Lögmaður fari með rangt mál hvað varðar trans fólk Bjarki Sigurðsson skrifar 25. september 2023 17:45 Vilhjálmur Ósk Vilhjálms segir Evu Hauksdóttir lögmann hafa farið með rangt mál í Sprengisandi um helgina. Vísir Vilhjálmur Ósk Vilhjálms, verkefnastjóri hjá Samtökunum '78, segir Evu Hauksdóttur lögmann hafa farið ranglega með staðreyndir í útvarpsþættinum Sprengisandi um helgina. Sagði Eva þar að öll Norðurlöndin nema Ísland hafi bannað hormónablokkera fyrir börn. Í umræddum Sprengisandsþætti mætti Eva ásamt Alexöndru Briem, borgarfulltrúa Pírata, en hún er trans. Var umræðuefnið kynfræðsla í grunnskólum en á tímapunkti færðist umræðan yfir í trans fólk þegar Eva sagði að verið væri að normalísera það í kennslubók sem notuð er í grunnskólum. „Má ekki normalísera það?“ spurði Alexandra. „Nei, það má ekki,“ svaraði Eva. „Má ekki normalísera að trans fólk sé til og að fólk viti hver þau séu þrátt fyrir að samfélagið segi þeim annað? Í fyrsta lagi er ekki hægt að innræta það að vera trans ef einhver er það ekki fyrir. Þeir sem eru trans eða eitthvað á því rófi þurfa að fá að heyra það og það skaðar ekki hin börnin því þau eru ekki trans,“ sagði Alexandra þá. Þá hélt Eva því fram að öll Norðurlönd nema Ísland hafi ákveðið að banna hormónablokkera á börn. Vilhjálmur segir það þó vera alrangt. „Sum þessara landa eru vissulega að endurskoða þjónustuna. Færa hana til og breyta aðgenginu. Það sem við erum að horfa aðallega á er greiningaferlið og eftirfylgnin. Það er að greiningarferlið, að það sé ítarlegra. Allt með það að leiðarljósi að bæta þjónustuna. En þjónustan er alls staðar enn í gangi. Það er verið að taka fréttir, greinar og skýrslur úr samhengi, grafa undan þessari þjónustu,“ segir Vilhjálmur. Ísland sé til fyrirmyndar Hán segir önnur lönd vera að færa kerfið sitt nær því sem finnst á Íslandi. Hér sé greiningarferlið ítarlegt og eftirfylgnin mikil. „Við ætlum að treysta læknum og heilbrigðisstarfsfólki til þess að gera það, sérstaklega þar sem við sjáum að hún er til fyrirmyndar. Ég var á ráðstefnu í sumar þar sem var fagfólk í heilbrigðisþjónustu fyrir trans einstaklinga. Þar var verið að tala um þessa þætti, faglega og góða þjónustu. Þar átti ég samtöl við fólk frá öllum Norðurlöndunum og það er alls staðar verið að sinna þessari þjónustu þó svo hún sé vissulega að taka einhverjum breytingum,“ segir Vilhjálmur. Sýna að kerfið virki Hán segist ekki vita hvaðan Eva fær sínar upplýsingar en ljóst sé að þær komi ekki frá traustum miðlum. „Allir sem koma að þessum málaflokki vilja tryggja öryggi og fagleg vinnubrögð þegar kemur að börnum og ungmennum. Það er númer eitt tvö og þrjú. Þess vegna styðjum við þessa þjónustu því rannsóknir sýna að hún virkar,“ segir Vilhjálmur. Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Í umræddum Sprengisandsþætti mætti Eva ásamt Alexöndru Briem, borgarfulltrúa Pírata, en hún er trans. Var umræðuefnið kynfræðsla í grunnskólum en á tímapunkti færðist umræðan yfir í trans fólk þegar Eva sagði að verið væri að normalísera það í kennslubók sem notuð er í grunnskólum. „Má ekki normalísera það?“ spurði Alexandra. „Nei, það má ekki,“ svaraði Eva. „Má ekki normalísera að trans fólk sé til og að fólk viti hver þau séu þrátt fyrir að samfélagið segi þeim annað? Í fyrsta lagi er ekki hægt að innræta það að vera trans ef einhver er það ekki fyrir. Þeir sem eru trans eða eitthvað á því rófi þurfa að fá að heyra það og það skaðar ekki hin börnin því þau eru ekki trans,“ sagði Alexandra þá. Þá hélt Eva því fram að öll Norðurlönd nema Ísland hafi ákveðið að banna hormónablokkera á börn. Vilhjálmur segir það þó vera alrangt. „Sum þessara landa eru vissulega að endurskoða þjónustuna. Færa hana til og breyta aðgenginu. Það sem við erum að horfa aðallega á er greiningaferlið og eftirfylgnin. Það er að greiningarferlið, að það sé ítarlegra. Allt með það að leiðarljósi að bæta þjónustuna. En þjónustan er alls staðar enn í gangi. Það er verið að taka fréttir, greinar og skýrslur úr samhengi, grafa undan þessari þjónustu,“ segir Vilhjálmur. Ísland sé til fyrirmyndar Hán segir önnur lönd vera að færa kerfið sitt nær því sem finnst á Íslandi. Hér sé greiningarferlið ítarlegt og eftirfylgnin mikil. „Við ætlum að treysta læknum og heilbrigðisstarfsfólki til þess að gera það, sérstaklega þar sem við sjáum að hún er til fyrirmyndar. Ég var á ráðstefnu í sumar þar sem var fagfólk í heilbrigðisþjónustu fyrir trans einstaklinga. Þar var verið að tala um þessa þætti, faglega og góða þjónustu. Þar átti ég samtöl við fólk frá öllum Norðurlöndunum og það er alls staðar verið að sinna þessari þjónustu þó svo hún sé vissulega að taka einhverjum breytingum,“ segir Vilhjálmur. Sýna að kerfið virki Hán segist ekki vita hvaðan Eva fær sínar upplýsingar en ljóst sé að þær komi ekki frá traustum miðlum. „Allir sem koma að þessum málaflokki vilja tryggja öryggi og fagleg vinnubrögð þegar kemur að börnum og ungmennum. Það er númer eitt tvö og þrjú. Þess vegna styðjum við þessa þjónustu því rannsóknir sýna að hún virkar,“ segir Vilhjálmur.
Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira