Aðför að framhaldsskólunum á Akureyri Einar A. Brynjólfsson skrifar 17. september 2023 20:31 Fátt hefur verið rætt jafn mikið undanfarna daga hér á Akureyri, og reyndar víðar, og áform mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um að leggja niður MA og VMA og að stofna nýjan framhaldsskóla, sem byggir á kerfi þess síðarnefnda. Ég ætla ekki að endurtaka þau fjölmörgu rök sem tínd hafa verið til sem sýna fram á hvílíkt glapræði sem slík aðgerð yrði, enda í raun aðför að framhaldsskólunum á Akureyri. Þau ættu ekki að hafa farið framhjá neinum sem lætur sig málið varða. Kennarafélög beggja skóla, fjölmargt annað starfsfólk þeirra, gamlir nemendur og núverandi - sérstaklega MA-ingar - , fulltrúar atvinnulífsins á svæðinu og fleiri hafa gripið til varna með ályktunum, skoðanakönnunum, opinberum fundahöldum, greinaskrifum og fleiri aðgerðum, sem segja má að hafi náð ákveðnu hámarki þegar fulltrúar Hugins, nemendafélags MA, afhentu menntamálaráðherra undirskriftir tæplega fimm þúsund einstaklinga sem eru mótfallnir fyrirhuguðum áformum. Það voru vissulega stór tíðindi þegar skólameistari MA lýsti því yfir að hann tæki ekki þátt í frekari undirbúningsvinnu við stofnun nýs framhaldsskóla. Sú yfirlýsing var góð, þó hún kæmi of seint. Einhver hafa hugsanlega talið að með þessari yfirlýsingu væri skólameistari MA búinn að slá áform ráðherra út af borðinu, en ég er þess fullviss að svo er ekki, því miður, enda ekki á valdi eins skólameistara að stöðva slíkt. Það hefur lengi legið í loftinu að hugur menntamálaráðherra stendur til aukinna metorða innan síns flokks og einfaldlega ekki í boði að hætta við umrædd áform með skott milli fóta. Það munu nefnilega finnast peningar, einhverjir aurar, einhver ölmusa til að róa þessa órólegu deild fyrir norðan, enda sagði ráðherrann, þegar honum voru afhentar undirskriftirnar: “Við höfum átt samtal um það og ég hef átt samtal um það [aukna fjárveitingu] við forystu ríkisstjórnarinnar og hef vilyrði fyrir því frá forsætisráðherra [...] þá erum við komnir með aðrar forsendur inn í það heldur en við höfum verið að vinna eftir síðustu vikur og mánuði.” Svo mörg voru þau orð. Í því samhengi má benda á að þessir framhaldsskólar hafa verið fjársveltir árum saman, sem birtist m.a. í því að báðir skólar hafa þurft að vísa fjölda nemenda frá og endurnýjun tækjabúnaðar og húsnæðis (sérstaklega í VMA) hefur setið á hakanum. Það er alveg ljóst að við sem höfum staðið vörð um tilveru og sjálfstæði þessara tveggja frábæru skóla megum ekki sofna á verðinum. Of mikið er í húfi. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Norðausturkjördæmis og hefur kennt við VMA og MA í rúm tuttugu ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar A. Brynjólfsson Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Fátt hefur verið rætt jafn mikið undanfarna daga hér á Akureyri, og reyndar víðar, og áform mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um að leggja niður MA og VMA og að stofna nýjan framhaldsskóla, sem byggir á kerfi þess síðarnefnda. Ég ætla ekki að endurtaka þau fjölmörgu rök sem tínd hafa verið til sem sýna fram á hvílíkt glapræði sem slík aðgerð yrði, enda í raun aðför að framhaldsskólunum á Akureyri. Þau ættu ekki að hafa farið framhjá neinum sem lætur sig málið varða. Kennarafélög beggja skóla, fjölmargt annað starfsfólk þeirra, gamlir nemendur og núverandi - sérstaklega MA-ingar - , fulltrúar atvinnulífsins á svæðinu og fleiri hafa gripið til varna með ályktunum, skoðanakönnunum, opinberum fundahöldum, greinaskrifum og fleiri aðgerðum, sem segja má að hafi náð ákveðnu hámarki þegar fulltrúar Hugins, nemendafélags MA, afhentu menntamálaráðherra undirskriftir tæplega fimm þúsund einstaklinga sem eru mótfallnir fyrirhuguðum áformum. Það voru vissulega stór tíðindi þegar skólameistari MA lýsti því yfir að hann tæki ekki þátt í frekari undirbúningsvinnu við stofnun nýs framhaldsskóla. Sú yfirlýsing var góð, þó hún kæmi of seint. Einhver hafa hugsanlega talið að með þessari yfirlýsingu væri skólameistari MA búinn að slá áform ráðherra út af borðinu, en ég er þess fullviss að svo er ekki, því miður, enda ekki á valdi eins skólameistara að stöðva slíkt. Það hefur lengi legið í loftinu að hugur menntamálaráðherra stendur til aukinna metorða innan síns flokks og einfaldlega ekki í boði að hætta við umrædd áform með skott milli fóta. Það munu nefnilega finnast peningar, einhverjir aurar, einhver ölmusa til að róa þessa órólegu deild fyrir norðan, enda sagði ráðherrann, þegar honum voru afhentar undirskriftirnar: “Við höfum átt samtal um það og ég hef átt samtal um það [aukna fjárveitingu] við forystu ríkisstjórnarinnar og hef vilyrði fyrir því frá forsætisráðherra [...] þá erum við komnir með aðrar forsendur inn í það heldur en við höfum verið að vinna eftir síðustu vikur og mánuði.” Svo mörg voru þau orð. Í því samhengi má benda á að þessir framhaldsskólar hafa verið fjársveltir árum saman, sem birtist m.a. í því að báðir skólar hafa þurft að vísa fjölda nemenda frá og endurnýjun tækjabúnaðar og húsnæðis (sérstaklega í VMA) hefur setið á hakanum. Það er alveg ljóst að við sem höfum staðið vörð um tilveru og sjálfstæði þessara tveggja frábæru skóla megum ekki sofna á verðinum. Of mikið er í húfi. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Norðausturkjördæmis og hefur kennt við VMA og MA í rúm tuttugu ár.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun