Ekki lengur fasteignabóla á höfuðborgarsvæðinu, segir Seðlabankinn
![Árshækkun launavísitölunnar mældist nærri 11 prósent í lok júlí og hafði á sama tíma hækkað um 10 prósent umfram vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu, segir Seðlabankinn.](https://www.visir.is/i/9AEB0F929D634C2057AAD4CF7E3BF12B3D104AD7639635B36642EC718A111687_713x0.jpg)
Það er ekki lengur bóla á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Dregið hefur úr misvægi á íbúðamarkaði en íbúðaverð mælist enn nokkuð hátt á flesta mælikvarða, sérstaklega í samanburði við launavísitölu, og er leiðréttingarferlinu því að öllum líkindum ekki lokið, segir Seðlabankinn.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/18701B6D18A2BD435279A46BD6266050B258FFF862FF635C6ED26F35130C19A2_308x200.jpg)
Fasteignaverð „hátt á alla mælikvarða“ og spáir tólf prósenta raunlækkun
Vandinn á fasteignamarkaði er ekki kominn til vegna aðgerða Seðlabankans heldur eru orsökin fasteignaverðið sjálft sem er „hátt á alla mælikvarða“. Þegar tekið er tillit til ráðstöfunartekna og fjármagnskostnaðar þá stendur fasteignaverðið á höfuðborgarsvæðinu „eins og nagli upp úr spýtu“ í samanburði við hin Norðurlöndin, samkvæmt nýrri greiningu á fasteignamarkaðinum. Spáð er um tólf prósenta raunlækkun á fasteignaverði fram til ársloka 2024 en sú lækkun gæti orðið enn meiri ef verðbólga verður þrálát og vextir lækki seinna en nú sé gert ráð fyrir.