Svandís sýndi á spilin Birgir Dýrfjörð skrifar 20. september 2023 09:00 Íhaldið fær kvíðakast Íhaldið sem á og stjórnar Sjálfstæðisflokknum og Mogganum glímir nú við skyndilegt kvíðakast. Ástæðan eru upplýsingar Svandísar Svafarsdóttur í þætti í útvarpi FM 89,1. Þátturinn sem er aðgengilegur nú í talvarpi í Samstöðinni og á Midjan.is heitir synir Egils. Honum stjórna bræðurnir Sigurjón Már og Gunnar Smári Egilssynir. Langreyndir og minnugir blaðamenn, ritstjórar og útvarpsmenn, Í þætti þeirra Egilssona 17. 9. er um 50 mínútna langt og ýtarlegt viðtal við Svandísi Svafarsdóttur. Viðtalið var stórmerkilegt, þar skýrir hún frá byltingarkenndum breytingum á stjórnum fiskveiða, og að allar ákvarðanir og gjörningar eigi og munu einkennast af gegnsæi. Augljóst er að hugmyndir Svandísar falla að yfirgnæfandi skoðunum almennings. Þær lúta m.a. að úthlutun veiðiheimilda og daglegu gegnsæi á skráningu þeirra þannig, að ljóst verði hverjir hafi í raun og veru afnotaréttinn að stærstu auðlind þjóðarinnar og í hvaða mæli. Þær lúta m.a. að því að tiltekinn kvóti verði boðinn upp og hvernig tekjum af því verður varið. Þær lúta m.a. að fiskeldi, náttúruvernd og dýravernd. Þær beina athygli að þeirri svikamyllu, að útlend skip, fá mikið hærra verð en íslensk, sem landa þó samskonar afla á sama stað og tíma. Þessi upptalning hér er aðeins brot af tillögum Svandísar til að draga úr ríkjandi ranglæti. Þeim sem vilja kynna sér tillögur Svandísar bendi ég á slóðina; https://www.youtube.com/watch?v=VPj3rK_Sc0k eða á Midjan.is Þar er viðtalið við Svandísi og það er vel þess virði að hlusta á það. Kvíðakastið Íhaldið sem ræður Sjálfstæðisflokknum veit vel að að hugmyndir Svandísar eru eins og talaðar úr hjarta þorra Íslendinga, ekki hvað síst þeirra 25% sem lengst hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn. Ég hef starfað í félagsmálum í áratugi með flokksbundnu sjálfstæðisfólki. Það eins og flest fólk vill vera ærlegt, víðsýnt og umburðarlynt. Orðið íhald í neikvæðri merkingu á ekki við um það fólk. Þetta veit líka íhaldið sem, rekur Sjálfstæðisflokkinn og Moggann, mun gera allt hvað það getur að stíga niður þingmenn flokksins og eyða þannig gegnsæi og breytingum í meðferð veiðiheimilda. Það veit að stór hluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins mun styðja af heilum hug tillögur Svandísar um breytingar á kvótakerfinu, - það er kvíðvænlegt. En það vita Svandís og VG líka, og þegar þjóðin hefur rifist í nokkra mánuði og stærri og stærri hluti hennar styður hugmyndir VG þá, og einmitt þá er réttur tími fyrir Vinstri-Græn að rjúfa stjórnarsamstarfið og ganga til kosninga, sem snúast þá um breytingar á ranglátu kvótakerfi. Nýjar sviðsmyndir Íslendingar hafa í tvígang vakið athygli fyrir víðsýni í jafnrétti kynja. Fyrsta konan, sem var þjóðkjörin forseti í lýðræðisríki er Íslensk. Fyrsta samkynhneigða konan sem varð forsætisráðherra í lýðræðisríki er Íslensk. Væri ekki eðlilegt framhald af því, að hér kæmi ríkisstjórn með konum í meirihluta. Manni detta þá í hug nöfn eins og Kristrún Frostadóttir, Katrín Jakobsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir og Svandís Svafarsdóttir. Er nokkuð að undra að íhaldið sé í kvíðakasti? Höfundur er rafvirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jafnréttismál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Íhaldið fær kvíðakast Íhaldið sem á og stjórnar Sjálfstæðisflokknum og Mogganum glímir nú við skyndilegt kvíðakast. Ástæðan eru upplýsingar Svandísar Svafarsdóttur í þætti í útvarpi FM 89,1. Þátturinn sem er aðgengilegur nú í talvarpi í Samstöðinni og á Midjan.is heitir synir Egils. Honum stjórna bræðurnir Sigurjón Már og Gunnar Smári Egilssynir. Langreyndir og minnugir blaðamenn, ritstjórar og útvarpsmenn, Í þætti þeirra Egilssona 17. 9. er um 50 mínútna langt og ýtarlegt viðtal við Svandísi Svafarsdóttur. Viðtalið var stórmerkilegt, þar skýrir hún frá byltingarkenndum breytingum á stjórnum fiskveiða, og að allar ákvarðanir og gjörningar eigi og munu einkennast af gegnsæi. Augljóst er að hugmyndir Svandísar falla að yfirgnæfandi skoðunum almennings. Þær lúta m.a. að úthlutun veiðiheimilda og daglegu gegnsæi á skráningu þeirra þannig, að ljóst verði hverjir hafi í raun og veru afnotaréttinn að stærstu auðlind þjóðarinnar og í hvaða mæli. Þær lúta m.a. að því að tiltekinn kvóti verði boðinn upp og hvernig tekjum af því verður varið. Þær lúta m.a. að fiskeldi, náttúruvernd og dýravernd. Þær beina athygli að þeirri svikamyllu, að útlend skip, fá mikið hærra verð en íslensk, sem landa þó samskonar afla á sama stað og tíma. Þessi upptalning hér er aðeins brot af tillögum Svandísar til að draga úr ríkjandi ranglæti. Þeim sem vilja kynna sér tillögur Svandísar bendi ég á slóðina; https://www.youtube.com/watch?v=VPj3rK_Sc0k eða á Midjan.is Þar er viðtalið við Svandísi og það er vel þess virði að hlusta á það. Kvíðakastið Íhaldið sem ræður Sjálfstæðisflokknum veit vel að að hugmyndir Svandísar eru eins og talaðar úr hjarta þorra Íslendinga, ekki hvað síst þeirra 25% sem lengst hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn. Ég hef starfað í félagsmálum í áratugi með flokksbundnu sjálfstæðisfólki. Það eins og flest fólk vill vera ærlegt, víðsýnt og umburðarlynt. Orðið íhald í neikvæðri merkingu á ekki við um það fólk. Þetta veit líka íhaldið sem, rekur Sjálfstæðisflokkinn og Moggann, mun gera allt hvað það getur að stíga niður þingmenn flokksins og eyða þannig gegnsæi og breytingum í meðferð veiðiheimilda. Það veit að stór hluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins mun styðja af heilum hug tillögur Svandísar um breytingar á kvótakerfinu, - það er kvíðvænlegt. En það vita Svandís og VG líka, og þegar þjóðin hefur rifist í nokkra mánuði og stærri og stærri hluti hennar styður hugmyndir VG þá, og einmitt þá er réttur tími fyrir Vinstri-Græn að rjúfa stjórnarsamstarfið og ganga til kosninga, sem snúast þá um breytingar á ranglátu kvótakerfi. Nýjar sviðsmyndir Íslendingar hafa í tvígang vakið athygli fyrir víðsýni í jafnrétti kynja. Fyrsta konan, sem var þjóðkjörin forseti í lýðræðisríki er Íslensk. Fyrsta samkynhneigða konan sem varð forsætisráðherra í lýðræðisríki er Íslensk. Væri ekki eðlilegt framhald af því, að hér kæmi ríkisstjórn með konum í meirihluta. Manni detta þá í hug nöfn eins og Kristrún Frostadóttir, Katrín Jakobsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir og Svandís Svafarsdóttir. Er nokkuð að undra að íhaldið sé í kvíðakasti? Höfundur er rafvirki.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun