Færa borgurum Nagorno-Karabakh vistir eftir marga mánaða herkví Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. september 2023 22:25 Mynd frá innanríkisráðuneyti Aserbaídsjan þar sem má sjá aserskan lögreglumann færa armenskri konu mat í Khojaly í Nagorno-Karabakh. AP Leiðtogar aðskilnaðarsinna í Nagorno-Karabakh segja að verið sé að innleiða skilmála vopnahlés við Aserbaídsjan. Á sama tíma vinnur Rauði krossinn að því að færa fólki vistir og flytja særða á brott. Aserski herinn hóf leiftursókn á miðvikudag og endurheimti stjórn á fjallahéraðinu. Talið er að 30 hafi látist og 200 særst í átökunum. Í kjölfarið var samið um vopnahlé og síðan þá hafa Karabakh-Armenar átt í viðræðum við fulltrúa ríkisstjórnar Aserbaídsjan í bænum Shusha. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að armenskir aðskilnaðarsinnar séu byrjaðir að afhenda vopn sín til Asera í samræmi við skilmála vopnahlésins. Þar á meðal eru meira en 800 byssur og sex brynvarin farartæki. Matarskortur eftir margra mánaða herkví Íbúar Nagorno-Karabakh hafa mátt þola mikinn matar- og eldsneytisskort eftir að Aserar héldu svæðinu í margra mánaða herkví. Rauði krossinn sendi bílalest með birgðum á svæðið í fyrsta skipti frá því Aserar endurheimtu svæðið. Rússneskir friðargæsluliðar hafa flutt um fimm þúsund Armena á brott frá Nagorno-Karabakh frá því að Aserar endurheimtu svæðið.EPA Í tilkynningu frá Rauða krossinum kom fram að með bílalestinni hefðu verið flutt 70 tonn af birgðum um Lachin-ganginn, eina veginn sem tengir saman Armeníu og Karabakh. Meðal birgðanna voru hveiti, salt og sólblómaolía. Rauði krossinn segist jafnframt hafa ferjað sautján manns sem særðust í átökunum. Rússar segjast hafa flutt meira en 50 tonn af mat til Karabakh en um tvö þúsund rússneskir friðargæsluliðar eru á svæðinu. Miklar deilur um svæðið Miklar deilur hafa verið um svæði Nagorno-Karabakh frá níunda áratug síðustu aldar. Svæðið lenti innan landamæra Aserbaídsjan við fall Sovétríkjanna árið 1991. Fyrsta Nagorno-Karabakh-stríðið geisaði frá 1988 til 1994 þegar samið var um vopnahlé og Aserar misstu stórt landsvæði. Héraðið er ekki viðurkennt alþjóðlega sem sjálfstætt ríki heldur sem hluti af Aserbaídsjan en af 140 þúsund íbúum landsins eru um 120 þúsund Armenar. Það leiddi af sér stríð sem lauk með vopnahléi 1994 og þá misstu Aserar nokkurt landsvæði. Héraðið er alþjóðlega viðurkennt sem hluti af Aserbaídsjan en þar búa aðallega Armenar, um 120 þúsund, sem margir vilja sjálfstæði. Armenar óttast ofsóknir Eftir að Aserar endurheimtu Nagorno-Karabakh hafa þeir greint frá því að þeir hyggist innlima Karabakh inn í Aserbaídsjan. Ríkisstjórn Aserbaídsjan hefur lofað því að vernda réttindi Armena en segir að þeim sé frjálst að yfirgefa landið kjósi þeir það. Karabakh-Armenar óttast að þeir verði ofsóttir ef þeir verða um kyrrt. Innanríkisráðuneyti Aserbaídsjan sagði á laugardag að helsta markmið þess væri að tryggja öryggi Armenskra íbúa og að þeim yrðu færð tjöld, heitur matur og læknisaðstoð. „Við erum líka að vinna að því að gefa út opinber skjöl fyrir armensku íbúanna, vegabréf og annað slíkt,“ sagði Elshad Hajiyev, fulltrúi ráðuneytisins við Reuters. „Fólk hefur þegar sótt um hjá okkur.“ Nagorno-Karabakh Armenía Aserbaídsjan Rússland Hernaður Tengdar fréttir Aðskilnaðarsinnar í Nagorno-Karabakh gefast upp Sveitir Armena í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun, að íslenskum tíma, og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og yfirvalda í Aserbaídsjan að eiga sér stað á morgun. 20. september 2023 09:52 Átök hefjast á ný í Nagorno-Karabakh Ráðamenn í Aserbaídsjan tilkynntu nú fyrir skömmu að her ríkisins væri að reyna að uppræta hryðjuverkamenn í héraðinu Nagorno-Karabakh. Myndbönd eru þegar byrjuð að berast af árásum hersins í héraðinu. 19. september 2023 10:22 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Aserski herinn hóf leiftursókn á miðvikudag og endurheimti stjórn á fjallahéraðinu. Talið er að 30 hafi látist og 200 særst í átökunum. Í kjölfarið var samið um vopnahlé og síðan þá hafa Karabakh-Armenar átt í viðræðum við fulltrúa ríkisstjórnar Aserbaídsjan í bænum Shusha. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að armenskir aðskilnaðarsinnar séu byrjaðir að afhenda vopn sín til Asera í samræmi við skilmála vopnahlésins. Þar á meðal eru meira en 800 byssur og sex brynvarin farartæki. Matarskortur eftir margra mánaða herkví Íbúar Nagorno-Karabakh hafa mátt þola mikinn matar- og eldsneytisskort eftir að Aserar héldu svæðinu í margra mánaða herkví. Rauði krossinn sendi bílalest með birgðum á svæðið í fyrsta skipti frá því Aserar endurheimtu svæðið. Rússneskir friðargæsluliðar hafa flutt um fimm þúsund Armena á brott frá Nagorno-Karabakh frá því að Aserar endurheimtu svæðið.EPA Í tilkynningu frá Rauða krossinum kom fram að með bílalestinni hefðu verið flutt 70 tonn af birgðum um Lachin-ganginn, eina veginn sem tengir saman Armeníu og Karabakh. Meðal birgðanna voru hveiti, salt og sólblómaolía. Rauði krossinn segist jafnframt hafa ferjað sautján manns sem særðust í átökunum. Rússar segjast hafa flutt meira en 50 tonn af mat til Karabakh en um tvö þúsund rússneskir friðargæsluliðar eru á svæðinu. Miklar deilur um svæðið Miklar deilur hafa verið um svæði Nagorno-Karabakh frá níunda áratug síðustu aldar. Svæðið lenti innan landamæra Aserbaídsjan við fall Sovétríkjanna árið 1991. Fyrsta Nagorno-Karabakh-stríðið geisaði frá 1988 til 1994 þegar samið var um vopnahlé og Aserar misstu stórt landsvæði. Héraðið er ekki viðurkennt alþjóðlega sem sjálfstætt ríki heldur sem hluti af Aserbaídsjan en af 140 þúsund íbúum landsins eru um 120 þúsund Armenar. Það leiddi af sér stríð sem lauk með vopnahléi 1994 og þá misstu Aserar nokkurt landsvæði. Héraðið er alþjóðlega viðurkennt sem hluti af Aserbaídsjan en þar búa aðallega Armenar, um 120 þúsund, sem margir vilja sjálfstæði. Armenar óttast ofsóknir Eftir að Aserar endurheimtu Nagorno-Karabakh hafa þeir greint frá því að þeir hyggist innlima Karabakh inn í Aserbaídsjan. Ríkisstjórn Aserbaídsjan hefur lofað því að vernda réttindi Armena en segir að þeim sé frjálst að yfirgefa landið kjósi þeir það. Karabakh-Armenar óttast að þeir verði ofsóttir ef þeir verða um kyrrt. Innanríkisráðuneyti Aserbaídsjan sagði á laugardag að helsta markmið þess væri að tryggja öryggi Armenskra íbúa og að þeim yrðu færð tjöld, heitur matur og læknisaðstoð. „Við erum líka að vinna að því að gefa út opinber skjöl fyrir armensku íbúanna, vegabréf og annað slíkt,“ sagði Elshad Hajiyev, fulltrúi ráðuneytisins við Reuters. „Fólk hefur þegar sótt um hjá okkur.“
Nagorno-Karabakh Armenía Aserbaídsjan Rússland Hernaður Tengdar fréttir Aðskilnaðarsinnar í Nagorno-Karabakh gefast upp Sveitir Armena í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun, að íslenskum tíma, og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og yfirvalda í Aserbaídsjan að eiga sér stað á morgun. 20. september 2023 09:52 Átök hefjast á ný í Nagorno-Karabakh Ráðamenn í Aserbaídsjan tilkynntu nú fyrir skömmu að her ríkisins væri að reyna að uppræta hryðjuverkamenn í héraðinu Nagorno-Karabakh. Myndbönd eru þegar byrjuð að berast af árásum hersins í héraðinu. 19. september 2023 10:22 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Aðskilnaðarsinnar í Nagorno-Karabakh gefast upp Sveitir Armena í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun, að íslenskum tíma, og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og yfirvalda í Aserbaídsjan að eiga sér stað á morgun. 20. september 2023 09:52
Átök hefjast á ný í Nagorno-Karabakh Ráðamenn í Aserbaídsjan tilkynntu nú fyrir skömmu að her ríkisins væri að reyna að uppræta hryðjuverkamenn í héraðinu Nagorno-Karabakh. Myndbönd eru þegar byrjuð að berast af árásum hersins í héraðinu. 19. september 2023 10:22