Hrósar Taylor Swift fyrir að þora að mæta á leik með sér: „Hugað, mjög hugað“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2023 10:30 Eru Travis Kelce og Taylor Swift nýjasta ofurparið? vísir/getty Travis Kelce, leikmaður Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, hefur tjáð sig um söngkonuna Taylor Swift sem mætti á leik liðsins um helgina. Orðrómur um meint ástarsamband Kelces og Swifts hefur verið á sveimi undanfarnar vikur. Hann fékk byr undir báða vængi þegar Swift mætti á leik Chiefs og Chicago Bears á sunnudaginn. Hún var í einkasvítu Kelce-fjölskyldunnar í rauðum og hvítum Chiefs-jakka. Vel virtist fara á með henni og mömmu Kelces, Donnu. Höfðingjarnir unnu Birnina örugglega, 41-10. Eftir leikinn sáust Kelce og Swift yfirgefa leikvanginn saman. Kelce er með vikulegt hlaðvarp ásamt bróður sínum, Jason, sem nefnist New Heights. Í nýjasta þættinum tjáði hann sig um Swift. „Ég vil hrósa Taylor fyrir að mæta. Það var hugað, mjög hugað. Mér fannst bara frábært hvað allir í einkastúkunni höfðu ekkert nema frábæra hluti að segja um hana,“ sagði Kelce. „Hún leit frábærlega út, allir mærðu hana og ofan á allt var dagurinn fullkominn fyrir stuðningsmenn Höfðingjanna. Þetta var eins og handrit sem við höfðum skrifað.“ Swift er ein vinsælasta tónlistarkona heims og á sér stóran og dyggan aðdáendahóp. Þeir virðast vera ánægðir með Kelce enda jókst sala á treyjum hans um fjögur hundruð prósent eftir að hún mætti á leikinn á sunnudaginn. Chiefs valdi Kelce í nýliðavali NFL 2013. Hann hefur leikið með liðinu allar götur síðan þá og tvisvar sinnum unnið Super Bowl með því. Ástin og lífið NFL Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira
Orðrómur um meint ástarsamband Kelces og Swifts hefur verið á sveimi undanfarnar vikur. Hann fékk byr undir báða vængi þegar Swift mætti á leik Chiefs og Chicago Bears á sunnudaginn. Hún var í einkasvítu Kelce-fjölskyldunnar í rauðum og hvítum Chiefs-jakka. Vel virtist fara á með henni og mömmu Kelces, Donnu. Höfðingjarnir unnu Birnina örugglega, 41-10. Eftir leikinn sáust Kelce og Swift yfirgefa leikvanginn saman. Kelce er með vikulegt hlaðvarp ásamt bróður sínum, Jason, sem nefnist New Heights. Í nýjasta þættinum tjáði hann sig um Swift. „Ég vil hrósa Taylor fyrir að mæta. Það var hugað, mjög hugað. Mér fannst bara frábært hvað allir í einkastúkunni höfðu ekkert nema frábæra hluti að segja um hana,“ sagði Kelce. „Hún leit frábærlega út, allir mærðu hana og ofan á allt var dagurinn fullkominn fyrir stuðningsmenn Höfðingjanna. Þetta var eins og handrit sem við höfðum skrifað.“ Swift er ein vinsælasta tónlistarkona heims og á sér stóran og dyggan aðdáendahóp. Þeir virðast vera ánægðir með Kelce enda jókst sala á treyjum hans um fjögur hundruð prósent eftir að hún mætti á leikinn á sunnudaginn. Chiefs valdi Kelce í nýliðavali NFL 2013. Hann hefur leikið með liðinu allar götur síðan þá og tvisvar sinnum unnið Super Bowl með því.
Ástin og lífið NFL Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira