Sameining MA og VMA „ekki heillaskref í menntamálum á Íslandi“ Lovísa Arnardóttir skrifar 22. september 2023 13:01 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir áform menntamálaráðherra um sameiningu MA og VMA ekki heillaskref fyrir íslenskt menntakerfi. Ólíkir skólar tryggi meiri fjölbreytileika fyrir nemendur á landsbyggðinni. Hann er mótfallinn sameiningunni. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra tilkynnti í upphafi mánaðar áform um sameiningu Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri. Ekki hafa allir tekið jafn vel í þessa breytingu en kennarar skólanna, nemendur og fyrrverandi nemendur hafa margir lýst yfir mikilli andstöðu við þessi áform ráðherrans. Í gær var greint frá því í Speglinum á RÚV að áform ráðherrans væru líklega komin á ís. Hann hefði fundið auka fjármagn sem breytti verkefninu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, samráðherra Ásmundar í ríkisstjórn, segist vonast til þess að ekkert verði af sameiningu skólanna. „Ég var formaður skólafélagsins Hugins í MA og ég er ekki að sjá að þessi sameining sé skynsamleg, og er mótfallin því að sameina MA og VMA,“ segir ráðherrann. Hann segist telja skólana of ólíka og með því að vera aðskildir sé meiri fjölbreytileiki í boði fyrir nemendur á Norðurlandi. „Annar er áfangaskóli og hinn er með bekkjakerfi og þannig bjóða þeir upp á miklu meiri fjölbreytileika sem tveir skólar heldur en að þeim væri steypt saman í einn áfangaskóla. Fyrir nám á Norðurlandi, og raunar víðar, því það sækir fólk víðar af landinu. Þetta er þannig stórt landsbyggðarmál,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir ekki alla foreldra vilja senda börnin ein til Reykjavíkur og því sé þetta mikilvægt fyrir alla. „Með því að hafa meiri fjölbreytileika út á landi eru meiri möguleikar að senda börnin á staði eins og Akureyri. Ég er ágætis dæmi um það sjálfur. Fæddur og uppalinn rétt hjá Borgarnesi og kaus að fara norður til að sækja mér menntun.“ Guðmundur segir Ásmundi vel kunnugt um hans skoðanir á þessu máli. „Þetta var vissulega kynnt á ríkisstjórnarfundi, þessi áform. Ráðherrar ráða ákveðnum málum sjálfur og sem mennta- og barnamálaráðherra er þetta einmitt eitt slíkra mála sem hann ræður. Hann veit af afstöðu minni í málinu.“ Spurður hvort að hann telji að betur hefði getað verið staðið að þessu máli segist Guðmundur Ingi ekki geta svarað því en að hann vonist til þess að það þurfi ekki að koma til þessarar sameiningar. „Ég held að hún sé ekki heillaskref í menntamálum á Íslandi og vonast til þess að það verði fundnar leiðir til þess að þetta þurfi ekki að gerast.“ Akureyri Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Nýr framhaldsskóli á grunni MA og VMA Í stað þess að sameina Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri væri upplagt að leggja skólana niður og stofna nýjan framhaldsskóla á grunni þeirra beggja. 10. september 2023 08:00 Samflokkskona ráðherra skorar á hann Þingflokksformaður Framsóknar og oddviti í Norðausturkjördæmi skorar á menntamálaráðherra og samflokksmann sinn að endurskoða vinnu og markmið með sameiningu MA og VMA með það að leiðarljósi að efla nám framhaldsskólanna í breiðu samráði. Hún segir eina af forsendum þess að breyta áherslum sé sú að fá aukið fjármagn í málaflokkinn. 14. september 2023 07:45 „Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. 5. september 2023 23:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra tilkynnti í upphafi mánaðar áform um sameiningu Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri. Ekki hafa allir tekið jafn vel í þessa breytingu en kennarar skólanna, nemendur og fyrrverandi nemendur hafa margir lýst yfir mikilli andstöðu við þessi áform ráðherrans. Í gær var greint frá því í Speglinum á RÚV að áform ráðherrans væru líklega komin á ís. Hann hefði fundið auka fjármagn sem breytti verkefninu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, samráðherra Ásmundar í ríkisstjórn, segist vonast til þess að ekkert verði af sameiningu skólanna. „Ég var formaður skólafélagsins Hugins í MA og ég er ekki að sjá að þessi sameining sé skynsamleg, og er mótfallin því að sameina MA og VMA,“ segir ráðherrann. Hann segist telja skólana of ólíka og með því að vera aðskildir sé meiri fjölbreytileiki í boði fyrir nemendur á Norðurlandi. „Annar er áfangaskóli og hinn er með bekkjakerfi og þannig bjóða þeir upp á miklu meiri fjölbreytileika sem tveir skólar heldur en að þeim væri steypt saman í einn áfangaskóla. Fyrir nám á Norðurlandi, og raunar víðar, því það sækir fólk víðar af landinu. Þetta er þannig stórt landsbyggðarmál,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir ekki alla foreldra vilja senda börnin ein til Reykjavíkur og því sé þetta mikilvægt fyrir alla. „Með því að hafa meiri fjölbreytileika út á landi eru meiri möguleikar að senda börnin á staði eins og Akureyri. Ég er ágætis dæmi um það sjálfur. Fæddur og uppalinn rétt hjá Borgarnesi og kaus að fara norður til að sækja mér menntun.“ Guðmundur segir Ásmundi vel kunnugt um hans skoðanir á þessu máli. „Þetta var vissulega kynnt á ríkisstjórnarfundi, þessi áform. Ráðherrar ráða ákveðnum málum sjálfur og sem mennta- og barnamálaráðherra er þetta einmitt eitt slíkra mála sem hann ræður. Hann veit af afstöðu minni í málinu.“ Spurður hvort að hann telji að betur hefði getað verið staðið að þessu máli segist Guðmundur Ingi ekki geta svarað því en að hann vonist til þess að það þurfi ekki að koma til þessarar sameiningar. „Ég held að hún sé ekki heillaskref í menntamálum á Íslandi og vonast til þess að það verði fundnar leiðir til þess að þetta þurfi ekki að gerast.“
Akureyri Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Nýr framhaldsskóli á grunni MA og VMA Í stað þess að sameina Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri væri upplagt að leggja skólana niður og stofna nýjan framhaldsskóla á grunni þeirra beggja. 10. september 2023 08:00 Samflokkskona ráðherra skorar á hann Þingflokksformaður Framsóknar og oddviti í Norðausturkjördæmi skorar á menntamálaráðherra og samflokksmann sinn að endurskoða vinnu og markmið með sameiningu MA og VMA með það að leiðarljósi að efla nám framhaldsskólanna í breiðu samráði. Hún segir eina af forsendum þess að breyta áherslum sé sú að fá aukið fjármagn í málaflokkinn. 14. september 2023 07:45 „Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. 5. september 2023 23:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Nýr framhaldsskóli á grunni MA og VMA Í stað þess að sameina Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri væri upplagt að leggja skólana niður og stofna nýjan framhaldsskóla á grunni þeirra beggja. 10. september 2023 08:00
Samflokkskona ráðherra skorar á hann Þingflokksformaður Framsóknar og oddviti í Norðausturkjördæmi skorar á menntamálaráðherra og samflokksmann sinn að endurskoða vinnu og markmið með sameiningu MA og VMA með það að leiðarljósi að efla nám framhaldsskólanna í breiðu samráði. Hún segir eina af forsendum þess að breyta áherslum sé sú að fá aukið fjármagn í málaflokkinn. 14. september 2023 07:45
„Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. 5. september 2023 23:45