80 dauðsföll á þessu ári Sigmar Guðmundsson skrifar 21. september 2023 08:00 Það hafa fimm einstaklingar látið lífið það sem af er ári í umferðarslysum. Við erum sammála um að það er of mikið, þótt vissulega hafi fleiri látist í umferðinni en nú í ár. Í samfélaginu er stöðugt ákall um öruggari umferð og er það vel. Gerðar eru áætlanir og samgöngusáttmálar langt fram í tímann um úrbætur á vegakerfinu sem meðal annars eiga að auka öryggi og fækka dauðsföllum. Fimm dauðsföll er of há tala. En hvað segir þá samfélagið við þeirri staðreynd að á þessu ári stefnir í að allt að 80 einstaklingar, yngri en 50 ára, deyi af völdum fíknisjúkdóms á þessu ári? Ef fram heldur sem horfir. Þetta eru tölur úr gagnagrunni SÁÁ og inn í þær vantar fólk sem er yfir fimmtugu og fólk sem deyr úr sjúkdómnum en hefur aldrei farið á Vog. Þetta eru sturlaðar tölur. Þetta þýðir að á tíu árum látast álíka margir úr fíknisjúkdómi og búa í Grundarfjarðabæ. Samt bólar lítið á langtímaáætlunum, samningum eða sáttmálum til að koma í veg fyrir þessi dauðsföll. Eru þau þó margfalt fleiri en í umferðinni. Það er orðið tímabært að almenningur átti sig á hversu mikill fórnarkostnaður samfélagsins er vegna þessa sjúkdóms. Það er líka brýnt að stjórnvöld vakni af sínum þyrnirósarsvefni og uppfylli þá lágmarkskröfu að lífsbjargandi meðferðarstofnanir þurfi ekki að loka yfir sumartímann. SÁÁ þurfti að loka eftirmeðferðarstöðinni Vík í sumar vegna fjárskorts. Þetta þekki ég vel því ég þurfti sjálfur að leita mér aðstoðar á Vogi í sumar. Engin framhalds meðferð í boði fyrr en löngu eftir útskrift af Vogi. Samfellan sem þarf að vera í meðferðarvinnu algerlega rofin. Ég er hins vegar svo heppinn að félagsleg staða mín er betri en margra annara og þetta kom ekki að sök í mínu tilfelli. Engu að síður er það svo að margra vikna bið á milli Vogs og Víkur fyrir fjölmarga sem berjast við þennan sjúkdóm dregur stórlega úr batalíkum. Og oft gerist það að fólk deyr á meðan það bíður eftir plássi á Vogi eða Vík. Í fyrra létust 12 einstaklingar á meðan þeir biðu eftir plássi. Þessi sjúkdómur fer ekki í sumarfríi og því ætti meðferðarstarfið ekki heldur að gera það. Í dag háttar svo til að það geisar ópíóðafaraldur þar sem fjöldi ungra manna og kvenna berjast á vígvelli dauðans. Margir deyja, nú síðast móðir frá tveimur ungum börnum. Sjálfsaflafé SÁÁ rennur að miklu leiti í viðbragð við þessum faraldri vegna þess að þeir fjármunir sem ríkið setur í þessa tilteknu meðferð hrekkur engan veginn til. Ekki bólar heldur á viðbótarfjárframlagi ríkisins sem lofað var hátíðlega þegar umræðan um faraldurinn var sem mest fyrr á árinu. Þeir peningar hafa ekki skilað sér, sem svo aftur gerir það að verkum að meðferðarstarfið líður fyrir. Heilbrigðisráðherra er öflugur maður og ég veit að hann hefur skilning á vandanum. Það voru þess vegna mikil vonbrigði að heyra hann tala með þeim hætti í vikunni að þetta snerist meira um vilja SÁÁ til að hafa opið en fjárskort. „Við getum svo auðveldlega haldið því opnu ef það er vilji til þess. Ég hef komið því á framfæri margoft við SÁÁ að við erum alltaf tilbúin að skoða það og halda því gangandi.“ Það er verkefni ráðamanna að tryggja að lífsbjargandi starfsemi sé ekki lögð af yfir hásumarið. Það er ekki stórmannlegt að varpa ábyrgðinni frá sér. Staðreyndin er sú að það kostar engar óskaplega fjárhæðir að kippa þessu í liðinn. Mun minna en mislæg gatnamót svo dæmi sé tekið. Vilji er allt sem þarf. Ef það stefndi í að 80 manns myndu látast í umferðinni í ár, þá væri búið að lýsa yfir neyðarástandi. Við værum að stórauka fjárframlög í samgöngur. Göng yrðu grafin, vegir breikkaðir, gatnamót löguð og umferðarfræðsla efld. Við bregðumst ekki eins við þegar fólk deyr úr fíknisjúkdómi. Við getum ekki einu sinni tryggt að meðferð standi til boða á sumrin og bjargað þannig mannslífum. Það er umhugsunarefni, vægast sagt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson SÁÁ Geðheilbrigði Fíkn Lyf Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Það hafa fimm einstaklingar látið lífið það sem af er ári í umferðarslysum. Við erum sammála um að það er of mikið, þótt vissulega hafi fleiri látist í umferðinni en nú í ár. Í samfélaginu er stöðugt ákall um öruggari umferð og er það vel. Gerðar eru áætlanir og samgöngusáttmálar langt fram í tímann um úrbætur á vegakerfinu sem meðal annars eiga að auka öryggi og fækka dauðsföllum. Fimm dauðsföll er of há tala. En hvað segir þá samfélagið við þeirri staðreynd að á þessu ári stefnir í að allt að 80 einstaklingar, yngri en 50 ára, deyi af völdum fíknisjúkdóms á þessu ári? Ef fram heldur sem horfir. Þetta eru tölur úr gagnagrunni SÁÁ og inn í þær vantar fólk sem er yfir fimmtugu og fólk sem deyr úr sjúkdómnum en hefur aldrei farið á Vog. Þetta eru sturlaðar tölur. Þetta þýðir að á tíu árum látast álíka margir úr fíknisjúkdómi og búa í Grundarfjarðabæ. Samt bólar lítið á langtímaáætlunum, samningum eða sáttmálum til að koma í veg fyrir þessi dauðsföll. Eru þau þó margfalt fleiri en í umferðinni. Það er orðið tímabært að almenningur átti sig á hversu mikill fórnarkostnaður samfélagsins er vegna þessa sjúkdóms. Það er líka brýnt að stjórnvöld vakni af sínum þyrnirósarsvefni og uppfylli þá lágmarkskröfu að lífsbjargandi meðferðarstofnanir þurfi ekki að loka yfir sumartímann. SÁÁ þurfti að loka eftirmeðferðarstöðinni Vík í sumar vegna fjárskorts. Þetta þekki ég vel því ég þurfti sjálfur að leita mér aðstoðar á Vogi í sumar. Engin framhalds meðferð í boði fyrr en löngu eftir útskrift af Vogi. Samfellan sem þarf að vera í meðferðarvinnu algerlega rofin. Ég er hins vegar svo heppinn að félagsleg staða mín er betri en margra annara og þetta kom ekki að sök í mínu tilfelli. Engu að síður er það svo að margra vikna bið á milli Vogs og Víkur fyrir fjölmarga sem berjast við þennan sjúkdóm dregur stórlega úr batalíkum. Og oft gerist það að fólk deyr á meðan það bíður eftir plássi á Vogi eða Vík. Í fyrra létust 12 einstaklingar á meðan þeir biðu eftir plássi. Þessi sjúkdómur fer ekki í sumarfríi og því ætti meðferðarstarfið ekki heldur að gera það. Í dag háttar svo til að það geisar ópíóðafaraldur þar sem fjöldi ungra manna og kvenna berjast á vígvelli dauðans. Margir deyja, nú síðast móðir frá tveimur ungum börnum. Sjálfsaflafé SÁÁ rennur að miklu leiti í viðbragð við þessum faraldri vegna þess að þeir fjármunir sem ríkið setur í þessa tilteknu meðferð hrekkur engan veginn til. Ekki bólar heldur á viðbótarfjárframlagi ríkisins sem lofað var hátíðlega þegar umræðan um faraldurinn var sem mest fyrr á árinu. Þeir peningar hafa ekki skilað sér, sem svo aftur gerir það að verkum að meðferðarstarfið líður fyrir. Heilbrigðisráðherra er öflugur maður og ég veit að hann hefur skilning á vandanum. Það voru þess vegna mikil vonbrigði að heyra hann tala með þeim hætti í vikunni að þetta snerist meira um vilja SÁÁ til að hafa opið en fjárskort. „Við getum svo auðveldlega haldið því opnu ef það er vilji til þess. Ég hef komið því á framfæri margoft við SÁÁ að við erum alltaf tilbúin að skoða það og halda því gangandi.“ Það er verkefni ráðamanna að tryggja að lífsbjargandi starfsemi sé ekki lögð af yfir hásumarið. Það er ekki stórmannlegt að varpa ábyrgðinni frá sér. Staðreyndin er sú að það kostar engar óskaplega fjárhæðir að kippa þessu í liðinn. Mun minna en mislæg gatnamót svo dæmi sé tekið. Vilji er allt sem þarf. Ef það stefndi í að 80 manns myndu látast í umferðinni í ár, þá væri búið að lýsa yfir neyðarástandi. Við værum að stórauka fjárframlög í samgöngur. Göng yrðu grafin, vegir breikkaðir, gatnamót löguð og umferðarfræðsla efld. Við bregðumst ekki eins við þegar fólk deyr úr fíknisjúkdómi. Við getum ekki einu sinni tryggt að meðferð standi til boða á sumrin og bjargað þannig mannslífum. Það er umhugsunarefni, vægast sagt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun