Magnús Már Einarsson: Ég hef aldrei prófað það Sverrir Mar Smárason skrifar 24. september 2023 16:35 Magnús Már Einarsson fer með Aftureldingu í úrslitaleik um sæti í efstu deild. Vísir/arnar Afturelding vann Leikni 3-0 á heimavelli í síðari leik liðanna í umspili um sæti í Bestu Deild Karla á næsta tímabili. Sigurinn í dag var sannfærandi og þýðir það að Mosfellingar mæta Vestra í úrslitaleik á Laugardalsvelli laugardaginn 30. september. Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var gríðarlega ánægður í leikslok. “Gríðarlega ánægður. Gaman að fara á Laugardalsvöllinn og þetta er stór stund fyrir okkur að klára þetta svona. Mér fannst þetta mjög fagmannleg frammistaða hjá strákunum, verðskuldaður sigur. Frábærir varnarlega, tókum færin vel og hefðum getað skorað fleiri. Bara geggjað,” sagði Magnús Már. Upplegg Aftureldingar var öðruvísi en í gegnum sumarið þar sem í dag lágu þeir aftar og sóttu hratt. Mörkin þrjú komu á 8 mínútna kafla í fyrri hálfleik og öll úr hröðum sóknum. “Já að einhverju leyti gerðum við það. Við stigum aðeins framar í byrjun en svo erum við bara í þannig stöðu að þeir þurftu að sækja og við gátum legið til bara. Þá bara nýttum við okkur það og mér fannst við frábærir í lágvörn eins og við vorum í Breiðholtinu,” sagði Magnús. Afturelding mætir Vestra í úrslitaleiknum eftir tæpa viku. “Vestri eru með gott lið, öll liðin í úrslitakeppninni eru góð þannig að við erum bara klárir. Þetta verður hörku leikur. Við erum búnir að spila tvo leiki við þá í sumar, vinna annan og hinn jafntefli. Við erum klárir en maður er kannski lítið búinn að hugsa um næsta andstæðing þar sem þetta var bara að klárast. Nú gefur maður sér vikuna í það. Fyrst og fremst verður þetta gaman, væntanlega mikið stemning hjá Mosfellingum og Vestfirðingum þannig þetta verður bara geggjaður dagur,” sagði Magnús Már. En hvernig undirbýr maður slíkan úrslitaleik sem er sá fyrsti í sögunni? “Ég hef aldrei prófað það svo ég bara veit það ekki. Jújú maður er með einhverjar hugmyndir hvernig við gerum það. Frábær liðsheild og við þurfum að njóta þess að vera saman. Við undirbúum okkur vel en þetta er bara fótboltaleikur. Völlurinn er jafn stór og hér, það skiptir ekki máli að þetta sé á velli með stærri stúkum eða á grasi. Við höfum verið góðir á grasi í sumar svo við erum bara spenntir að fara í Laugardalinn,” sagði Magnús að lokum. Fótbolti Afturelding Leiknir Reykjavík Lengjudeild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding örugglega í úrslitaleikinn Afturelding vann sannfærandi sigur á Leikni, 3-0, í seinni leik liðanna um umspilssæti. Sigurinn þýðir að Afturelding spilar við Vestra í úrslitaleiknum um sæti í deild þeirra bestu þann 30. september. 24. september 2023 16:31 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Sjá meira
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var gríðarlega ánægður í leikslok. “Gríðarlega ánægður. Gaman að fara á Laugardalsvöllinn og þetta er stór stund fyrir okkur að klára þetta svona. Mér fannst þetta mjög fagmannleg frammistaða hjá strákunum, verðskuldaður sigur. Frábærir varnarlega, tókum færin vel og hefðum getað skorað fleiri. Bara geggjað,” sagði Magnús Már. Upplegg Aftureldingar var öðruvísi en í gegnum sumarið þar sem í dag lágu þeir aftar og sóttu hratt. Mörkin þrjú komu á 8 mínútna kafla í fyrri hálfleik og öll úr hröðum sóknum. “Já að einhverju leyti gerðum við það. Við stigum aðeins framar í byrjun en svo erum við bara í þannig stöðu að þeir þurftu að sækja og við gátum legið til bara. Þá bara nýttum við okkur það og mér fannst við frábærir í lágvörn eins og við vorum í Breiðholtinu,” sagði Magnús. Afturelding mætir Vestra í úrslitaleiknum eftir tæpa viku. “Vestri eru með gott lið, öll liðin í úrslitakeppninni eru góð þannig að við erum bara klárir. Þetta verður hörku leikur. Við erum búnir að spila tvo leiki við þá í sumar, vinna annan og hinn jafntefli. Við erum klárir en maður er kannski lítið búinn að hugsa um næsta andstæðing þar sem þetta var bara að klárast. Nú gefur maður sér vikuna í það. Fyrst og fremst verður þetta gaman, væntanlega mikið stemning hjá Mosfellingum og Vestfirðingum þannig þetta verður bara geggjaður dagur,” sagði Magnús Már. En hvernig undirbýr maður slíkan úrslitaleik sem er sá fyrsti í sögunni? “Ég hef aldrei prófað það svo ég bara veit það ekki. Jújú maður er með einhverjar hugmyndir hvernig við gerum það. Frábær liðsheild og við þurfum að njóta þess að vera saman. Við undirbúum okkur vel en þetta er bara fótboltaleikur. Völlurinn er jafn stór og hér, það skiptir ekki máli að þetta sé á velli með stærri stúkum eða á grasi. Við höfum verið góðir á grasi í sumar svo við erum bara spenntir að fara í Laugardalinn,” sagði Magnús að lokum.
Fótbolti Afturelding Leiknir Reykjavík Lengjudeild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding örugglega í úrslitaleikinn Afturelding vann sannfærandi sigur á Leikni, 3-0, í seinni leik liðanna um umspilssæti. Sigurinn þýðir að Afturelding spilar við Vestra í úrslitaleiknum um sæti í deild þeirra bestu þann 30. september. 24. september 2023 16:31 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Sjá meira
Umfjöllun: Afturelding örugglega í úrslitaleikinn Afturelding vann sannfærandi sigur á Leikni, 3-0, í seinni leik liðanna um umspilssæti. Sigurinn þýðir að Afturelding spilar við Vestra í úrslitaleiknum um sæti í deild þeirra bestu þann 30. september. 24. september 2023 16:31