Hrósar Taylor Swift fyrir að þora að mæta á leik með sér: „Hugað, mjög hugað“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2023 10:30 Eru Travis Kelce og Taylor Swift nýjasta ofurparið? vísir/getty Travis Kelce, leikmaður Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, hefur tjáð sig um söngkonuna Taylor Swift sem mætti á leik liðsins um helgina. Orðrómur um meint ástarsamband Kelces og Swifts hefur verið á sveimi undanfarnar vikur. Hann fékk byr undir báða vængi þegar Swift mætti á leik Chiefs og Chicago Bears á sunnudaginn. Hún var í einkasvítu Kelce-fjölskyldunnar í rauðum og hvítum Chiefs-jakka. Vel virtist fara á með henni og mömmu Kelces, Donnu. Höfðingjarnir unnu Birnina örugglega, 41-10. Eftir leikinn sáust Kelce og Swift yfirgefa leikvanginn saman. Kelce er með vikulegt hlaðvarp ásamt bróður sínum, Jason, sem nefnist New Heights. Í nýjasta þættinum tjáði hann sig um Swift. „Ég vil hrósa Taylor fyrir að mæta. Það var hugað, mjög hugað. Mér fannst bara frábært hvað allir í einkastúkunni höfðu ekkert nema frábæra hluti að segja um hana,“ sagði Kelce. „Hún leit frábærlega út, allir mærðu hana og ofan á allt var dagurinn fullkominn fyrir stuðningsmenn Höfðingjanna. Þetta var eins og handrit sem við höfðum skrifað.“ Swift er ein vinsælasta tónlistarkona heims og á sér stóran og dyggan aðdáendahóp. Þeir virðast vera ánægðir með Kelce enda jókst sala á treyjum hans um fjögur hundruð prósent eftir að hún mætti á leikinn á sunnudaginn. Chiefs valdi Kelce í nýliðavali NFL 2013. Hann hefur leikið með liðinu allar götur síðan þá og tvisvar sinnum unnið Super Bowl með því. Ástin og lífið NFL Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Orðrómur um meint ástarsamband Kelces og Swifts hefur verið á sveimi undanfarnar vikur. Hann fékk byr undir báða vængi þegar Swift mætti á leik Chiefs og Chicago Bears á sunnudaginn. Hún var í einkasvítu Kelce-fjölskyldunnar í rauðum og hvítum Chiefs-jakka. Vel virtist fara á með henni og mömmu Kelces, Donnu. Höfðingjarnir unnu Birnina örugglega, 41-10. Eftir leikinn sáust Kelce og Swift yfirgefa leikvanginn saman. Kelce er með vikulegt hlaðvarp ásamt bróður sínum, Jason, sem nefnist New Heights. Í nýjasta þættinum tjáði hann sig um Swift. „Ég vil hrósa Taylor fyrir að mæta. Það var hugað, mjög hugað. Mér fannst bara frábært hvað allir í einkastúkunni höfðu ekkert nema frábæra hluti að segja um hana,“ sagði Kelce. „Hún leit frábærlega út, allir mærðu hana og ofan á allt var dagurinn fullkominn fyrir stuðningsmenn Höfðingjanna. Þetta var eins og handrit sem við höfðum skrifað.“ Swift er ein vinsælasta tónlistarkona heims og á sér stóran og dyggan aðdáendahóp. Þeir virðast vera ánægðir með Kelce enda jókst sala á treyjum hans um fjögur hundruð prósent eftir að hún mætti á leikinn á sunnudaginn. Chiefs valdi Kelce í nýliðavali NFL 2013. Hann hefur leikið með liðinu allar götur síðan þá og tvisvar sinnum unnið Super Bowl með því.
Ástin og lífið NFL Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira