Usher sér um hálfleikstónleika Ofurskálarinnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. september 2023 17:35 Usher hefur lengi verið ein stærsta poppstjarna heims. getty Bandaríski tónlistarmaðurinn Usher mun mun troða upp í hálfleik Ofurskálar NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta á næsta ári. Í tilkynningu er greint frá tíðindunum á skemmtilegan hátt með aðstoð raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian: USHER. LAS VEGAS. APPLE MUSIC HALFTIME SHOW. #SBLVIII https://t.co/Vh4qVbiAa4@Usher, @nfl, @rocnation, @nfloncbs pic.twitter.com/scsFio8FmO— Apple Music (@AppleMusic) September 24, 2023 Ofurskálin, sem heitir á frummálinu Super bowl, hefur undanfarin ár verið einn vinsælasti sjónvarpsviðburður heims. Æ fleiri hérlendis fylgjast með leiknum en margir hafa meiri áhuga á hálfleikstónleikunum, sem og tilheyrandi bandarískum veitingum sem áhorfendur gæða sér jafnan á í Ofurskálarpartíum. „Það er heiður lífs míns að fá loksins að spila á Ofurskálartónleikum. Ég get ekki beðið eftir að færa heiminum tónleika, sem verða ólíkir nokkru öðru en fólk hefur séð af mér áður,“ er haft eftir Usher. Usher, sem verður 45 ára í október, hefur lengi verið einn vinsælasti R&B söngvari heims. Hann gaf út sína fyrstu plötu árið 1994 og hefur reglulega gefið út slagara frá þeim tíma. Margir vinsælustu tónlistarmenn heims hafa komið fram á Ofurskálartónleikunum, nú síðast söngkonan Rihanna sem sýndi óléttubumbu sína í fyrsta sinn á tónleikunum í febrúar en hún og rapparinn A$AP Rocky eignuðust sitt annað barn í síðasta mánuði. Ofurskálin Tónlist Bandaríkin Bandaríski fótboltinn Hollywood Tengdar fréttir Sjáðu stórkostlegt hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni Tónlistarkonan Rihanna skildi áhorfendur eftir agndofa eftir stórbrotið atriði sitt í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Myndband af flutningi hennar má sjá í spilara hér fyrir neðan. 13. febrúar 2023 10:59 Rihanna og ASAP gáfu syninum óvenjulegt nafn Sonur bandaríska tónlistarfólksins Rihönnu og ASAP Rocky hefur verið nefndur. Hann heitir Riot Rose Mayers og er þess getið í erlendum slúðurmiðlum að nafnið vekji athygli en talið er að hann sé nefndur eftir einu frægasta lagi rapparans. 8. september 2023 11:57 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Í tilkynningu er greint frá tíðindunum á skemmtilegan hátt með aðstoð raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian: USHER. LAS VEGAS. APPLE MUSIC HALFTIME SHOW. #SBLVIII https://t.co/Vh4qVbiAa4@Usher, @nfl, @rocnation, @nfloncbs pic.twitter.com/scsFio8FmO— Apple Music (@AppleMusic) September 24, 2023 Ofurskálin, sem heitir á frummálinu Super bowl, hefur undanfarin ár verið einn vinsælasti sjónvarpsviðburður heims. Æ fleiri hérlendis fylgjast með leiknum en margir hafa meiri áhuga á hálfleikstónleikunum, sem og tilheyrandi bandarískum veitingum sem áhorfendur gæða sér jafnan á í Ofurskálarpartíum. „Það er heiður lífs míns að fá loksins að spila á Ofurskálartónleikum. Ég get ekki beðið eftir að færa heiminum tónleika, sem verða ólíkir nokkru öðru en fólk hefur séð af mér áður,“ er haft eftir Usher. Usher, sem verður 45 ára í október, hefur lengi verið einn vinsælasti R&B söngvari heims. Hann gaf út sína fyrstu plötu árið 1994 og hefur reglulega gefið út slagara frá þeim tíma. Margir vinsælustu tónlistarmenn heims hafa komið fram á Ofurskálartónleikunum, nú síðast söngkonan Rihanna sem sýndi óléttubumbu sína í fyrsta sinn á tónleikunum í febrúar en hún og rapparinn A$AP Rocky eignuðust sitt annað barn í síðasta mánuði.
Ofurskálin Tónlist Bandaríkin Bandaríski fótboltinn Hollywood Tengdar fréttir Sjáðu stórkostlegt hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni Tónlistarkonan Rihanna skildi áhorfendur eftir agndofa eftir stórbrotið atriði sitt í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Myndband af flutningi hennar má sjá í spilara hér fyrir neðan. 13. febrúar 2023 10:59 Rihanna og ASAP gáfu syninum óvenjulegt nafn Sonur bandaríska tónlistarfólksins Rihönnu og ASAP Rocky hefur verið nefndur. Hann heitir Riot Rose Mayers og er þess getið í erlendum slúðurmiðlum að nafnið vekji athygli en talið er að hann sé nefndur eftir einu frægasta lagi rapparans. 8. september 2023 11:57 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Sjáðu stórkostlegt hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni Tónlistarkonan Rihanna skildi áhorfendur eftir agndofa eftir stórbrotið atriði sitt í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Myndband af flutningi hennar má sjá í spilara hér fyrir neðan. 13. febrúar 2023 10:59
Rihanna og ASAP gáfu syninum óvenjulegt nafn Sonur bandaríska tónlistarfólksins Rihönnu og ASAP Rocky hefur verið nefndur. Hann heitir Riot Rose Mayers og er þess getið í erlendum slúðurmiðlum að nafnið vekji athygli en talið er að hann sé nefndur eftir einu frægasta lagi rapparans. 8. september 2023 11:57