Engillinn á afgreiðslukassanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2023 10:31 Viktor Ólason skrifaði minningargrein um Jóhannes Sævar Ársælsson, Jóa, sem stóð vaktina í Krónunni í Flatahrauni með bros á vör. Vísir/Arnar „Ég bara varð að gera þetta,“ segir Viktor Ólason, markaðsstjóri úr Hafnarfirði og höfundur minningargreinar, sem vakti mikla athygli í síðustu viku. Þar minntist Viktor brosmilds afgreiðslumanns í Krónunni, Jóhannesar Sævars Ársælssonar, sem hafði mikil áhrif á hann. Við kynntumst þeim Viktori og Jóa heitnum í Íslandi í dag í gær. Klippa: Gat ekki annað en skrifað minningargreinina „Við þekktumst ekkert en samt ætla ég að fá að kalla hann vin minn,“ skrifaði Viktor um Jóa í minningargreininni sem birtist í Morgunblaðinu á miðvikudag í síðustu viku. „Nú vil ég með þessum fáu línum þakka þér fyrir að gera lífið betra; því ég er næsta viss um að þú hafðir sömu jákvæðu áhrifin á miklu fleiri en mig. Takk fyrir mig.“ Og minningargreinin, þó stutt og látlaus væri, vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum; fangaði eflaust tilfinningar sem margir kannast við gagnvart heiðursfólki í þjónustustörfum sem verður á vegi þess í dagsins amstri. Greinina má lesa í færslunni hér fyrir neðan. Fallegasta minningargrein dagsins ❤️ pic.twitter.com/kp4QX8p1Fu— Birta Björnsdóttir (@birtabjoss) September 19, 2023 Gekk alltaf brosandi út úr búðinni „Það hafa allir sem verða á vegi okkar einhver áhrif á okkur,“ sagði Viktor í Íslandi í dag í gær. „Þetta var samt ótrúleg tilfinning. Ég sá minningargreinar um hann í blaðinu og þá kviknaði þessi þörf til að skrifa þetta.“ Og hún hefur ekkert kviknað áður? „Nei, ég er enginn rithöfundur. Ég er ekkert ljóðskáld. Þetta kom og ég bara varð að gera þetta. Maður labbaði alltaf brosandi út, hann var svona eins og félagi. Ég vissi ekki einu sinni hvað hann hét maðurinn, fyrr en ég sá minningargreinina. Og ég hugsaði að hann hafi hjálpað mér að verða betri maður, þó hann hafi ekki vitað af því. Og örugglega fleiri.“ Brot úr Ísland í dag-þætti gærkvöldsins má horfa á hér efst í fréttinni. Í þættinum leggjum við einnig leið okkar í Bónus í Holtagörðum og hittum Amöndu Rós Zhang afgreiðslukonu sem þekkt er fyrir líflega framkomu og ljúft viðmót. Þáttinn í heild má nálgast á Stöð 2+. Ísland í dag Samfélagsmiðlar Verslun Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Klippa: Gat ekki annað en skrifað minningargreinina „Við þekktumst ekkert en samt ætla ég að fá að kalla hann vin minn,“ skrifaði Viktor um Jóa í minningargreininni sem birtist í Morgunblaðinu á miðvikudag í síðustu viku. „Nú vil ég með þessum fáu línum þakka þér fyrir að gera lífið betra; því ég er næsta viss um að þú hafðir sömu jákvæðu áhrifin á miklu fleiri en mig. Takk fyrir mig.“ Og minningargreinin, þó stutt og látlaus væri, vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum; fangaði eflaust tilfinningar sem margir kannast við gagnvart heiðursfólki í þjónustustörfum sem verður á vegi þess í dagsins amstri. Greinina má lesa í færslunni hér fyrir neðan. Fallegasta minningargrein dagsins ❤️ pic.twitter.com/kp4QX8p1Fu— Birta Björnsdóttir (@birtabjoss) September 19, 2023 Gekk alltaf brosandi út úr búðinni „Það hafa allir sem verða á vegi okkar einhver áhrif á okkur,“ sagði Viktor í Íslandi í dag í gær. „Þetta var samt ótrúleg tilfinning. Ég sá minningargreinar um hann í blaðinu og þá kviknaði þessi þörf til að skrifa þetta.“ Og hún hefur ekkert kviknað áður? „Nei, ég er enginn rithöfundur. Ég er ekkert ljóðskáld. Þetta kom og ég bara varð að gera þetta. Maður labbaði alltaf brosandi út, hann var svona eins og félagi. Ég vissi ekki einu sinni hvað hann hét maðurinn, fyrr en ég sá minningargreinina. Og ég hugsaði að hann hafi hjálpað mér að verða betri maður, þó hann hafi ekki vitað af því. Og örugglega fleiri.“ Brot úr Ísland í dag-þætti gærkvöldsins má horfa á hér efst í fréttinni. Í þættinum leggjum við einnig leið okkar í Bónus í Holtagörðum og hittum Amöndu Rós Zhang afgreiðslukonu sem þekkt er fyrir líflega framkomu og ljúft viðmót. Þáttinn í heild má nálgast á Stöð 2+.
Ísland í dag Samfélagsmiðlar Verslun Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira