýjar víddir í sóknarleiknum. Hjá FH átti Haraldur Einar Ásgrímsson góðan leik í bakverðinum, þeyttist upp og niður línuna, gaf góðar fyrirgjafir og varðist vel á hinum endanum. Hvað gekk illa? FH hefði átt að halda hápressunni áfram í fyrri hálfleik, voru með tökin á leiknum og hefðu getað skorað meira en ákvaðu að falla til baka og verja forystuna. Hvað gerist næst? Tveir umferðir eftir núna. Bæði lið spila á útivelli næst, FH heimsækir Val á sunnudag og Víkingur mætir Stjörnunni í Garðabæ á mánudag. Arnar: Tvö klassísk Víkingsmörk Arnar Gunnlaugsson var ánægður með endurkomu sinna manna í kvöldVísir / Hulda Margrét „Sterkur endurkomusigur, vorum smá að ströggla, FH-ingar voru bara virkilega ferskir og við áttum í erfiðleikum með að skapa færi. Þeir voru mjög sterkir varnarlega og voru fljótir að brjótast fram á við, voru að valda okkur usla en svo var heppnin aðeins með okkur þegar hann var rekinn útaf. Þá náðum við að þrýsta þá betur niður og skorum tvö klassísk Víkingsmörk þar sem við fyllum teiginn vel og náum að skalla boltann í markið“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, strax að leik loknum. Leikurinn breyttist þegar Arnar gerði tvöfalda breytingu á miðjunni, skipti Aron Elís og Pablo Punyed inn fyrir Viktor Örlyg og Gísla Gottskálk. Aron fór framarlega á völlinn, kom með nýja vídd í sóknarleikinn og skoraði svo jöfnunarmarkið skömmu síðar. „Svosem ekkert mikið [sem þurfti að breyta], Gísli og Viktor spiluðu bara virkilega vel en Pablo og Aron koma með öðruvísi ferskleika inn. Aron kemur á móti svona lágvörn eins og FH var komið í, nálægt sínum vítateig, þá þurfum við þessa auka hæð í skallaboltana. Gísli Gott var geggjaður í leiknum en í sumum stöðum þurfti meiri reynslu sem Pablo kom með og það dugði til að klára leikinn.“ FH voru að setja Víking í alls kyns vandræði í upphafi leiks með hárri pressu sinni. Víkingi gekk illa að leysa sig úr pressunni og spila boltanum í öftustu línu. Arnar segir enn rými til bætingar í þessum málum, liðið verði að þola slík áhlaup betur og sleppa því að fá á sig mörk. „Það er bara virkilega erfitt í 90 mínútur, það eru öll lið farin að pressa á Íslandi og í heimsfótboltanum. Svo er bara spurning fyrir okkur að þola það, á einhverjum tímapunkti munu opnanir koma en það þarf að sjá til þess að gera ekki mistök sjálfir meðan við reynum að finna þær opnanir. Við gerðum það í markinu núna og í þessum tveimur mörkum sem Blikarnir skoruðu [í síðasta leik]. Það er erfitt og eitthvað sem við þurfum að læra, liðin eru farin að stíga hátt á okkur, við þurfum að leysa það og ekki fá á okkur mark meðan sú orrahríð stendur yfir.“ Víkingur er að sjálfsögðu orðið bæði Íslands- og bikarmeistari, tímabilið er því búið hjá þeim en formsatriða vegna verður að klára þá leiki sem eftir eru. Þetta skapar flókna stöðu fyrir leikmenn sem hafa lagt allt í sölurnar til að tryggja titlana og upplifa væntanlega mikla þreytu í kjölfarið. „Það er keppnisskap til staðar en þetta er mjög flókið tímabil, það sem eftir er. Við erum búnir að leggja svo mikið í að vinna titlana tvo og eftir það er hausinn hérna, en samt ekki alveg hérna. Ég vildi óska þess að geta gefið strákunum frí en því miður er það ekki hægt, bæði eru þetta sterkir andstæðingar og svo er standardinn hjá okkur Víkingum bara orðinn það hár að það er ekkert annað leyfilegt en að sækja sigurinn“ sagði Arnar að lokum. Heimir: Dómgæslan var ekki góð Heimi tókst ekki að sækja sigurinn í dagVísir / Hulda Margrét „Þurftum aldrei að tapa þessum leik, vorum hrikalega flottir og skildum allt eftir inni á vellinum. Komumst sanngjarnt yfir, fengum góð færi í fyrri hálfleik en svo misstum við mann klaufalega af velli og erum á erfiðasta útivelli landsins. Þeir eru góðir að halda boltanum, fylla teiginn í fyrirgjöfunum, við gleymdum okkur aðeins í dekkningum og fengum á okkur tvö mörk en mér fannst frammistaðan alveg til fyrirmyndar“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, strax að leik loknum. Hann var ánægður með frammistöðu síns liðs á, að hans mati, erfiðasta útivelli landsins. FH spiluðu þéttan varnarleik og gáfu fá færi á sér en því miður þurfa Víkingar lítið til að skora. „Þeir voru ekkert að skapa mikið, en ástæðan fyrir því að Víkingur er Íslandsmeisari er að þeir þurfa ekkert mörg færi í leikjunum sínum til að skora. Þeir spila sterkan varnarleik, fá lítið af mörkum á sig, eru góðir fyrir framan markið og það er yfirleitt ávísun á góða hluti.“ Ástbjörn Þórðarsson fékk tvö gul spjöld með stuttu millibili í seinni hálfleik og var rekinn af velli. Heimir var ósáttur með það, og fleiri ákvarðanir dómarans í þessum leik. „Ég gat ekki metið fyrra gula spjaldið, held að það hafi verið soft en ég ætla ekki að tjá mig um það. En dómgæslan var ekki góð.“ Breiðablik tapaði fyrir Val og Stjarnan vann gegn KR. FH dregst því þremur stigum á eftir Stjörnunni og stýrir ekki lengur eigin örlögum. „Nú er þetta komið úr okkar höndum sem er alltaf neikvætt, en við þurfum bara að halda áfram og vera klárir í næsta leik á sunnudaginn, mætum Val og sjáum hvað gerist eftir það“ sagði Heimir að lokum. Trommuleikarinn í góðum gír Vísir / Hulda Margrét Stuð og stemning á heimavelli hamingjunnarVísir / Hulda Margrét
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti