Magnús Már Einarsson: Ég hef aldrei prófað það Sverrir Mar Smárason skrifar 24. september 2023 16:35 Magnús Már Einarsson fer með Aftureldingu í úrslitaleik um sæti í efstu deild. Vísir/arnar Afturelding vann Leikni 3-0 á heimavelli í síðari leik liðanna í umspili um sæti í Bestu Deild Karla á næsta tímabili. Sigurinn í dag var sannfærandi og þýðir það að Mosfellingar mæta Vestra í úrslitaleik á Laugardalsvelli laugardaginn 30. september. Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var gríðarlega ánægður í leikslok. “Gríðarlega ánægður. Gaman að fara á Laugardalsvöllinn og þetta er stór stund fyrir okkur að klára þetta svona. Mér fannst þetta mjög fagmannleg frammistaða hjá strákunum, verðskuldaður sigur. Frábærir varnarlega, tókum færin vel og hefðum getað skorað fleiri. Bara geggjað,” sagði Magnús Már. Upplegg Aftureldingar var öðruvísi en í gegnum sumarið þar sem í dag lágu þeir aftar og sóttu hratt. Mörkin þrjú komu á 8 mínútna kafla í fyrri hálfleik og öll úr hröðum sóknum. “Já að einhverju leyti gerðum við það. Við stigum aðeins framar í byrjun en svo erum við bara í þannig stöðu að þeir þurftu að sækja og við gátum legið til bara. Þá bara nýttum við okkur það og mér fannst við frábærir í lágvörn eins og við vorum í Breiðholtinu,” sagði Magnús. Afturelding mætir Vestra í úrslitaleiknum eftir tæpa viku. “Vestri eru með gott lið, öll liðin í úrslitakeppninni eru góð þannig að við erum bara klárir. Þetta verður hörku leikur. Við erum búnir að spila tvo leiki við þá í sumar, vinna annan og hinn jafntefli. Við erum klárir en maður er kannski lítið búinn að hugsa um næsta andstæðing þar sem þetta var bara að klárast. Nú gefur maður sér vikuna í það. Fyrst og fremst verður þetta gaman, væntanlega mikið stemning hjá Mosfellingum og Vestfirðingum þannig þetta verður bara geggjaður dagur,” sagði Magnús Már. En hvernig undirbýr maður slíkan úrslitaleik sem er sá fyrsti í sögunni? “Ég hef aldrei prófað það svo ég bara veit það ekki. Jújú maður er með einhverjar hugmyndir hvernig við gerum það. Frábær liðsheild og við þurfum að njóta þess að vera saman. Við undirbúum okkur vel en þetta er bara fótboltaleikur. Völlurinn er jafn stór og hér, það skiptir ekki máli að þetta sé á velli með stærri stúkum eða á grasi. Við höfum verið góðir á grasi í sumar svo við erum bara spenntir að fara í Laugardalinn,” sagði Magnús að lokum. Fótbolti Afturelding Leiknir Reykjavík Lengjudeild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding örugglega í úrslitaleikinn Afturelding vann sannfærandi sigur á Leikni, 3-0, í seinni leik liðanna um umspilssæti. Sigurinn þýðir að Afturelding spilar við Vestra í úrslitaleiknum um sæti í deild þeirra bestu þann 30. september. 24. september 2023 16:31 Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var gríðarlega ánægður í leikslok. “Gríðarlega ánægður. Gaman að fara á Laugardalsvöllinn og þetta er stór stund fyrir okkur að klára þetta svona. Mér fannst þetta mjög fagmannleg frammistaða hjá strákunum, verðskuldaður sigur. Frábærir varnarlega, tókum færin vel og hefðum getað skorað fleiri. Bara geggjað,” sagði Magnús Már. Upplegg Aftureldingar var öðruvísi en í gegnum sumarið þar sem í dag lágu þeir aftar og sóttu hratt. Mörkin þrjú komu á 8 mínútna kafla í fyrri hálfleik og öll úr hröðum sóknum. “Já að einhverju leyti gerðum við það. Við stigum aðeins framar í byrjun en svo erum við bara í þannig stöðu að þeir þurftu að sækja og við gátum legið til bara. Þá bara nýttum við okkur það og mér fannst við frábærir í lágvörn eins og við vorum í Breiðholtinu,” sagði Magnús. Afturelding mætir Vestra í úrslitaleiknum eftir tæpa viku. “Vestri eru með gott lið, öll liðin í úrslitakeppninni eru góð þannig að við erum bara klárir. Þetta verður hörku leikur. Við erum búnir að spila tvo leiki við þá í sumar, vinna annan og hinn jafntefli. Við erum klárir en maður er kannski lítið búinn að hugsa um næsta andstæðing þar sem þetta var bara að klárast. Nú gefur maður sér vikuna í það. Fyrst og fremst verður þetta gaman, væntanlega mikið stemning hjá Mosfellingum og Vestfirðingum þannig þetta verður bara geggjaður dagur,” sagði Magnús Már. En hvernig undirbýr maður slíkan úrslitaleik sem er sá fyrsti í sögunni? “Ég hef aldrei prófað það svo ég bara veit það ekki. Jújú maður er með einhverjar hugmyndir hvernig við gerum það. Frábær liðsheild og við þurfum að njóta þess að vera saman. Við undirbúum okkur vel en þetta er bara fótboltaleikur. Völlurinn er jafn stór og hér, það skiptir ekki máli að þetta sé á velli með stærri stúkum eða á grasi. Við höfum verið góðir á grasi í sumar svo við erum bara spenntir að fara í Laugardalinn,” sagði Magnús að lokum.
Fótbolti Afturelding Leiknir Reykjavík Lengjudeild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding örugglega í úrslitaleikinn Afturelding vann sannfærandi sigur á Leikni, 3-0, í seinni leik liðanna um umspilssæti. Sigurinn þýðir að Afturelding spilar við Vestra í úrslitaleiknum um sæti í deild þeirra bestu þann 30. september. 24. september 2023 16:31 Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Umfjöllun: Afturelding örugglega í úrslitaleikinn Afturelding vann sannfærandi sigur á Leikni, 3-0, í seinni leik liðanna um umspilssæti. Sigurinn þýðir að Afturelding spilar við Vestra í úrslitaleiknum um sæti í deild þeirra bestu þann 30. september. 24. september 2023 16:31