Hrósar Taylor Swift fyrir að þora að mæta á leik með sér: „Hugað, mjög hugað“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2023 10:30 Eru Travis Kelce og Taylor Swift nýjasta ofurparið? vísir/getty Travis Kelce, leikmaður Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, hefur tjáð sig um söngkonuna Taylor Swift sem mætti á leik liðsins um helgina. Orðrómur um meint ástarsamband Kelces og Swifts hefur verið á sveimi undanfarnar vikur. Hann fékk byr undir báða vængi þegar Swift mætti á leik Chiefs og Chicago Bears á sunnudaginn. Hún var í einkasvítu Kelce-fjölskyldunnar í rauðum og hvítum Chiefs-jakka. Vel virtist fara á með henni og mömmu Kelces, Donnu. Höfðingjarnir unnu Birnina örugglega, 41-10. Eftir leikinn sáust Kelce og Swift yfirgefa leikvanginn saman. Kelce er með vikulegt hlaðvarp ásamt bróður sínum, Jason, sem nefnist New Heights. Í nýjasta þættinum tjáði hann sig um Swift. „Ég vil hrósa Taylor fyrir að mæta. Það var hugað, mjög hugað. Mér fannst bara frábært hvað allir í einkastúkunni höfðu ekkert nema frábæra hluti að segja um hana,“ sagði Kelce. „Hún leit frábærlega út, allir mærðu hana og ofan á allt var dagurinn fullkominn fyrir stuðningsmenn Höfðingjanna. Þetta var eins og handrit sem við höfðum skrifað.“ Swift er ein vinsælasta tónlistarkona heims og á sér stóran og dyggan aðdáendahóp. Þeir virðast vera ánægðir með Kelce enda jókst sala á treyjum hans um fjögur hundruð prósent eftir að hún mætti á leikinn á sunnudaginn. Chiefs valdi Kelce í nýliðavali NFL 2013. Hann hefur leikið með liðinu allar götur síðan þá og tvisvar sinnum unnið Super Bowl með því. Ástin og lífið NFL Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Sjá meira
Orðrómur um meint ástarsamband Kelces og Swifts hefur verið á sveimi undanfarnar vikur. Hann fékk byr undir báða vængi þegar Swift mætti á leik Chiefs og Chicago Bears á sunnudaginn. Hún var í einkasvítu Kelce-fjölskyldunnar í rauðum og hvítum Chiefs-jakka. Vel virtist fara á með henni og mömmu Kelces, Donnu. Höfðingjarnir unnu Birnina örugglega, 41-10. Eftir leikinn sáust Kelce og Swift yfirgefa leikvanginn saman. Kelce er með vikulegt hlaðvarp ásamt bróður sínum, Jason, sem nefnist New Heights. Í nýjasta þættinum tjáði hann sig um Swift. „Ég vil hrósa Taylor fyrir að mæta. Það var hugað, mjög hugað. Mér fannst bara frábært hvað allir í einkastúkunni höfðu ekkert nema frábæra hluti að segja um hana,“ sagði Kelce. „Hún leit frábærlega út, allir mærðu hana og ofan á allt var dagurinn fullkominn fyrir stuðningsmenn Höfðingjanna. Þetta var eins og handrit sem við höfðum skrifað.“ Swift er ein vinsælasta tónlistarkona heims og á sér stóran og dyggan aðdáendahóp. Þeir virðast vera ánægðir með Kelce enda jókst sala á treyjum hans um fjögur hundruð prósent eftir að hún mætti á leikinn á sunnudaginn. Chiefs valdi Kelce í nýliðavali NFL 2013. Hann hefur leikið með liðinu allar götur síðan þá og tvisvar sinnum unnið Super Bowl með því.
Ástin og lífið NFL Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Sjá meira