Sameining MA og VMA „ekki heillaskref í menntamálum á Íslandi“ Lovísa Arnardóttir skrifar 22. september 2023 13:01 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir áform menntamálaráðherra um sameiningu MA og VMA ekki heillaskref fyrir íslenskt menntakerfi. Ólíkir skólar tryggi meiri fjölbreytileika fyrir nemendur á landsbyggðinni. Hann er mótfallinn sameiningunni. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra tilkynnti í upphafi mánaðar áform um sameiningu Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri. Ekki hafa allir tekið jafn vel í þessa breytingu en kennarar skólanna, nemendur og fyrrverandi nemendur hafa margir lýst yfir mikilli andstöðu við þessi áform ráðherrans. Í gær var greint frá því í Speglinum á RÚV að áform ráðherrans væru líklega komin á ís. Hann hefði fundið auka fjármagn sem breytti verkefninu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, samráðherra Ásmundar í ríkisstjórn, segist vonast til þess að ekkert verði af sameiningu skólanna. „Ég var formaður skólafélagsins Hugins í MA og ég er ekki að sjá að þessi sameining sé skynsamleg, og er mótfallin því að sameina MA og VMA,“ segir ráðherrann. Hann segist telja skólana of ólíka og með því að vera aðskildir sé meiri fjölbreytileiki í boði fyrir nemendur á Norðurlandi. „Annar er áfangaskóli og hinn er með bekkjakerfi og þannig bjóða þeir upp á miklu meiri fjölbreytileika sem tveir skólar heldur en að þeim væri steypt saman í einn áfangaskóla. Fyrir nám á Norðurlandi, og raunar víðar, því það sækir fólk víðar af landinu. Þetta er þannig stórt landsbyggðarmál,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir ekki alla foreldra vilja senda börnin ein til Reykjavíkur og því sé þetta mikilvægt fyrir alla. „Með því að hafa meiri fjölbreytileika út á landi eru meiri möguleikar að senda börnin á staði eins og Akureyri. Ég er ágætis dæmi um það sjálfur. Fæddur og uppalinn rétt hjá Borgarnesi og kaus að fara norður til að sækja mér menntun.“ Guðmundur segir Ásmundi vel kunnugt um hans skoðanir á þessu máli. „Þetta var vissulega kynnt á ríkisstjórnarfundi, þessi áform. Ráðherrar ráða ákveðnum málum sjálfur og sem mennta- og barnamálaráðherra er þetta einmitt eitt slíkra mála sem hann ræður. Hann veit af afstöðu minni í málinu.“ Spurður hvort að hann telji að betur hefði getað verið staðið að þessu máli segist Guðmundur Ingi ekki geta svarað því en að hann vonist til þess að það þurfi ekki að koma til þessarar sameiningar. „Ég held að hún sé ekki heillaskref í menntamálum á Íslandi og vonast til þess að það verði fundnar leiðir til þess að þetta þurfi ekki að gerast.“ Akureyri Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Nýr framhaldsskóli á grunni MA og VMA Í stað þess að sameina Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri væri upplagt að leggja skólana niður og stofna nýjan framhaldsskóla á grunni þeirra beggja. 10. september 2023 08:00 Samflokkskona ráðherra skorar á hann Þingflokksformaður Framsóknar og oddviti í Norðausturkjördæmi skorar á menntamálaráðherra og samflokksmann sinn að endurskoða vinnu og markmið með sameiningu MA og VMA með það að leiðarljósi að efla nám framhaldsskólanna í breiðu samráði. Hún segir eina af forsendum þess að breyta áherslum sé sú að fá aukið fjármagn í málaflokkinn. 14. september 2023 07:45 „Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. 5. september 2023 23:45 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra tilkynnti í upphafi mánaðar áform um sameiningu Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri. Ekki hafa allir tekið jafn vel í þessa breytingu en kennarar skólanna, nemendur og fyrrverandi nemendur hafa margir lýst yfir mikilli andstöðu við þessi áform ráðherrans. Í gær var greint frá því í Speglinum á RÚV að áform ráðherrans væru líklega komin á ís. Hann hefði fundið auka fjármagn sem breytti verkefninu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, samráðherra Ásmundar í ríkisstjórn, segist vonast til þess að ekkert verði af sameiningu skólanna. „Ég var formaður skólafélagsins Hugins í MA og ég er ekki að sjá að þessi sameining sé skynsamleg, og er mótfallin því að sameina MA og VMA,“ segir ráðherrann. Hann segist telja skólana of ólíka og með því að vera aðskildir sé meiri fjölbreytileiki í boði fyrir nemendur á Norðurlandi. „Annar er áfangaskóli og hinn er með bekkjakerfi og þannig bjóða þeir upp á miklu meiri fjölbreytileika sem tveir skólar heldur en að þeim væri steypt saman í einn áfangaskóla. Fyrir nám á Norðurlandi, og raunar víðar, því það sækir fólk víðar af landinu. Þetta er þannig stórt landsbyggðarmál,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir ekki alla foreldra vilja senda börnin ein til Reykjavíkur og því sé þetta mikilvægt fyrir alla. „Með því að hafa meiri fjölbreytileika út á landi eru meiri möguleikar að senda börnin á staði eins og Akureyri. Ég er ágætis dæmi um það sjálfur. Fæddur og uppalinn rétt hjá Borgarnesi og kaus að fara norður til að sækja mér menntun.“ Guðmundur segir Ásmundi vel kunnugt um hans skoðanir á þessu máli. „Þetta var vissulega kynnt á ríkisstjórnarfundi, þessi áform. Ráðherrar ráða ákveðnum málum sjálfur og sem mennta- og barnamálaráðherra er þetta einmitt eitt slíkra mála sem hann ræður. Hann veit af afstöðu minni í málinu.“ Spurður hvort að hann telji að betur hefði getað verið staðið að þessu máli segist Guðmundur Ingi ekki geta svarað því en að hann vonist til þess að það þurfi ekki að koma til þessarar sameiningar. „Ég held að hún sé ekki heillaskref í menntamálum á Íslandi og vonast til þess að það verði fundnar leiðir til þess að þetta þurfi ekki að gerast.“
Akureyri Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Nýr framhaldsskóli á grunni MA og VMA Í stað þess að sameina Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri væri upplagt að leggja skólana niður og stofna nýjan framhaldsskóla á grunni þeirra beggja. 10. september 2023 08:00 Samflokkskona ráðherra skorar á hann Þingflokksformaður Framsóknar og oddviti í Norðausturkjördæmi skorar á menntamálaráðherra og samflokksmann sinn að endurskoða vinnu og markmið með sameiningu MA og VMA með það að leiðarljósi að efla nám framhaldsskólanna í breiðu samráði. Hún segir eina af forsendum þess að breyta áherslum sé sú að fá aukið fjármagn í málaflokkinn. 14. september 2023 07:45 „Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. 5. september 2023 23:45 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Nýr framhaldsskóli á grunni MA og VMA Í stað þess að sameina Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri væri upplagt að leggja skólana niður og stofna nýjan framhaldsskóla á grunni þeirra beggja. 10. september 2023 08:00
Samflokkskona ráðherra skorar á hann Þingflokksformaður Framsóknar og oddviti í Norðausturkjördæmi skorar á menntamálaráðherra og samflokksmann sinn að endurskoða vinnu og markmið með sameiningu MA og VMA með það að leiðarljósi að efla nám framhaldsskólanna í breiðu samráði. Hún segir eina af forsendum þess að breyta áherslum sé sú að fá aukið fjármagn í málaflokkinn. 14. september 2023 07:45
„Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. 5. september 2023 23:45