Enn eitt byggðarlagið lagt í rúst Vilhelm Jónsson skrifar 18. september 2023 10:30 Að þessu sinni sýpur Seyðisfjörður seiðið af fiskveiðastefnu stjórnavalda sem er vart annað en rányrkja til að valin útgerðarfélög geti hámarkað hagnað á kostnað sjávar byggða. Verklag Síldarvinnslunnar og hagræðingar kröfur á bolfiskvinnslu að beina aflaheimildum til Grindarvíkur er enn einn sóðaskapur sem þrífst hjá stórútgerðinni. Engu er látið skipta að afkoma Seyðisfjarðar er nánast lögð í rúst og til þess fallið verðfella fasteignir í bænum og binda fólk átthaga fjötrum. Það vantar ekki upp á hugulsemina hjá framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar sem lítur framkvæmdina grafalvarlegum augum. Hinsvegar er Síldarvinnslan hugsanlega tilbúinn af sinni einstakri fórnfýsi að leggja byggðarlaginu til krafta sína komi bæjarbúar auga á atvinnutækifæri til að draga fram lífið s.s. arðbært laxeldi eða ferðaþjónusta. Norðlenski sægreifinn mun þá af sinni einstöku nærgætni bak við tjöldin rýna í hvað sé til ráða. Það vantar ekki uppá fagurgalann og yfirlýsingar Síldarvinnslunnar þar sem harmað er að þurfa fara í þungbærar breytingar til að auka sveigjanleika og sest verði niður með hagsmuna aðilum og sveitastjórna fólki til að milda svínaríið. Kvótalaus byggðarlög vítt og breytt um landið bera vitnisburð um skelfilegar afleiðingar. Bæjarbúar ættu að íhuga ásamt fólki í öðrum sveitarfélögum sem sitja að aflaheimildum á kostnað byggðarlaga vítt og breytt um landið að ekkert sjávarþorp er hulið sömu örlögum og samþjöppun (þjóðarglæp) sem á sér stað fyrir tilverknað ábyrgðarlausra stjórnmálamanna. Grindvíkingar munu sem fyrr taka þessum feng fagnandi enda vanir að setja að góssinu víða að. Svo sem eftir að aflaheimildir frá fiskiðjuveri á Húsavík enduðu í Grindarvík þegar Vísir skellti í lás fyrir norðan. Útgerðafélögin geta lengi skýlt sér fyrir hagræðingar kröfum ef þau komast upp með að hunsa mannlega þáttinn og geta litið á aflakistu hafsins sem þeirra eign. Ljósið í myrkrinu er að áfram um sinn verður rekin fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði þar sem afkomutölur eru þokkalegar þó verksmiðjan sé gömul. Þökk sé stjórnvöldum að útgerðarfélög fá uppsjávarheimildir nánast gefins. Engu er látið skipta í þessari hagræðingar sýn öryggi starfsmanna verksmiðjunar er varla sinnt sem skyldi og jafnvel að engu haft ef náttúruöflin s.s.aurskriður eða snjóflóð rumska. Væntanlega þarf Samherjagreifinn að ýta enn frekar undir samþjöppun og hagræðingu eftir að íbúar og stjórnvöld Namibíu voru svo óforskömmuð og vanþakklát að hafa ekki skilning á þeirri fórnfýsi sem Samherji sýndi með atvinnurekstri sínum þar. Það er löngu tímabært að þjóðin átti sig á að sjávarauðlindin er eyrnamerkt stærstu útgerðarfélögunum fyrir tilstuðlan óábyrgra manna við Austurvöll sem hafa látið sig engu skipta misskiptingu og ákall um breytt verklag. Það er ekki nóg að ofur ríkir útgerðarmenn vaði uppi með ránshendi og skekki alla eðlilega samkeppnisstöðu í óskyldum atvinnugreinum og hunsi mannlegan þátt til að svala fégræðgi sinni og þröngsýni. Framsal aflaheimilda sem var innleidd á tíunda áratugnum fyrir tilstuðlan Framsóknarflokksins og annarra óvandaðra manna er ein ógeðfelldasta stjórnsýsla sem hefur átt sér stað. Tug ef ekki hundruð milljarða arðgreiðslur útgerðafyrirtækjanna sýna glöggt þá rányrkju sem er í boði lagasetningavaldsins við Austurvöll. Það er ekki nóg að þjóðin fái ekki þann arð sem henni ber af auðlindinni heldur þarf hún að auki að sætta sig við kaupa ránsfengin á svívirðilegu verði vilji hún neyta afurðanna. Fiskveiðar eru hvergi styrktar eins mikið í heiminum og á Íslandi sé litið til stærstu útgerðarfélaganna ásamt fleirum gullrössum sem greiða smánargjald fyrir afurðirnar. Það vantar ekkert uppá sérhagsmuna gæsluna hjá þeim sem verja framangreindan þjófnað með kjaft og klóm til að njóta afrakstursins með einum eða öðrum hætti. Fyrr eða síðar springur þessi rányrkja og fyrirkomulag hjá þeim sem eiga síst von á að eitthvað breytist. Ef að líkum lætur hafa Seyðfirðingar verið bærilega sáttir með fiskveiðastýringuna áður en skorið var á lífsbjörgina fyrir tilverknað Síldarvinnslunnar. Einu sinni iðuðu sjávarbyggðarlög af lífi og fólk gat unnið fyrir sér og treyst því að hafa atvinnu ásamt að búa við eðlilega þjónustu en nú er öldin önnur og flest á hor reiminni. Opinber þjónusta getur vart þrifist fyrir fjárskorti. Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn geta ekki svarið af sér ránsherferð síðustu áratuga frekar en Vinstri-Grænir ásamt Samfylkingunni sem sviku öll sín loforð 2009-2013 þegar gullið tækifæri var að vinda ofan af kvótakerfinu með 10% fyrningu á ári. Forsætisráðherra ástundar enn sömu svikin og flótta frá gefnum loforðum enda lærlingur bóndans á Gunnarsstöðum sem vílaði ekki fyrir sér að fara frjálslega með eðlilegt réttlæti. Höfundur er athafnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhelm Jónsson Múlaþing Sjávarútvegur Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Sjá meira
Að þessu sinni sýpur Seyðisfjörður seiðið af fiskveiðastefnu stjórnavalda sem er vart annað en rányrkja til að valin útgerðarfélög geti hámarkað hagnað á kostnað sjávar byggða. Verklag Síldarvinnslunnar og hagræðingar kröfur á bolfiskvinnslu að beina aflaheimildum til Grindarvíkur er enn einn sóðaskapur sem þrífst hjá stórútgerðinni. Engu er látið skipta að afkoma Seyðisfjarðar er nánast lögð í rúst og til þess fallið verðfella fasteignir í bænum og binda fólk átthaga fjötrum. Það vantar ekki upp á hugulsemina hjá framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar sem lítur framkvæmdina grafalvarlegum augum. Hinsvegar er Síldarvinnslan hugsanlega tilbúinn af sinni einstakri fórnfýsi að leggja byggðarlaginu til krafta sína komi bæjarbúar auga á atvinnutækifæri til að draga fram lífið s.s. arðbært laxeldi eða ferðaþjónusta. Norðlenski sægreifinn mun þá af sinni einstöku nærgætni bak við tjöldin rýna í hvað sé til ráða. Það vantar ekki uppá fagurgalann og yfirlýsingar Síldarvinnslunnar þar sem harmað er að þurfa fara í þungbærar breytingar til að auka sveigjanleika og sest verði niður með hagsmuna aðilum og sveitastjórna fólki til að milda svínaríið. Kvótalaus byggðarlög vítt og breytt um landið bera vitnisburð um skelfilegar afleiðingar. Bæjarbúar ættu að íhuga ásamt fólki í öðrum sveitarfélögum sem sitja að aflaheimildum á kostnað byggðarlaga vítt og breytt um landið að ekkert sjávarþorp er hulið sömu örlögum og samþjöppun (þjóðarglæp) sem á sér stað fyrir tilverknað ábyrgðarlausra stjórnmálamanna. Grindvíkingar munu sem fyrr taka þessum feng fagnandi enda vanir að setja að góssinu víða að. Svo sem eftir að aflaheimildir frá fiskiðjuveri á Húsavík enduðu í Grindarvík þegar Vísir skellti í lás fyrir norðan. Útgerðafélögin geta lengi skýlt sér fyrir hagræðingar kröfum ef þau komast upp með að hunsa mannlega þáttinn og geta litið á aflakistu hafsins sem þeirra eign. Ljósið í myrkrinu er að áfram um sinn verður rekin fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði þar sem afkomutölur eru þokkalegar þó verksmiðjan sé gömul. Þökk sé stjórnvöldum að útgerðarfélög fá uppsjávarheimildir nánast gefins. Engu er látið skipta í þessari hagræðingar sýn öryggi starfsmanna verksmiðjunar er varla sinnt sem skyldi og jafnvel að engu haft ef náttúruöflin s.s.aurskriður eða snjóflóð rumska. Væntanlega þarf Samherjagreifinn að ýta enn frekar undir samþjöppun og hagræðingu eftir að íbúar og stjórnvöld Namibíu voru svo óforskömmuð og vanþakklát að hafa ekki skilning á þeirri fórnfýsi sem Samherji sýndi með atvinnurekstri sínum þar. Það er löngu tímabært að þjóðin átti sig á að sjávarauðlindin er eyrnamerkt stærstu útgerðarfélögunum fyrir tilstuðlan óábyrgra manna við Austurvöll sem hafa látið sig engu skipta misskiptingu og ákall um breytt verklag. Það er ekki nóg að ofur ríkir útgerðarmenn vaði uppi með ránshendi og skekki alla eðlilega samkeppnisstöðu í óskyldum atvinnugreinum og hunsi mannlegan þátt til að svala fégræðgi sinni og þröngsýni. Framsal aflaheimilda sem var innleidd á tíunda áratugnum fyrir tilstuðlan Framsóknarflokksins og annarra óvandaðra manna er ein ógeðfelldasta stjórnsýsla sem hefur átt sér stað. Tug ef ekki hundruð milljarða arðgreiðslur útgerðafyrirtækjanna sýna glöggt þá rányrkju sem er í boði lagasetningavaldsins við Austurvöll. Það er ekki nóg að þjóðin fái ekki þann arð sem henni ber af auðlindinni heldur þarf hún að auki að sætta sig við kaupa ránsfengin á svívirðilegu verði vilji hún neyta afurðanna. Fiskveiðar eru hvergi styrktar eins mikið í heiminum og á Íslandi sé litið til stærstu útgerðarfélaganna ásamt fleirum gullrössum sem greiða smánargjald fyrir afurðirnar. Það vantar ekkert uppá sérhagsmuna gæsluna hjá þeim sem verja framangreindan þjófnað með kjaft og klóm til að njóta afrakstursins með einum eða öðrum hætti. Fyrr eða síðar springur þessi rányrkja og fyrirkomulag hjá þeim sem eiga síst von á að eitthvað breytist. Ef að líkum lætur hafa Seyðfirðingar verið bærilega sáttir með fiskveiðastýringuna áður en skorið var á lífsbjörgina fyrir tilverknað Síldarvinnslunnar. Einu sinni iðuðu sjávarbyggðarlög af lífi og fólk gat unnið fyrir sér og treyst því að hafa atvinnu ásamt að búa við eðlilega þjónustu en nú er öldin önnur og flest á hor reiminni. Opinber þjónusta getur vart þrifist fyrir fjárskorti. Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn geta ekki svarið af sér ránsherferð síðustu áratuga frekar en Vinstri-Grænir ásamt Samfylkingunni sem sviku öll sín loforð 2009-2013 þegar gullið tækifæri var að vinda ofan af kvótakerfinu með 10% fyrningu á ári. Forsætisráðherra ástundar enn sömu svikin og flótta frá gefnum loforðum enda lærlingur bóndans á Gunnarsstöðum sem vílaði ekki fyrir sér að fara frjálslega með eðlilegt réttlæti. Höfundur er athafnamaður.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun