Lögmaður fari með rangt mál hvað varðar trans fólk Bjarki Sigurðsson skrifar 25. september 2023 17:45 Vilhjálmur Ósk Vilhjálms segir Evu Hauksdóttir lögmann hafa farið með rangt mál í Sprengisandi um helgina. Vísir Vilhjálmur Ósk Vilhjálms, verkefnastjóri hjá Samtökunum '78, segir Evu Hauksdóttur lögmann hafa farið ranglega með staðreyndir í útvarpsþættinum Sprengisandi um helgina. Sagði Eva þar að öll Norðurlöndin nema Ísland hafi bannað hormónablokkera fyrir börn. Í umræddum Sprengisandsþætti mætti Eva ásamt Alexöndru Briem, borgarfulltrúa Pírata, en hún er trans. Var umræðuefnið kynfræðsla í grunnskólum en á tímapunkti færðist umræðan yfir í trans fólk þegar Eva sagði að verið væri að normalísera það í kennslubók sem notuð er í grunnskólum. „Má ekki normalísera það?“ spurði Alexandra. „Nei, það má ekki,“ svaraði Eva. „Má ekki normalísera að trans fólk sé til og að fólk viti hver þau séu þrátt fyrir að samfélagið segi þeim annað? Í fyrsta lagi er ekki hægt að innræta það að vera trans ef einhver er það ekki fyrir. Þeir sem eru trans eða eitthvað á því rófi þurfa að fá að heyra það og það skaðar ekki hin börnin því þau eru ekki trans,“ sagði Alexandra þá. Þá hélt Eva því fram að öll Norðurlönd nema Ísland hafi ákveðið að banna hormónablokkera á börn. Vilhjálmur segir það þó vera alrangt. „Sum þessara landa eru vissulega að endurskoða þjónustuna. Færa hana til og breyta aðgenginu. Það sem við erum að horfa aðallega á er greiningaferlið og eftirfylgnin. Það er að greiningarferlið, að það sé ítarlegra. Allt með það að leiðarljósi að bæta þjónustuna. En þjónustan er alls staðar enn í gangi. Það er verið að taka fréttir, greinar og skýrslur úr samhengi, grafa undan þessari þjónustu,“ segir Vilhjálmur. Ísland sé til fyrirmyndar Hán segir önnur lönd vera að færa kerfið sitt nær því sem finnst á Íslandi. Hér sé greiningarferlið ítarlegt og eftirfylgnin mikil. „Við ætlum að treysta læknum og heilbrigðisstarfsfólki til þess að gera það, sérstaklega þar sem við sjáum að hún er til fyrirmyndar. Ég var á ráðstefnu í sumar þar sem var fagfólk í heilbrigðisþjónustu fyrir trans einstaklinga. Þar var verið að tala um þessa þætti, faglega og góða þjónustu. Þar átti ég samtöl við fólk frá öllum Norðurlöndunum og það er alls staðar verið að sinna þessari þjónustu þó svo hún sé vissulega að taka einhverjum breytingum,“ segir Vilhjálmur. Sýna að kerfið virki Hán segist ekki vita hvaðan Eva fær sínar upplýsingar en ljóst sé að þær komi ekki frá traustum miðlum. „Allir sem koma að þessum málaflokki vilja tryggja öryggi og fagleg vinnubrögð þegar kemur að börnum og ungmennum. Það er númer eitt tvö og þrjú. Þess vegna styðjum við þessa þjónustu því rannsóknir sýna að hún virkar,“ segir Vilhjálmur. Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
Í umræddum Sprengisandsþætti mætti Eva ásamt Alexöndru Briem, borgarfulltrúa Pírata, en hún er trans. Var umræðuefnið kynfræðsla í grunnskólum en á tímapunkti færðist umræðan yfir í trans fólk þegar Eva sagði að verið væri að normalísera það í kennslubók sem notuð er í grunnskólum. „Má ekki normalísera það?“ spurði Alexandra. „Nei, það má ekki,“ svaraði Eva. „Má ekki normalísera að trans fólk sé til og að fólk viti hver þau séu þrátt fyrir að samfélagið segi þeim annað? Í fyrsta lagi er ekki hægt að innræta það að vera trans ef einhver er það ekki fyrir. Þeir sem eru trans eða eitthvað á því rófi þurfa að fá að heyra það og það skaðar ekki hin börnin því þau eru ekki trans,“ sagði Alexandra þá. Þá hélt Eva því fram að öll Norðurlönd nema Ísland hafi ákveðið að banna hormónablokkera á börn. Vilhjálmur segir það þó vera alrangt. „Sum þessara landa eru vissulega að endurskoða þjónustuna. Færa hana til og breyta aðgenginu. Það sem við erum að horfa aðallega á er greiningaferlið og eftirfylgnin. Það er að greiningarferlið, að það sé ítarlegra. Allt með það að leiðarljósi að bæta þjónustuna. En þjónustan er alls staðar enn í gangi. Það er verið að taka fréttir, greinar og skýrslur úr samhengi, grafa undan þessari þjónustu,“ segir Vilhjálmur. Ísland sé til fyrirmyndar Hán segir önnur lönd vera að færa kerfið sitt nær því sem finnst á Íslandi. Hér sé greiningarferlið ítarlegt og eftirfylgnin mikil. „Við ætlum að treysta læknum og heilbrigðisstarfsfólki til þess að gera það, sérstaklega þar sem við sjáum að hún er til fyrirmyndar. Ég var á ráðstefnu í sumar þar sem var fagfólk í heilbrigðisþjónustu fyrir trans einstaklinga. Þar var verið að tala um þessa þætti, faglega og góða þjónustu. Þar átti ég samtöl við fólk frá öllum Norðurlöndunum og það er alls staðar verið að sinna þessari þjónustu þó svo hún sé vissulega að taka einhverjum breytingum,“ segir Vilhjálmur. Sýna að kerfið virki Hán segist ekki vita hvaðan Eva fær sínar upplýsingar en ljóst sé að þær komi ekki frá traustum miðlum. „Allir sem koma að þessum málaflokki vilja tryggja öryggi og fagleg vinnubrögð þegar kemur að börnum og ungmennum. Það er númer eitt tvö og þrjú. Þess vegna styðjum við þessa þjónustu því rannsóknir sýna að hún virkar,“ segir Vilhjálmur.
Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira