Hafa lokað á rakningu í rakningarforritinu C-19 Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2023 16:20 Svona leit smitrakningarappið út, og tilkynningarnar sem notendur fengu frá því. Embætti landlæknis hefur lokað á rakningu í smáforritinu Rakning C-19 sem þróað var og notað í smitrakningu í kórónuveirufaraldrinum. Þeir sem eru með forritið í símum sínum hafa margir fengið meldingu þessa efnis í dag. Ólafur K. Ragnarsson, verkefnastjóri Miðstöðvar rafrænna heilbrigðislausna hjá Embætti landlæknis, segir það vera langt síðan að notast hafi verið við rakningarforritið hér á landi. „En það sem er að gerast nú er að Apple og Google eru að slökkva á þeim möguleika fyrir símtækin að nota þessa rakningartækni, svokölluð „exposure notifications“. Þetta er í stýrikerfinu á Apple-símum og í Playstore í Android-símum, og er sem sagt búið að slökkva á þeim möguleika núna. Þetta er að gerast í öllum löndum.“ Ólafur segir þetta gert vegna ákvörðunar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, frá í maí síðastliðinn að aflýsa skilgreiningu á COVID-19 sem bráðri ógn við lýðheilsu þjóða. Ástandið hafði þá ríkt síðan í janúar 2020, en slík skilgreining nýtist WHO og alþjóðasamfélaginu við að samhæfa aðgerðir til að stöðva útbreiðslu sjúkdóms á milli landa. Ólafur segir að með þessu sé ekki verið að henda forritinu eða þeirri tækni sem hafi verið þróuð. Hún sé til og gæti nýst síðar. Hann hvetur þó fólk til að fjarlægja forritið úr símanum. Rakningarforrit íslenskra heilbrigðisyfirvalda, Rakning C-19, komið í loftið í byrjun apríl 2020, rúmum mánuði eftir að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Skjáskot af skilaboðum sem hafa birst í símum margra í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
Ólafur K. Ragnarsson, verkefnastjóri Miðstöðvar rafrænna heilbrigðislausna hjá Embætti landlæknis, segir það vera langt síðan að notast hafi verið við rakningarforritið hér á landi. „En það sem er að gerast nú er að Apple og Google eru að slökkva á þeim möguleika fyrir símtækin að nota þessa rakningartækni, svokölluð „exposure notifications“. Þetta er í stýrikerfinu á Apple-símum og í Playstore í Android-símum, og er sem sagt búið að slökkva á þeim möguleika núna. Þetta er að gerast í öllum löndum.“ Ólafur segir þetta gert vegna ákvörðunar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, frá í maí síðastliðinn að aflýsa skilgreiningu á COVID-19 sem bráðri ógn við lýðheilsu þjóða. Ástandið hafði þá ríkt síðan í janúar 2020, en slík skilgreining nýtist WHO og alþjóðasamfélaginu við að samhæfa aðgerðir til að stöðva útbreiðslu sjúkdóms á milli landa. Ólafur segir að með þessu sé ekki verið að henda forritinu eða þeirri tækni sem hafi verið þróuð. Hún sé til og gæti nýst síðar. Hann hvetur þó fólk til að fjarlægja forritið úr símanum. Rakningarforrit íslenskra heilbrigðisyfirvalda, Rakning C-19, komið í loftið í byrjun apríl 2020, rúmum mánuði eftir að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Skjáskot af skilaboðum sem hafa birst í símum margra í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira