Segir ræstingakonum sagt upp svo karlarnir geti grætt meira Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. september 2023 07:01 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar hyggst boða konurnar sem missa vinnuna nú til fundar á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að hún muni gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að fá stjórnendur Grundarheimila til þess að hætta við ákvörðun sína um að segja upp 33 starfsmönnum í ræstingum og í þvottahúsi. Eins og Vísir greindi frá stefnir allt í að 33 starfsmenn verði sagt upp, þar með talið öllu starfsfólki á Þvottahúsi Grundarheimilanna, sem eru átta talsins, þá verður nítján sagt upp í ræstingadeild í Ási, hjúkrunar-og dvalarheimili í Hveragerði og svo breytingar á sex störfum til viðbótar, ýmist með uppsögnum eða þau lögð niður. Sólveig Anna sendi félagsmönnum sínum hjá Ási og þvottahúsinu tölvupóst í dag þar sem hún tilkynnti þeim um uppsagnirnar. Þeir höfðu ekki verið látnir vita fyrirfram og lýsti starfsmaður því við Vísi að tölvupósturinn hefði valdið mikilli óreiðu. „Við vorum látin vita af þessu vegna þess að þarna var um að ræða hópuppsögn. Hollusta mín er náttúrulega við félagsfólk Eflingar, þegar ég fæ upplýsingar sem þessar lít ég á það sem skyldu mína að miðla þeim áfram til míns félagsfólks,“ segir Sólveig Anna í samtali við Vísi. Hún segir að hún hafi fyrir hönd Eflingar komið mótmælum á framfæri við Gísla Pál Pálsson, stjórnarformann Grundar. Efling hvetji stjórn Grundar til að draga ákvörðun sína til baka. „Ég benti honum í samtalinu jafnframt á að kynna sér niðurstöður Vörðu um stöðu og lífsskilyrði fólks sem starfar við ræstingar sem birtust einmitt í dag. Þessar niðurstöður sýna fram á að staða þeirra sem starfa við ræstingar er sú versta á öllum íslenskum vinnumarkaði. Þetta eru að langstærstum meirihluta konur, mikið til innflytjendur,“ segir Sólveig Anna. Konum fórnað á altari gróðans Verið sé að segja upp ræstingarkonum og konum í þvottahúsinu upp til þess að spara peninga. Sólveig Anna býst við því að lítill sparnaður fáist með aðgerðunum. „Þar sem þeir ráða þá ræstingarkonur í staðinn af almennum markaði þar sem launin eru lægri og réttindi miklu lakari, til þess að þeir karlar sem reki þau fyrirtæki hafi þá tækifæri til þess að græða enn meira,“ segir Sólveig Anna. „Það er ömurlegt að verða vitni að þessu og ömurlegt að hið opinbera og fyrirtæki í velferðarþjónustu skuli leiða þessa útvistunarþróun sem hefur verið í gangi.“ Sólveig Anna hyggst vera viðstödd starfsmannafund sem haldinn verður í dag. Þá hyggst hún boða félagsfólk sitt sem missir vinnu nú til fundar á þriðjudag. „Ég ætla að gera það sem í mínu og félagsins valdi stendur til að fá stjórn Grundarhiemilanna til að draga þessa ömurlegu ákvörðun til baka.“ Vinnumarkaður Hveragerði Hjúkrunarheimili Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá stefnir allt í að 33 starfsmenn verði sagt upp, þar með talið öllu starfsfólki á Þvottahúsi Grundarheimilanna, sem eru átta talsins, þá verður nítján sagt upp í ræstingadeild í Ási, hjúkrunar-og dvalarheimili í Hveragerði og svo breytingar á sex störfum til viðbótar, ýmist með uppsögnum eða þau lögð niður. Sólveig Anna sendi félagsmönnum sínum hjá Ási og þvottahúsinu tölvupóst í dag þar sem hún tilkynnti þeim um uppsagnirnar. Þeir höfðu ekki verið látnir vita fyrirfram og lýsti starfsmaður því við Vísi að tölvupósturinn hefði valdið mikilli óreiðu. „Við vorum látin vita af þessu vegna þess að þarna var um að ræða hópuppsögn. Hollusta mín er náttúrulega við félagsfólk Eflingar, þegar ég fæ upplýsingar sem þessar lít ég á það sem skyldu mína að miðla þeim áfram til míns félagsfólks,“ segir Sólveig Anna í samtali við Vísi. Hún segir að hún hafi fyrir hönd Eflingar komið mótmælum á framfæri við Gísla Pál Pálsson, stjórnarformann Grundar. Efling hvetji stjórn Grundar til að draga ákvörðun sína til baka. „Ég benti honum í samtalinu jafnframt á að kynna sér niðurstöður Vörðu um stöðu og lífsskilyrði fólks sem starfar við ræstingar sem birtust einmitt í dag. Þessar niðurstöður sýna fram á að staða þeirra sem starfa við ræstingar er sú versta á öllum íslenskum vinnumarkaði. Þetta eru að langstærstum meirihluta konur, mikið til innflytjendur,“ segir Sólveig Anna. Konum fórnað á altari gróðans Verið sé að segja upp ræstingarkonum og konum í þvottahúsinu upp til þess að spara peninga. Sólveig Anna býst við því að lítill sparnaður fáist með aðgerðunum. „Þar sem þeir ráða þá ræstingarkonur í staðinn af almennum markaði þar sem launin eru lægri og réttindi miklu lakari, til þess að þeir karlar sem reki þau fyrirtæki hafi þá tækifæri til þess að græða enn meira,“ segir Sólveig Anna. „Það er ömurlegt að verða vitni að þessu og ömurlegt að hið opinbera og fyrirtæki í velferðarþjónustu skuli leiða þessa útvistunarþróun sem hefur verið í gangi.“ Sólveig Anna hyggst vera viðstödd starfsmannafund sem haldinn verður í dag. Þá hyggst hún boða félagsfólk sitt sem missir vinnu nú til fundar á þriðjudag. „Ég ætla að gera það sem í mínu og félagsins valdi stendur til að fá stjórn Grundarhiemilanna til að draga þessa ömurlegu ákvörðun til baka.“
Vinnumarkaður Hveragerði Hjúkrunarheimili Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira