Gervigreind og höfundaréttur Henry Alexander Henrysson skrifar 21. september 2023 12:31 Í kringum áramót reyni ég yfirleitt að verða mér úti um þau tímarit sem fara skipulega yfir komandi ár og segja frá næstu áskorunum sem mannkynið stendur andspænis. Ég geri þetta til að vera undirbúinn þar sem fjölmiðlar eiga það til að spyrja mig út í siðferðileg álitamál þegar þau koma upp. Best er að vera vel lesinn og búinn að fylgjast með umræðunni erlendis þegar mál rata loks í fréttir á Íslandi. Nú bar svo við að jafnvel vegleg útgáfa tímaritsins The Economist um árið 2023 missti algjörlega af helsta umræðuefni ársins, sem er hin aðgengilega hagnýting á myndandi mál- og myndlíkönum sem í daglegu tali er vísað til sem gervigreindar. Hvert mannsbarn þekkir núna heiti eins og ChatGPT og hefur The Economist birt ótal greinar á árinu sem fjalla eingöngu um þetta efni. Sjálfur hafði ég heyrt af væntanlegum nýjungum á þessu sviði á fundi hjá Evrópuráðinu í nóvember 2022 en enginn gerði sér þá grein fyrir hvað væri í vændum. Nóvemberfundurinn á þessu ári mun varla fjalla um nokkuð annað enda margir á því að hér standi samfélög andspænis einni stærstu siðferðilegu áskorun sem fram hefur komið. Sumar tímaritsgreinar hafa jafnvel spáð því að mennskan sjálf hverfi með tilkomu þessarar tækni. Þó að ég sé persónulega ekki sannfærður um að verstu spár um áhrif á veröldina og mannkynið muni rætast, þá verður ekki horft fram hjá þeim samfélagslegu og siðferðilegu áskorunum sem bíða okkar. Það leið ekki á löngu í vor uns farið var að spyrja erfiðra spurninga um hvað möguleikar þessarar nýju tækni hefðu í för með sér varðandi persónuvernd og höfundarétt. Ítalir voru meira að segja ekki seinir á sér að reyna að banna notkun forrita eins og ChatGPT af þeirri ástæðu. Einnig kviknaði umræða um notkun forritanna út frá spurningum um ábyrgð einstaklinga og fyrirtækja, virðingu fyrir verkum annarra, skyldur og réttindi í ljósi þessara möguleika og hvað gæti orðið um traust í samfélagi þar sem sköpun og samskipti gætu verið á leið í faðm véla. Höfundarétturinn í sem víðustum skilningi er að margra mati það umræðuefni sem mest þörf er á að ræða á næstu misserum. Höfundar af öllu tagi verða að aðlagast nýjum raunveruleika og fylgjast náið með hvert tækniþróunin leiðir okkur. Augljósustu spurningarnar eru væntanlega tvær. Annars vegar sú hver geti gert tilkall til verka sem sköpuð er með þessari nýju tækni og hvort slík verk verði vernduð af höfundarétti og hins vegar sú hvort og þá hvernig heimilt sé að hagnýta höfundaréttarvarin verk til að þjálfa gervigreind. Varðandi seinni spurningu þá höfum við hingað til búið við flókið kerfi laga og siðreglna (bæði skráðra og óskráðra) hvernig fólk í skapandi greinum vísar til og viðurkennir innblástur sinn og hugmyndir sem fengnar eru að láni. Gervigreindin stendur enn utan þess sáttmála en spurning er hvort mögulegt verði að fylgja henni inn í mannlegt samfélag þar sem borin er virðing fyrir verkum annarra og borin er ábyrgð á eigin verkum. Umræðuefnin eru að minnsta kosti ótal mörg og því hafa félög rithöfunda, tónskálda, ljósmyndara, myndlistarmanna, blaðamanna, kvikmyndagerðarmanna, leikskálda, fræðirita- og kennsluefnihöfunda, og handritshöfunda á Íslandi tekið höndum saman um að halda veglegt málþing 29. september næstkomandi í Kaldalóni Hörpu. Nánari upplýsingar má finna á samfélagsmiðlum og heimasíðum félaganna. Málþingið mun fara að mestu fram á íslensku en þó hafa verið kallaðir til þrír erlendir sérfræðingar til að styðja við þá kraftmiklu umræðu sem þarf að fara fram á Íslandi um framtíð skapandi greina og sambúð þeirra við gervigreind. Tilgangurinn með málþinginu er að fræða um skapandi möguleika gervigreindar þannig að þátttakendur geti fengið svör og viðbrögð við áhyggjum sínum og vangaveltum. Megin tilgangurinn þarf þó ekki að snúast eingöngu um áhyggjur og óörugga framtíð. Málþingið mun einnig verða vettvangur þar sem fólk getur komið saman og rætt um vonir sínar og væntingar til þessarar nýju tækni. Hver veit nema arfleifð ársins 2023 verði ekki að sú að þá hafi tæknin tekið yfir mikilvægasta svið mannlegrar tilveru heldur hafi tilurð tækninnar látið okkur spyrja okkur löngu tímabærrar spurningar: Í hverju felst mannleg skilnings- og sköpunarþrá? Vonandi mun svarið við þeirri spurningu svo draga fram í dagsljósið hvað það er í menningu okkar sem hefur fyrir löngu fallið í skaut markaðsvæðingar og andlausrar framleiðslu sem gervigreindin mun vafalaust taka yfir. Höfundur situr í stjórn Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Henry Alexander Henrysson Gervigreind Höfundarréttur Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í kringum áramót reyni ég yfirleitt að verða mér úti um þau tímarit sem fara skipulega yfir komandi ár og segja frá næstu áskorunum sem mannkynið stendur andspænis. Ég geri þetta til að vera undirbúinn þar sem fjölmiðlar eiga það til að spyrja mig út í siðferðileg álitamál þegar þau koma upp. Best er að vera vel lesinn og búinn að fylgjast með umræðunni erlendis þegar mál rata loks í fréttir á Íslandi. Nú bar svo við að jafnvel vegleg útgáfa tímaritsins The Economist um árið 2023 missti algjörlega af helsta umræðuefni ársins, sem er hin aðgengilega hagnýting á myndandi mál- og myndlíkönum sem í daglegu tali er vísað til sem gervigreindar. Hvert mannsbarn þekkir núna heiti eins og ChatGPT og hefur The Economist birt ótal greinar á árinu sem fjalla eingöngu um þetta efni. Sjálfur hafði ég heyrt af væntanlegum nýjungum á þessu sviði á fundi hjá Evrópuráðinu í nóvember 2022 en enginn gerði sér þá grein fyrir hvað væri í vændum. Nóvemberfundurinn á þessu ári mun varla fjalla um nokkuð annað enda margir á því að hér standi samfélög andspænis einni stærstu siðferðilegu áskorun sem fram hefur komið. Sumar tímaritsgreinar hafa jafnvel spáð því að mennskan sjálf hverfi með tilkomu þessarar tækni. Þó að ég sé persónulega ekki sannfærður um að verstu spár um áhrif á veröldina og mannkynið muni rætast, þá verður ekki horft fram hjá þeim samfélagslegu og siðferðilegu áskorunum sem bíða okkar. Það leið ekki á löngu í vor uns farið var að spyrja erfiðra spurninga um hvað möguleikar þessarar nýju tækni hefðu í för með sér varðandi persónuvernd og höfundarétt. Ítalir voru meira að segja ekki seinir á sér að reyna að banna notkun forrita eins og ChatGPT af þeirri ástæðu. Einnig kviknaði umræða um notkun forritanna út frá spurningum um ábyrgð einstaklinga og fyrirtækja, virðingu fyrir verkum annarra, skyldur og réttindi í ljósi þessara möguleika og hvað gæti orðið um traust í samfélagi þar sem sköpun og samskipti gætu verið á leið í faðm véla. Höfundarétturinn í sem víðustum skilningi er að margra mati það umræðuefni sem mest þörf er á að ræða á næstu misserum. Höfundar af öllu tagi verða að aðlagast nýjum raunveruleika og fylgjast náið með hvert tækniþróunin leiðir okkur. Augljósustu spurningarnar eru væntanlega tvær. Annars vegar sú hver geti gert tilkall til verka sem sköpuð er með þessari nýju tækni og hvort slík verk verði vernduð af höfundarétti og hins vegar sú hvort og þá hvernig heimilt sé að hagnýta höfundaréttarvarin verk til að þjálfa gervigreind. Varðandi seinni spurningu þá höfum við hingað til búið við flókið kerfi laga og siðreglna (bæði skráðra og óskráðra) hvernig fólk í skapandi greinum vísar til og viðurkennir innblástur sinn og hugmyndir sem fengnar eru að láni. Gervigreindin stendur enn utan þess sáttmála en spurning er hvort mögulegt verði að fylgja henni inn í mannlegt samfélag þar sem borin er virðing fyrir verkum annarra og borin er ábyrgð á eigin verkum. Umræðuefnin eru að minnsta kosti ótal mörg og því hafa félög rithöfunda, tónskálda, ljósmyndara, myndlistarmanna, blaðamanna, kvikmyndagerðarmanna, leikskálda, fræðirita- og kennsluefnihöfunda, og handritshöfunda á Íslandi tekið höndum saman um að halda veglegt málþing 29. september næstkomandi í Kaldalóni Hörpu. Nánari upplýsingar má finna á samfélagsmiðlum og heimasíðum félaganna. Málþingið mun fara að mestu fram á íslensku en þó hafa verið kallaðir til þrír erlendir sérfræðingar til að styðja við þá kraftmiklu umræðu sem þarf að fara fram á Íslandi um framtíð skapandi greina og sambúð þeirra við gervigreind. Tilgangurinn með málþinginu er að fræða um skapandi möguleika gervigreindar þannig að þátttakendur geti fengið svör og viðbrögð við áhyggjum sínum og vangaveltum. Megin tilgangurinn þarf þó ekki að snúast eingöngu um áhyggjur og óörugga framtíð. Málþingið mun einnig verða vettvangur þar sem fólk getur komið saman og rætt um vonir sínar og væntingar til þessarar nýju tækni. Hver veit nema arfleifð ársins 2023 verði ekki að sú að þá hafi tæknin tekið yfir mikilvægasta svið mannlegrar tilveru heldur hafi tilurð tækninnar látið okkur spyrja okkur löngu tímabærrar spurningar: Í hverju felst mannleg skilnings- og sköpunarþrá? Vonandi mun svarið við þeirri spurningu svo draga fram í dagsljósið hvað það er í menningu okkar sem hefur fyrir löngu fallið í skaut markaðsvæðingar og andlausrar framleiðslu sem gervigreindin mun vafalaust taka yfir. Höfundur situr í stjórn Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun