Svandís sýndi á spilin Birgir Dýrfjörð skrifar 20. september 2023 09:00 Íhaldið fær kvíðakast Íhaldið sem á og stjórnar Sjálfstæðisflokknum og Mogganum glímir nú við skyndilegt kvíðakast. Ástæðan eru upplýsingar Svandísar Svafarsdóttur í þætti í útvarpi FM 89,1. Þátturinn sem er aðgengilegur nú í talvarpi í Samstöðinni og á Midjan.is heitir synir Egils. Honum stjórna bræðurnir Sigurjón Már og Gunnar Smári Egilssynir. Langreyndir og minnugir blaðamenn, ritstjórar og útvarpsmenn, Í þætti þeirra Egilssona 17. 9. er um 50 mínútna langt og ýtarlegt viðtal við Svandísi Svafarsdóttur. Viðtalið var stórmerkilegt, þar skýrir hún frá byltingarkenndum breytingum á stjórnum fiskveiða, og að allar ákvarðanir og gjörningar eigi og munu einkennast af gegnsæi. Augljóst er að hugmyndir Svandísar falla að yfirgnæfandi skoðunum almennings. Þær lúta m.a. að úthlutun veiðiheimilda og daglegu gegnsæi á skráningu þeirra þannig, að ljóst verði hverjir hafi í raun og veru afnotaréttinn að stærstu auðlind þjóðarinnar og í hvaða mæli. Þær lúta m.a. að því að tiltekinn kvóti verði boðinn upp og hvernig tekjum af því verður varið. Þær lúta m.a. að fiskeldi, náttúruvernd og dýravernd. Þær beina athygli að þeirri svikamyllu, að útlend skip, fá mikið hærra verð en íslensk, sem landa þó samskonar afla á sama stað og tíma. Þessi upptalning hér er aðeins brot af tillögum Svandísar til að draga úr ríkjandi ranglæti. Þeim sem vilja kynna sér tillögur Svandísar bendi ég á slóðina; https://www.youtube.com/watch?v=VPj3rK_Sc0k eða á Midjan.is Þar er viðtalið við Svandísi og það er vel þess virði að hlusta á það. Kvíðakastið Íhaldið sem ræður Sjálfstæðisflokknum veit vel að að hugmyndir Svandísar eru eins og talaðar úr hjarta þorra Íslendinga, ekki hvað síst þeirra 25% sem lengst hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn. Ég hef starfað í félagsmálum í áratugi með flokksbundnu sjálfstæðisfólki. Það eins og flest fólk vill vera ærlegt, víðsýnt og umburðarlynt. Orðið íhald í neikvæðri merkingu á ekki við um það fólk. Þetta veit líka íhaldið sem, rekur Sjálfstæðisflokkinn og Moggann, mun gera allt hvað það getur að stíga niður þingmenn flokksins og eyða þannig gegnsæi og breytingum í meðferð veiðiheimilda. Það veit að stór hluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins mun styðja af heilum hug tillögur Svandísar um breytingar á kvótakerfinu, - það er kvíðvænlegt. En það vita Svandís og VG líka, og þegar þjóðin hefur rifist í nokkra mánuði og stærri og stærri hluti hennar styður hugmyndir VG þá, og einmitt þá er réttur tími fyrir Vinstri-Græn að rjúfa stjórnarsamstarfið og ganga til kosninga, sem snúast þá um breytingar á ranglátu kvótakerfi. Nýjar sviðsmyndir Íslendingar hafa í tvígang vakið athygli fyrir víðsýni í jafnrétti kynja. Fyrsta konan, sem var þjóðkjörin forseti í lýðræðisríki er Íslensk. Fyrsta samkynhneigða konan sem varð forsætisráðherra í lýðræðisríki er Íslensk. Væri ekki eðlilegt framhald af því, að hér kæmi ríkisstjórn með konum í meirihluta. Manni detta þá í hug nöfn eins og Kristrún Frostadóttir, Katrín Jakobsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir og Svandís Svafarsdóttir. Er nokkuð að undra að íhaldið sé í kvíðakasti? Höfundur er rafvirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jafnréttismál Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Íhaldið fær kvíðakast Íhaldið sem á og stjórnar Sjálfstæðisflokknum og Mogganum glímir nú við skyndilegt kvíðakast. Ástæðan eru upplýsingar Svandísar Svafarsdóttur í þætti í útvarpi FM 89,1. Þátturinn sem er aðgengilegur nú í talvarpi í Samstöðinni og á Midjan.is heitir synir Egils. Honum stjórna bræðurnir Sigurjón Már og Gunnar Smári Egilssynir. Langreyndir og minnugir blaðamenn, ritstjórar og útvarpsmenn, Í þætti þeirra Egilssona 17. 9. er um 50 mínútna langt og ýtarlegt viðtal við Svandísi Svafarsdóttur. Viðtalið var stórmerkilegt, þar skýrir hún frá byltingarkenndum breytingum á stjórnum fiskveiða, og að allar ákvarðanir og gjörningar eigi og munu einkennast af gegnsæi. Augljóst er að hugmyndir Svandísar falla að yfirgnæfandi skoðunum almennings. Þær lúta m.a. að úthlutun veiðiheimilda og daglegu gegnsæi á skráningu þeirra þannig, að ljóst verði hverjir hafi í raun og veru afnotaréttinn að stærstu auðlind þjóðarinnar og í hvaða mæli. Þær lúta m.a. að því að tiltekinn kvóti verði boðinn upp og hvernig tekjum af því verður varið. Þær lúta m.a. að fiskeldi, náttúruvernd og dýravernd. Þær beina athygli að þeirri svikamyllu, að útlend skip, fá mikið hærra verð en íslensk, sem landa þó samskonar afla á sama stað og tíma. Þessi upptalning hér er aðeins brot af tillögum Svandísar til að draga úr ríkjandi ranglæti. Þeim sem vilja kynna sér tillögur Svandísar bendi ég á slóðina; https://www.youtube.com/watch?v=VPj3rK_Sc0k eða á Midjan.is Þar er viðtalið við Svandísi og það er vel þess virði að hlusta á það. Kvíðakastið Íhaldið sem ræður Sjálfstæðisflokknum veit vel að að hugmyndir Svandísar eru eins og talaðar úr hjarta þorra Íslendinga, ekki hvað síst þeirra 25% sem lengst hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn. Ég hef starfað í félagsmálum í áratugi með flokksbundnu sjálfstæðisfólki. Það eins og flest fólk vill vera ærlegt, víðsýnt og umburðarlynt. Orðið íhald í neikvæðri merkingu á ekki við um það fólk. Þetta veit líka íhaldið sem, rekur Sjálfstæðisflokkinn og Moggann, mun gera allt hvað það getur að stíga niður þingmenn flokksins og eyða þannig gegnsæi og breytingum í meðferð veiðiheimilda. Það veit að stór hluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins mun styðja af heilum hug tillögur Svandísar um breytingar á kvótakerfinu, - það er kvíðvænlegt. En það vita Svandís og VG líka, og þegar þjóðin hefur rifist í nokkra mánuði og stærri og stærri hluti hennar styður hugmyndir VG þá, og einmitt þá er réttur tími fyrir Vinstri-Græn að rjúfa stjórnarsamstarfið og ganga til kosninga, sem snúast þá um breytingar á ranglátu kvótakerfi. Nýjar sviðsmyndir Íslendingar hafa í tvígang vakið athygli fyrir víðsýni í jafnrétti kynja. Fyrsta konan, sem var þjóðkjörin forseti í lýðræðisríki er Íslensk. Fyrsta samkynhneigða konan sem varð forsætisráðherra í lýðræðisríki er Íslensk. Væri ekki eðlilegt framhald af því, að hér kæmi ríkisstjórn með konum í meirihluta. Manni detta þá í hug nöfn eins og Kristrún Frostadóttir, Katrín Jakobsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir og Svandís Svafarsdóttir. Er nokkuð að undra að íhaldið sé í kvíðakasti? Höfundur er rafvirki.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar