„Ég mun líta í kringum mig og sjá Blikastuðningsmennina horfa aðeins á mig“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. september 2023 18:26 Daniej Dejan Djuric fagnar hér í leik með Víkingum. Vísir/Hulda Margrét Danijel Dejan Djuric leikmaður Víkinga var byrjaður að hlakka til að tryggja sér Íslandsbikarinn á Kópavogsvelli gegn Blikum á morgun. Svo verður ekki því titillinn er í höfn eftir jafntefli KR og Vals í dag. Valsmenn geta nú ekki lengur náð Víkingum á toppnum. „Hún er mjög skrýtin. Ég vissi hvernig þetta var fyrirfram og ég veit ekki alveg hvernig þetta er núna. Skrýtin er tilfinningin,“ sagði Danijel þegar Svava Kristín íþróttafréttakona ræddi við hann eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Liðsmenn Víkings söfnuðust saman á heimavelli sínum í Fossvoginum til að fylgjast með gangi mála. Ef Valsmenn hefðu unnið sigur í dag hefðu Víkingar fengið tækifæri til að tryggja sér titilinn á Kópavogsvelli á morgun þar sem liðið mætir Breiðabliki. Liðin hafa eldað grátt silfur síðustu misseri og Danijel oftar en ekki verið í sviðsljósinu en hann er uppalinn hjá Kópavogsliðinu. Var hann farinn að hlakka til leiksins á Kópavogsvelli á morgun? „Kannski meira mér en öðrum í liðinu. Ég horfði mikið í það að spila leikinn á morgun, kannski meira ég en aðrir í liðinu.“ „Þetta hefði verið geðveikur leikur. Það hefði kitlað mig meira en aðra. Þetta eru blendnar tilfinningar, maður vildi spila alvöru leik á morgun en síðan vildi maður líka verða Íslandmeistari. Þetta er mjög skrýtið, það er það eina sem ég get sagt.“ Danijel segir að það verði lítið mál að gíra Víkingsliðið upp í leikinn gegn Blikum á morgun þó svo að titillin sé í höfn. „Það verður ekkert mál. Breiðablik er alltaf eins og Breiðablik. Enginn vill tapa fyrir Breiðablik og það verður ekkert mál að gíra sig upp í leikinn á morgun.“ Klippa: Viðtal - Danijel Dejan Djuric Blikar munu væntanlega standa heiðursvörð þegar Víkingar ganga inn á völlinn á morgun. Danijel hlakkar til þeirrar stundar. „Ég get lofað ykkur að ég fer hægt út úr göngunum á morgun. Ég mun líta aðeins í kringum mig og sjá Blikastuðningsmennina horfa aðeins á mig. Þetta verður stund sem ég verð mjög stoltur af. Það eina sem ég segi er að hafa trú á sjálfum sér. Ég er Íslands- og bikarmeistari og ég hafði trú á sjálfum mér og þannig er þetta.“ „Einmitt það, stoltur Víkingur,“ sagði Danijel Dejan Djuric að lokum en allt viðtal Svövu Kristínar við hann má sjá hér fyrir ofan. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
„Hún er mjög skrýtin. Ég vissi hvernig þetta var fyrirfram og ég veit ekki alveg hvernig þetta er núna. Skrýtin er tilfinningin,“ sagði Danijel þegar Svava Kristín íþróttafréttakona ræddi við hann eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Liðsmenn Víkings söfnuðust saman á heimavelli sínum í Fossvoginum til að fylgjast með gangi mála. Ef Valsmenn hefðu unnið sigur í dag hefðu Víkingar fengið tækifæri til að tryggja sér titilinn á Kópavogsvelli á morgun þar sem liðið mætir Breiðabliki. Liðin hafa eldað grátt silfur síðustu misseri og Danijel oftar en ekki verið í sviðsljósinu en hann er uppalinn hjá Kópavogsliðinu. Var hann farinn að hlakka til leiksins á Kópavogsvelli á morgun? „Kannski meira mér en öðrum í liðinu. Ég horfði mikið í það að spila leikinn á morgun, kannski meira ég en aðrir í liðinu.“ „Þetta hefði verið geðveikur leikur. Það hefði kitlað mig meira en aðra. Þetta eru blendnar tilfinningar, maður vildi spila alvöru leik á morgun en síðan vildi maður líka verða Íslandmeistari. Þetta er mjög skrýtið, það er það eina sem ég get sagt.“ Danijel segir að það verði lítið mál að gíra Víkingsliðið upp í leikinn gegn Blikum á morgun þó svo að titillin sé í höfn. „Það verður ekkert mál. Breiðablik er alltaf eins og Breiðablik. Enginn vill tapa fyrir Breiðablik og það verður ekkert mál að gíra sig upp í leikinn á morgun.“ Klippa: Viðtal - Danijel Dejan Djuric Blikar munu væntanlega standa heiðursvörð þegar Víkingar ganga inn á völlinn á morgun. Danijel hlakkar til þeirrar stundar. „Ég get lofað ykkur að ég fer hægt út úr göngunum á morgun. Ég mun líta aðeins í kringum mig og sjá Blikastuðningsmennina horfa aðeins á mig. Þetta verður stund sem ég verð mjög stoltur af. Það eina sem ég segi er að hafa trú á sjálfum sér. Ég er Íslands- og bikarmeistari og ég hafði trú á sjálfum mér og þannig er þetta.“ „Einmitt það, stoltur Víkingur,“ sagði Danijel Dejan Djuric að lokum en allt viðtal Svövu Kristínar við hann má sjá hér fyrir ofan.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira