Fjórtán eru látin í flugslysi í Amazon-frumskóginum í Brasilíu. Flugvélin hrapaði nærri frumskógarbænum Barcelos en þá hafði þegar flogið um 400 kílómetra frá Manaus, sem er höfuðborg Amazon-ríkisins.
Á vef breska ríkisútvarpsins segir að enginn hafi fundist lifandi í kjölfar slyssins. Tólf farþegar voru um borð og tveir í áhöfn. Rannsókn er hafin á tildrögum slyssins.
Haft er eftir Vinicius Almeida, ráðherra í Amazon-skóginum, að flugvélin hafi hrapað við lendingu. Vegna mikillar rigningar og lélegs skyggnis hafi flugmaður ekki séð að flugbrautin náði ekki nógu langt fyrir þau til að lenda.
Flugvélin var af gerðinni EMB-110 og var samkvæmt rekstraraðila ný. Báðir í áhöfn voru með öll tilskilin leyfi til að fljúga. Vélin var leigð af manni sem stundaði veiðar og farþegarnir flestir á einhvern hátt tengdir veiðum