Íslendingar standa ekki gegn hatri Þórarinn Hjartarson skrifar 20. september 2023 10:00 Miðað við atburði undanfarnar þrjár vikur er ljóst að baráttan er ekki búin og mikilvægt er að standa gegn hatri. Fólk sem hefur ekkert unnið sér til saka annað en að gera tilraun til þess að vera þau sjálf og fá viðurkenningu frá samfélaginu verður nú fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum. Hatursöflum er að vaxa fiskur um hrygg. Sem andsvar við þessu hefur samviskusamt fólk og fyrirtæki birt mynd á samfélagsmiðlum sem hljóðar svo: Stöndum saman gegn hatri #hinseginleikinn Einföld en kraftmikil yfirlýsing sem vottar að sá og hinn sami sé góð manneskja. Það sem hryggir undirritaðann er hins vegar hversu margir hafa kosið að birta ekki yfirlýsinguna og þannig staðið með hatrinu. Því þeir sem eru ekki tilbúnir að verja þremur sekúndum í að ýta á deilingarhnappinn og sýna í verki að þeir standi gegn hatri eru líklega með hugmyndir sem í besta falli geta talist varhugaverðar. Í leikriti Arthur Miller frá 1953, sem ber heitið The Crucible, er varpað ljósi á tengsl aðgerðarleysis og undirliggjandi álita og viðhorfa. Þeir sem ekki sýna í verki að þeir séu reiðubúnir að koma málstaðnum til varnar standa ekki einvörðungu aðgerðarlausir heldur eru þeir líklegir til þess að vinna gegn réttlátum markmiðum þegar tækifærið gefst. Ef stjórnvöld grípa ekki inn í áður en langt um líður dreifist hatrið stjórnlaust yfir allt samfélagið. Því velti ég upp eftirfarandi spurningunum: Erum við umburðarlynd þjóð? Erum við opin fyrir réttlátum breytingum? Eða erum við umlukin fólki sem hatar, sem er ekki tilbúið að sýna samstöðu þegar á reynir, jafnvel með einni deilingu á samfélagsmiðlum? Það er ljóst að við erum ekki á þeim stað sem við teljum okkur í trú um að við séum. Við búum ekki í réttindavænu samfélagi. Fólk sem nýtir eigin hugmyndir um tjáningarfrelsi fær að spúa hatri óáreitt á meðan langflestir standa hjá. Engin mannréttindastofa er til staðar til að fylgjast með færslum fólks á samfélagsmiðlum. Það er morgunljóst að þetta er útrýmingarstefna í aðsigi. Frammi fyrir okkur stendur vandi. Það er hatursfullt fólk í okkar samfélagi. Við þurfum að standa gegn þeim. Ef þú stendur gegn hatri, afhverju sýniru það ekki í verki? Afhverju ertu ekki tilbúinn að deila myndinni? Í hvernig samfélagi vilt þú búa? Er ekki árið 2023? Erum við ekki komin lengra? Stöndum gegn hatri. Deilum myndinni. Höfundur er hlaðvarpsstjórnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Hinsegin Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Sjá meira
Miðað við atburði undanfarnar þrjár vikur er ljóst að baráttan er ekki búin og mikilvægt er að standa gegn hatri. Fólk sem hefur ekkert unnið sér til saka annað en að gera tilraun til þess að vera þau sjálf og fá viðurkenningu frá samfélaginu verður nú fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum. Hatursöflum er að vaxa fiskur um hrygg. Sem andsvar við þessu hefur samviskusamt fólk og fyrirtæki birt mynd á samfélagsmiðlum sem hljóðar svo: Stöndum saman gegn hatri #hinseginleikinn Einföld en kraftmikil yfirlýsing sem vottar að sá og hinn sami sé góð manneskja. Það sem hryggir undirritaðann er hins vegar hversu margir hafa kosið að birta ekki yfirlýsinguna og þannig staðið með hatrinu. Því þeir sem eru ekki tilbúnir að verja þremur sekúndum í að ýta á deilingarhnappinn og sýna í verki að þeir standi gegn hatri eru líklega með hugmyndir sem í besta falli geta talist varhugaverðar. Í leikriti Arthur Miller frá 1953, sem ber heitið The Crucible, er varpað ljósi á tengsl aðgerðarleysis og undirliggjandi álita og viðhorfa. Þeir sem ekki sýna í verki að þeir séu reiðubúnir að koma málstaðnum til varnar standa ekki einvörðungu aðgerðarlausir heldur eru þeir líklegir til þess að vinna gegn réttlátum markmiðum þegar tækifærið gefst. Ef stjórnvöld grípa ekki inn í áður en langt um líður dreifist hatrið stjórnlaust yfir allt samfélagið. Því velti ég upp eftirfarandi spurningunum: Erum við umburðarlynd þjóð? Erum við opin fyrir réttlátum breytingum? Eða erum við umlukin fólki sem hatar, sem er ekki tilbúið að sýna samstöðu þegar á reynir, jafnvel með einni deilingu á samfélagsmiðlum? Það er ljóst að við erum ekki á þeim stað sem við teljum okkur í trú um að við séum. Við búum ekki í réttindavænu samfélagi. Fólk sem nýtir eigin hugmyndir um tjáningarfrelsi fær að spúa hatri óáreitt á meðan langflestir standa hjá. Engin mannréttindastofa er til staðar til að fylgjast með færslum fólks á samfélagsmiðlum. Það er morgunljóst að þetta er útrýmingarstefna í aðsigi. Frammi fyrir okkur stendur vandi. Það er hatursfullt fólk í okkar samfélagi. Við þurfum að standa gegn þeim. Ef þú stendur gegn hatri, afhverju sýniru það ekki í verki? Afhverju ertu ekki tilbúinn að deila myndinni? Í hvernig samfélagi vilt þú búa? Er ekki árið 2023? Erum við ekki komin lengra? Stöndum gegn hatri. Deilum myndinni. Höfundur er hlaðvarpsstjórnandi.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun