Utan vallar: Hefja nýjan kafla í Tel Aviv í stöðu sem Íslendingar þekkja vel Aron Guðmundsson skrifar 21. september 2023 14:31 Blikar spila í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Undanfarna daga hefur setningin „Breiðablik mun hefja nýjan kafla í sögu íslensks fótbolta“ oft borið á góma og verið rituð. Nú er komið að þeirri stund. Í kvöld mun Breiðablik svo sannarlega rita upphafsorðin í nýjum kafla í sögu íslensks fótbolta sem fyrsta íslenska karlaliði til að leika í riðlakeppni í Evrópu. Aron Guðmundsson skrifar frá Tel Aviv, Ísrael. Það hvernig frumraun liðsins á þessu sviði mun verða liggur hins vegar enn á huldu og verður ekki ljóst fyrr en seint í kvöld hvernig Blikar komast frá þessu verkefni. Hins vegar verður það að segjast að fáir hafa trú á því að Blikar, sem hafa átt í basli undanfarið heima fyrir, muni ná að næla í úrslit hér á Bloomfield leikvanginum í Tel Aviv. Veðbankar hafa enga trú á Breiðabliki og ef lesa má eitthvað í mætingu ísraelskra blaðamanna á blaðamannafund Breiðabliks, sem var nær engin, þá eru þeir ekki að taka okkar íslensku fulltrúa alvarlega. Það er hins vegar á svona stundum, í svona aðstæðum, sem fulltrúar okkar þjóðar, hvort sem um ræðir lands- eða félagslið, ná að sýna sitt rétta andlit. Og það skulum við vona að raunin verði einnig í kvöld. Það er hér, á Bloomfield leikvanginum í Tel Avív, sem Breiðablik mun rita nýjan kafla í sögu íslensks fótboltaVísir/Samsett mynd Fyrir æfingu Breiðabliks á Bloomfield leikvanginum í gærkvöldi mátti heyra það í liðsræðu Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks, að frá þessari stundu skyldu leikmenn leggja allt í verkefnið og sanna fyrir þeim sem standa fyrir utan og fylgjast með liðinu, að það búi enn hellingur í því. Ef ekki fyrir aðra þá ættu leikmenn að gera það fyrir sjálfa sig, fyrir liðið. Það var ekkert hálfkák á æfingu liðsins í gær, heldur alvöru tempó og góðu dagsverki skilað. Mín tilfinning er sú að Blikar séu mjög vel meðvitaðir um umræðuna í kringum liðið undanfarið. Blikar hafa tapað þremur leikjum í röð í aðdraganda þessa leiks í kvöld og það væri mikið styrkleikamerki hjá þeim að skila af sér sannfærandi frammistöðu í kvöld. Verkefnið er hins vegar ærið. Maccabi Tel Aviv er sigursælasta félag Ísrael, þaulreynt á þessu sviði og hefur ekki tapað leik undir stjórn Robbie Keane sem tók við stjórnartaumunum hjá liðinu í júní. Stress fyrir svona leiki er eðlilegt, segi ég með alla mína reynslu úr fjórðu deildinni heima, en vonandi fyrir Blika ná þeir einnig að njóta þess að spila á þessu stóra sviði, njóta þess að spila fyrir framan tugþúsundir áhorfenda á þessum þétta leikvangi. Og hver veit, kannski verðum við vitni að einhverju sérstöku í kvöld. Flautað verður til leiks hér í Tel Aviv klukkan sjö í kvöld að íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni útsendingu á Vodafone sport rásinni. Sambandsdeild Evrópu Ísrael Breiðablik Fótbolti Utan vallar Tengdar fréttir Evrópuævintýri Breiðabliks: Upphafið í Þrándheimi Í kvöld mætast Maccabi Tel Aviv og Breiðablik í 1. umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Íslenskt karlalið hefur aldrei áður komist jafn langt í Evrópu. 21. september 2023 12:01 Óskar hvetur Blika til dáða: „Menn verði mjög vel stemmdir, hungraðir og hugrakkir“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta telur að sýnir leikmenn muni sýna hungur og hugrekki er liðið opnar nýjan kafla í sögu íslensk fótbolta með að verða fyrsta íslenska karlaliðið til að leika í riðlakeppni í Evrópu þegar liðið mætir Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni á Bloomfield leikvanginum í kvöld. Jafnframt þurfti Breiðablik að eiga sinn allra, allra besta leik til að ná í úrslit hér í Tel Aviv. 21. september 2023 08:00 Keane vanmetur Breiðablik ekki: „Vitum hvers við erum megnugir“ Robbie Keane, fyrrum markahrókur í ensku úrvalsdeildinni og núverandi þjálfari ísraelska stórliðsins Maccabi Tel Aviv, býst við erfiðum leik gegn Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun og varar leikmenn sína við því að vanmeta íslenska liðið. 20. september 2023 23:30 „Ég held þetta sé jafnmikið ef ekki meira spurning um hausinn“ Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks sem á morgun verður fyrsta liðið til að spila í riðlakeppni í Evrópu þegar liðið mættir Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni. 20. september 2023 22:32 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Tel Aviv, Ísrael. Það hvernig frumraun liðsins á þessu sviði mun verða liggur hins vegar enn á huldu og verður ekki ljóst fyrr en seint í kvöld hvernig Blikar komast frá þessu verkefni. Hins vegar verður það að segjast að fáir hafa trú á því að Blikar, sem hafa átt í basli undanfarið heima fyrir, muni ná að næla í úrslit hér á Bloomfield leikvanginum í Tel Aviv. Veðbankar hafa enga trú á Breiðabliki og ef lesa má eitthvað í mætingu ísraelskra blaðamanna á blaðamannafund Breiðabliks, sem var nær engin, þá eru þeir ekki að taka okkar íslensku fulltrúa alvarlega. Það er hins vegar á svona stundum, í svona aðstæðum, sem fulltrúar okkar þjóðar, hvort sem um ræðir lands- eða félagslið, ná að sýna sitt rétta andlit. Og það skulum við vona að raunin verði einnig í kvöld. Það er hér, á Bloomfield leikvanginum í Tel Avív, sem Breiðablik mun rita nýjan kafla í sögu íslensks fótboltaVísir/Samsett mynd Fyrir æfingu Breiðabliks á Bloomfield leikvanginum í gærkvöldi mátti heyra það í liðsræðu Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks, að frá þessari stundu skyldu leikmenn leggja allt í verkefnið og sanna fyrir þeim sem standa fyrir utan og fylgjast með liðinu, að það búi enn hellingur í því. Ef ekki fyrir aðra þá ættu leikmenn að gera það fyrir sjálfa sig, fyrir liðið. Það var ekkert hálfkák á æfingu liðsins í gær, heldur alvöru tempó og góðu dagsverki skilað. Mín tilfinning er sú að Blikar séu mjög vel meðvitaðir um umræðuna í kringum liðið undanfarið. Blikar hafa tapað þremur leikjum í röð í aðdraganda þessa leiks í kvöld og það væri mikið styrkleikamerki hjá þeim að skila af sér sannfærandi frammistöðu í kvöld. Verkefnið er hins vegar ærið. Maccabi Tel Aviv er sigursælasta félag Ísrael, þaulreynt á þessu sviði og hefur ekki tapað leik undir stjórn Robbie Keane sem tók við stjórnartaumunum hjá liðinu í júní. Stress fyrir svona leiki er eðlilegt, segi ég með alla mína reynslu úr fjórðu deildinni heima, en vonandi fyrir Blika ná þeir einnig að njóta þess að spila á þessu stóra sviði, njóta þess að spila fyrir framan tugþúsundir áhorfenda á þessum þétta leikvangi. Og hver veit, kannski verðum við vitni að einhverju sérstöku í kvöld. Flautað verður til leiks hér í Tel Aviv klukkan sjö í kvöld að íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni útsendingu á Vodafone sport rásinni.
Sambandsdeild Evrópu Ísrael Breiðablik Fótbolti Utan vallar Tengdar fréttir Evrópuævintýri Breiðabliks: Upphafið í Þrándheimi Í kvöld mætast Maccabi Tel Aviv og Breiðablik í 1. umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Íslenskt karlalið hefur aldrei áður komist jafn langt í Evrópu. 21. september 2023 12:01 Óskar hvetur Blika til dáða: „Menn verði mjög vel stemmdir, hungraðir og hugrakkir“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta telur að sýnir leikmenn muni sýna hungur og hugrekki er liðið opnar nýjan kafla í sögu íslensk fótbolta með að verða fyrsta íslenska karlaliðið til að leika í riðlakeppni í Evrópu þegar liðið mætir Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni á Bloomfield leikvanginum í kvöld. Jafnframt þurfti Breiðablik að eiga sinn allra, allra besta leik til að ná í úrslit hér í Tel Aviv. 21. september 2023 08:00 Keane vanmetur Breiðablik ekki: „Vitum hvers við erum megnugir“ Robbie Keane, fyrrum markahrókur í ensku úrvalsdeildinni og núverandi þjálfari ísraelska stórliðsins Maccabi Tel Aviv, býst við erfiðum leik gegn Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun og varar leikmenn sína við því að vanmeta íslenska liðið. 20. september 2023 23:30 „Ég held þetta sé jafnmikið ef ekki meira spurning um hausinn“ Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks sem á morgun verður fyrsta liðið til að spila í riðlakeppni í Evrópu þegar liðið mættir Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni. 20. september 2023 22:32 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Evrópuævintýri Breiðabliks: Upphafið í Þrándheimi Í kvöld mætast Maccabi Tel Aviv og Breiðablik í 1. umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Íslenskt karlalið hefur aldrei áður komist jafn langt í Evrópu. 21. september 2023 12:01
Óskar hvetur Blika til dáða: „Menn verði mjög vel stemmdir, hungraðir og hugrakkir“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta telur að sýnir leikmenn muni sýna hungur og hugrekki er liðið opnar nýjan kafla í sögu íslensk fótbolta með að verða fyrsta íslenska karlaliðið til að leika í riðlakeppni í Evrópu þegar liðið mætir Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni á Bloomfield leikvanginum í kvöld. Jafnframt þurfti Breiðablik að eiga sinn allra, allra besta leik til að ná í úrslit hér í Tel Aviv. 21. september 2023 08:00
Keane vanmetur Breiðablik ekki: „Vitum hvers við erum megnugir“ Robbie Keane, fyrrum markahrókur í ensku úrvalsdeildinni og núverandi þjálfari ísraelska stórliðsins Maccabi Tel Aviv, býst við erfiðum leik gegn Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun og varar leikmenn sína við því að vanmeta íslenska liðið. 20. september 2023 23:30
„Ég held þetta sé jafnmikið ef ekki meira spurning um hausinn“ Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks sem á morgun verður fyrsta liðið til að spila í riðlakeppni í Evrópu þegar liðið mættir Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni. 20. september 2023 22:32